Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 41
Nýmetið kom okkur sannar-
lega í góðar þarfir, því að nokkr-
um dögum síðar komumst við að
raun um að saltkjötið, sem við
höfðum meðferðis, var allt
maðkað orðið. Við átum hákarl-
inn, og tókum aftur til við soð-
kökurnar, því að mjölið var
mjög farið að skemmast. Þorst-
inn gerðist enn áleitnari og sum-
ir af okkur reyndu að slökkva
hann með því að blanda eilitlu
af sjó í rauðvínið til að drýgja
það. Á fjórtánda degi var það
vatn, sem enn var eftir á kögg-
unum, orðið ódrekkandi — fúlt
og fullt af einhverjum örsmáum
kvikindum, og rammara en gall
á bragðið.
Framhald í næsta blaði.
KANNSKI HJÁLPAR
HANN OKKUR....
Framhald af bls. 9.
— Já, ég sá hana strax. Og
augun.
— Já, þetta er hakan mín. Ég
vildi ég hefði farið til dyra. Þá
hefði ég undir eins séð það á
augunum, hvort hann er frændi
okkar.
Ég horfði á þær til skiptis,
meðan þær gerðu þessa uppmæl-
ingu á mér, og spurði svo:
— Sjáið þið ættarsvip?
— Og það held ég nú, svaraði
Stína. — Þú ert með hökuna
mína.
Ég leit á hökuna á henni og
sá, að það var ekki með öllu frá-
leitt. Hakan var ekki alveg ólík.
— Það kom sér, að ég er ekki
með skegg núna, sagði ég í
spaugi, — þá hefðuð þið ekki séð
hökuna.
— Og ætli maður hefði þá ekki
þekkt skeggið. Það er vaninn, að
það greinist á þessari höku.
Jú, mikið rétt. Meðan ég var
með skegg, voru skil í því upp
yfir miðja höku.
— En er of seint að sjá ættar-
mót á augunum á mér? spurði
ég Stínu.
— Já. Það er of seint. Hefði
ég bara farið til dyra. En það er
alveg víst, þótt þú vitir það ekki.
Þú ert af Heiðarselsættinni.
Nú varð hlé á, meðan Ella kom
með kaffið. Á meðan sneri Stína
sér að Birgi og spurði:
— Ert þú skyldur Grími
Thomsen?
— Nei, þetta er danskt nafn.
Stína færði sig svolítið aftar
og sagði, með nokkurri áherzlu:
— Ha? Ertu danskur?
Mér brá í brún. Þetta var far-
ið að ganga svo vel. Kannski
var þeim meinilla við Dani og
vísuðu okkur nú á dyr. Ég flýtti
mér að grípa fram í:
— Það er bara að litlu leyti,
langt frammi í ættum.
— Og það hefði ekki verið
skömm að því, þótt hann væri
það. Bezti vinur okkar er hálf-
danskur. Prýðilegur maður. Það
er hann Úlfur Ragnarsson.
Mér létti mikið, en ætlaði þó
að víkja málinu sem fyrst að öðr-
um hlutum. En Stína varð fyrri
til:
— Hefur þú lengi haft gallaða
sjón? spurði hún og horfði á gler-
augun mín.
— Já, frá því ég var barn.
— Já, þetta veit ég. Ég hef líka
alltaf haft gallaða sjón. Og nú
er ég orðin nærri blind á öðru
auganu.
— Ekki alveg, Stína, greip
Ella fram í.
— Ekki kannski alveg, en
næstum. Hún tók fyrir hægra
augað. — Ég sé þig með því, sé
höfuðið, en ekki hvað þú ert með
framan í þér. Sé bara að þú ert
með eitthvað, þar sem þú ert með
gleraugun.
— En hefurðu þá góða sjón á
hinu?
— Já, ennþá. En þegar það
fer líka, þá drep ég mig.
— Nei, það máttu ekki.
— Jú, þá drep ég mig. Ég ætla
ekki að láta sparka í mig blinda.
— Það held ég að enginn eigi
að gera, sagði Ella.
— Þegar maður er ekki sjálf-
bjarga lengur og gerir ekker't
nema að bíða eftir dauðanum,
þá má maður drepa sig.
Ég vék að öðru:
— Hafið þið aldrei gifzt?
— Nei, svaraði Ella og hló. —
Aldrei.
— Og aldrei búið annars stað-
ar en hér?
— Nei.
— Alltaf einar?
— Síðan foreldrar okkar dóu.
— Hafið þið margar skepnur?
— Við erum með fjörutíu ær.
— Enga kú?
— Jú, við eigum eina, gráa.
Hún er hjá honum Valdimar á
Hólmi.
— Og svo tvo hunda ...
— Já, Svölu og Seppa, og svo
kisa. Við eigum reyndar tvo
ketti, en annar er svo mannfæl-
inn.
— Getið þið lifað á þessari
búslóð?
— Ég er nú komin á ellilaun,
svaraði Stína gamla á Heiði.
— Hve gömul ertu?
— Ja, nú máttu geta þér til.
-— Þú ert á sjötugsaldri.
— Á sjötugsaldri, já. Hún
beið eftir því að ég gæti nær.
Ég virti hana fyrir mér. Það
var ekki að vita, hvernig árin
færu með fólk, sem lifði svona
einangruð og alveg í gamla,
tæknilausa tímanum. Sennilega
liti það út fyrir að vera eldra
en það væri.
— Sextíu og — fjögra eða
fimm ára?
Stína gamla reisti sig og svar-
aði fasmikil:
— Ég verð sjötug á aðfanga-
dag ef ég hjari þangað til!
— En Ella, hve gömul ert þú?
Hún hló. — Gettu.
Hún var sýnu unglegri og
frísklegri. En hún var nokkuð
vinnulúin, svo sennilega var hún
yngri en hún leit út fyrir.
— Svona fimmtíu og fimm.
Stína var enn reist: — Það
munar þremur árum á okkur.
Hún er sextíu og sex.
Ella hló:
Tíu ára tel ég barn.
Tuttugu þroskagjarn.
Þrítugur þroskahraður,
fertugur fullþroskaður.
Fimmtugur í stað stendur,
sextugur elli kenndur,
sjötugur hærist hraður,
áttræður gamall maður,
níræður niðjahár,
tíræður grafarsár,
þuldi hún.
— Einhvern tíma hafið þið
haft meiri bústofn?
— Já. Meðan við vorum og
hétum og höfðum 10 kindur, 10
nautgripi og 14 hross.
— Og sláið allt með orfum.
Stína: — Já. Ella slær allt ein
nú orðið. Ég get svo lítið.
— Og hvað gerið þið svo við
ullina?
Stína: — Við vinnum hana
sjálfar.
— Alveg?
— Já. Þvoum hana, kembum,
spinnum, tvinnum, litum og
prjónum.
— Viljið þið sýna okkur ull-
arvinnsluna, hvernig þið tæið,
kembið, spinnið og tvinnið?
Ella hló: — Það held ég að
væri í lagi.
Hún tók kamba ofan af kassa
bak við hurðina og ullarlagð úr
öðrum kassa. Fyrst táði hún
lagðinn, þ. e. reif hann í sundur,
lagði hann svo á kambana og
kembdi. Birgir mundaði mynda-
vélina og tók myndir í ákafa.
Stína gamla tók um skupluhom-
ið og bar það fyrir heila augað.
Ég spurði hví hún gerði það.
— Ég missti sjónina á hinu
auganu út af svona blossa, og mig
langar ekki til að missa sjónina
á þessu líka.
— Þetta er milt flass, sagði
Birgir. — Þetta er til dæmis eina
flassið, sem má taka myndir af
ungbörnum með.
— Það er sama. Ég kæri mig
ekki um að hætta á neitt.
Nú var Ella komin með fallega,
dúnmjúka kembu og lagði þær
tvær saman.
— Þetta er dopulkemba, sagði
Stína.
Svo tóku þær rokk ofan af
ruslahrúgunni í horninu beint
inn af dyrunum. Ella var dálitla
stund að koma honum af stað,
svo spann hún band úr kemb-
unum. Von bráðar var kominn
jafn og fallegur þráður á snæld-
Weslock
hurðaskrar
SKÁPAHANDFÖNG
Einkaumboðsmeiui á íslandi:
K. ÞORSTEINSSON & CO., Tryggvagötu 10, Reykjavík
VIKAN 37. tbl. —