Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 38

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 38
ALMENNAR TRYGGINGAR hf Það var um hádegisbil á sjötta degi í hafi, að við sátum allir á þiljum, snæddum rísgraut og baunir og virtum fyrir okkur höfrungavöðu, sem var að leik í kringum okkur. Þá skall á okk- ur skyndilega einn af þessum stormbyljum, sem eiga upptök sín inni á eyðimörkum Afríku. Trédiskarnir okkar og tréspæn- irnir, samskonar mataráhöld og Kólumbus notaði, runnu um þilj- ur, þegar „Nína“ tók að hallast ískyggilega á stjórnborða, en við gripum um siglur og stög og hvar sem handfestu varð náð. Vind- hraðinn jókst stöðugt, eftir nokkrar mínútur var hann kom- inn upp í 60 hnúta, og í hinum heitu sviptibyljum varð hann jafnvel enn meiri. Allt gerðist þetta með svo skjótum hætti að okkur gafst ekki neinn tími til að fella segl, sviptibyljirnir buldu á voðum unz þeir höfðu lagt „Nínu“ að heita mátti á súð, svo að þeir, sem héngu á borð- stokknum, grilltu öðruhverju í kjölinn í hafrótinu. Michel greip öxi og hugðist' höggva stórsigl- una sundur við þiljur, en ég kom í veg fyrir það. Okkur reið á að ná niður seglunum, en hitt hefði verið vitfirring, að gera fleytuna ósiglingarhæfa. Nú gerðist niðamyrkt. í lofti og sjóirnir gengu yfir okkur án afláts. José, langfærasti sjómað- urinn, sem var með í förinni og við kölluðum „apann“, vegna klifurfimi hans í reiðanum, skreið nú út á sigluna, út yfir brotsjóina, og losaði um seglin, en við skárum á stögin, sem héldu þeim uppi. Áður en við fengjum fellt stórseglið, skall á það svo sterkur stormsveipur að það rifnaði í tætlur, en eftir það tók „Nína“ að reisa sig við, enda hafði okkur þá tekizt að fella hin seglin. Því fór fjarri. að við værum þar með úr allri hættu. Þetta fárviðri stóð í fullar þrjátíu klukkustundir, og þó að við grip- um bæði til Stormseglsins bg rekakkersins, tók „Nína“ aftur upp á sínum gömlu kenjum; lét illa að stjórn og slengdist sitt á hvað og valt eins og korkur. Tveggja feta djúpur sjór var kominn í klefana; stór leirbrúsi með ólívuolíu hafði brotnað og innihaldið sletzt um öll þil svo að hvergi var unnt að styðja við hendi. Og nú kom í ljós enn einn örðugleikinn og hætta. Ekki vantaði það, að „Nína II* var byggð úr viði úr þeim sömu skógum og hin fræga nafna henn- ar, rekin saman með handtegld- um trénöglum og handsnúnum járnfleinum. Engu að síður var hún hriplek eins og gamalt og gisið kerald. Klukkustundum saman urðum við að hamast við afkastalitlar dælurnar, þangað til sjórinn í kjalsoginu var kom- inn niður fyrir hættumark. Þegar veðrið loks lægði fór- um við að skoða í lestarnar, þar sem vistirnar voru geymdar. Það var ófögur sjón. Allt virtist gersamlega eyðilagt. Vatnstunn- urnar, kaggarnir með víninu, ed- ikinu og brennivíninu, allt brot- ið og bramlað. Eins var um leir- kerin með rísinu, mjölinu og baununum. Þarna misstum við þrjá fjórðuhluta vatnsins. Við tókum til við að bæta seglin og hófum stranga skömmtun bæði á vatni og vistum, og héldum henni alla leið til Kanaríeyjanna. Kannski varð þetta til að kenna okkur þá lexíu, að sjónum er aldrei að treysta, og þó sízt þeg- ar hann virðist gæfastur. Annað tjón hlaust og af storm- inum, sem ef til vill var tákn- rænt — stundaglösin, nákvæm eftirlíking af þeim, sem Kólum- bus hafði notað, eyðilögðust ger- samlega. Ég varð því að grafa armbandsúrið upp úr hálfblaut- um föggum mínum. Eina nótt- ina eygðum við ljós, einhvers- staðar á Afríkuströndum, og vissum þá að við höfðum villzt af leið, því að samkvæmt út- reikningum okkar áttum við að vera um 200 mílur undan landi. Siglingartæki mín voru eftir- líking af þeim, sem farmenn not- uðu á fimmtándu öld, en Carlos notaði þó sextant. Oft bar mæl- ingum mínum saman við sext- antinn, en fyrir kom að þar skeikaði um eina gráðu. Arm- bandsúrið kom að góðu haldi við ákvörðun sólaruppkomu og sól- arlags, svo að við gætum fund- ið á hvaða lengdargráðu við vor- um staddir. Smám saman nálguðumst við Kanaríeyjarnar, eða vonuðum það að minnsta kosti. Við vorum farnir að sjóast, það varð hlýrra í veðri og okkur leið á allan hátt betur. Öðru hverju fengum við Michael okkur bað i sjónum, og þegar við þvoðum stórþvott um borð, var „Nína 11“ einna líkust þvottasnúrum í húsagarði. Þar sem brauðið, sem við höfð- um meðferðis frá Palos, hafði skemmst, komst ég upp á lag með að gera einskonar soðkökur úr mauki af mjöli, ólívuolíu og sjó. Að sjá minntu þær mest á drullukökurnar, sem krakkar hnoða, en voru ágætar á bragð- ið. f hádegisverð og kvöldverð var skammturinn venjulega tvær slíkar kökur á mann, sneið af hráum lauk og þunnar sneiðar af fleski eða osti. Til morgun- verðar höfðum við venjulega rís og baunir eða rís og ertur. Þann þriðja október náðum við loks til Kanaríeyja, og tók- um höfn, öllum til mikillar undrunar í Las Palmas, en ekki Gomera, að hætti Kólumbusar. Komst ég þá að raun um að úrið mitt var fimm mínútum of seint, og það nægði til þess að þarna skakkaði um 70 mílur. Þegar lóðsbáturinn kom til móts við okkur, fórum við í hrein föt og greiddum sítt hár okkar og skegg. Þrátt fyrir alla þá örðug- leika, sem við höfðum átt við að stríða, var hin eiginlega sjóferð gg — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.