Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 4
f
T9clfið aðcins það bczla
Aristc>triv|'t
undirfatnaður úr þykku nælon er bæði
fallegur og svo sterkur, að hann er nær
óslitandi.
Dulmál ...
Kæri Póstur.
Getur þú frætt okkur um það,
hvað stendur undir einni mynd
Kjarvals, sem gefin hefur verið
út endurprentuð. Þetta er lítil,
aflöng mynd, grá að mestu, af
skötuhjúum, sem standa upp á
endann, bálskotin.
Ég veit ekki, hvað þessi mynd
heitir, en þú veizt víst við hverja
ég á. Undir þessari mynd stend-
ur eitthvað, sem ég hef aldrei
getað ráðið. Mér sýnist það vera
eitthvað líkt EFREY eða eitt-
hvað svoleiðis. — Kannski þú
getir leyst úr þessu fyrir mig.
Með kærri kveðju.
Forvitinn.
— ------Mér tókst ekki að ná í
listamanninn sjálfan — því mið-
ur, því að ég hef sjálfur lengi
velt þessu fyrir mér. — Skyldi
einhver lesenda geta leyst úr
þessu?
Chianti ...
Kæri Póstur.
Ég fór á veitingahús um dag-
inn og pantaði rauðvín. Þjónninn
spurði, hvaða tegund ég vildi, og
ég bað um Chianti og bar þetta
fram sjíantí. Þjónninn hváði og
sagði svo: „Nú, kíantí?" „Já,
sjíantí," sagði ég. „Já, kíantí,“
sagði hann. Þá gafst ég upp.
Nú er spurningin: Hvor hafði
rétt fyrir sér?
Vínus.
--------Þjónninn. Ch er borið
fram k á ítölsku. Því miður.
Ósvífni ...
Kæri Póstur.
Mig langar til að segja þér frá
svolitlu atviki, sem kom fyrir
mig um daginn.
Ég var stödd á strætisvagna-
stöð og var að bíða eftir næsta
vagni. A meðan vék ég mér að
söluopinu, en þar þurfti ég nauð-
synlega að kaupa svolítið, sem
ég ætlaði að taka með heim til
konunnar. Það var einn maður
á undan mér, blaðasali nokkur.
Hann var með alla vasa fulla af
smápeningum og var nú í óða
önn að fá þeim skipt í seðla.
Þetta tók einhvern óratíma, svo
að mér fór að leiðast þófið og
spurði, hvort þessu ætti að halda
áfram til eilífðarnóns.
Þetta fannst blaðasalanum svo
mikil ósvífni, að hann mældi mig
allan frá toppi til táa. Hvurn
ekkisens fjárann vildi þetta
mannkerti? mátti lesa úr svip
hans. Síðan setti hann undir sig
hausinn og tíndi enn fram þessa
smáaura sína, og afgreiðslustúlk-
an horfði bara sljóum augum
fram fyrir sig, ruglaðist meira að
segja í talningunni og varð að
byrja aftur. Þannig gekk þetta í
uppundir tíu mínútur, og þá gafst
ég upp — og missti auðvitað af
vagninum.
Ég sagði nokkur vel valin orð
við afgreiðslustúlkuna og hálf-
gretti mig framan í blaðasalann
og sagði honum, að það væru til
bankar, sem sjá ættu um slíkt.
Blaðasalinn fnusaði og ætlaði að
drepa mig með augnaráðinu. Ég
gafst upp og labbaði heim. —
Og fékk skömm í hattinn fyrir
að kaupa þetta ekki handa kon-
unni minni.
Er þetta forsvaranlegt?
Gramur.
---------Nei. Að minnsta kosti
ekki þetta fnus í blaðasalanum.
Auk þess á afgreiðslustúlkan
auðvitað að biðja manninn að
doka við ögn, þar til hún ljúki
við að afgreiða þig. Þetta er alls
ekki forsvaranlegt, nema þá
stúlkutetrið dundi við þetta í
frístundum sínum.
Grýla ...
Kæri herra Póstur.
Ég ætla nú að leggja undir
þinn dóm mál sem kannski hefur
ekki mikla þýðingu, en er samt
þess virði að aflað sé álits um
það. Og er þá bezt að maður
komi að efninu.
Hvað finnst þér um það að
hengja mynd af lifandi manni,
sem barizt hefur fyrir bindindi,
og staðið hefur framarlega í
menningarmálum, upp á vegg á
skemmtistað, þar sem vín er haft
um hönd og dansað er kannski
langt fram á nótt?
Með þökk fyrir allt. Ú. Ú.
— — — Mér finnst þetta svo-
lítið fyndið. Annars skil ég ekki
fyllilega: hefur þetta einhvers
staðar verið gert, eða stendur
til að gera þetta? — Líklega er
þetta ekki svo vitlaus hugmynd:
að nota postulann sem grýlu og
móralskapara á drykkjulýðinn.