Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 20
í' ■■ > ’■ i y' ;;; 'ý. . Þessi afrek urðu honum þó ekki annaS en undirbúningur að þeirri miklu þrek- raun, sem sjóferð þessi reyndist. Að vísu auðnaðist þeim leiðangursfélögum strangt tekið ekki að endurvinna afrek Kólum- busar. En þeim tókst annað, sem er ef til vill ekki síður mikilvægt — að sýna og sanna það hugrekki og staðfestu, sem gerði Kólurubusi kleift að sigla um ó- könnuð höf og finna nýja heimsálfu. HVERNIG skyldi það hafa verið að sigla einhverri af hinum litlu fleytum Kólumbusar yfir Atlantshaf? Það get ég ekki sagt um. Aftur á móti veit ég hvernig það er að sigla svipaðri fleytu sömu leið nú: Myrkur skýjabakki út við sjóndeildar- hring um nónbil; stormurinn færist í aukana, og um leið meðvitundin um að það sé einungis borðþunn og lek byrð- ingssúðin, sem fleytir þér yfir dauðans djúp. Þessi meðvitund, sem breytist í ógn og kvíða þegar Nína leggst skyndilega á borðstokkinn með meir en 60° halla, hol- skeflan flæðir um þiljur og maður sker seglin niður í skyndi, áður en stormsveip- arnir kubba sundur stórsigluna eins og eldspýtu. Ógeðslegt bragð í munni af fúlu vatni, sem skammta verður naumara dag frá degi, unz það er þrotið; ógeðslegt bragð af úldnum mat, sem maður verður að lok- um að éta í myrkri til að þurfa ekki að líta hann augum. Remmubragð af ný- veiddum hákarli — skutluðum, innbyrt- um og drepnum með bareflum þar sem hann brauzt um í böndum á þiljum — og maður vissi af hákarlavöðunum hinum meginn við þessa veiku og leku súð, sem svömluðu þar og biðu þess að komast að þeirri bráð, sem þeir þóttust eiga vísa, þegar hún brysti. Ekki svo að skilja að siglingin væri ein c slitin martröð. Maður minnist líka glaðra stunda, þegar skútan skreið undir seglum og skipsfélagarnir sungu, og maður skynj- aði viss sanninai, sem ekki opinberast í landi. Hvað sjálfan mig snertir, þá hafði ég verið í landi á Spáni í nokkra mánuði, og ævintýraþráin tekið að segja til sln í eirðarleysi og hálfgerðri vanlíðan. Ekki það, að ég léti mig einu gilda hver æv- intýrin væru. Það voru ævintýri hinna fornu, spænsku sægarpa og landkönnuða, sem heilluðu mig. Eg hafði lesið frásagn- irnar af afrekum þeirra, og mig langaði til að kynnast því af eigin raun, hvernig sú sigling hefði orðið. Ég hafði farið til Spánar í þeirri von, að mér mætti takast að fá smíðaða þar nákvæma eftirlíkingu af spænskri galle- ónu, sem ég hugðist s'öan sigla til Vestur- heims. Eitthvað hlýtur að hafa borizt út um fyrirætlun mína, því að dag nokk- urn gérðist það að ungur sjóliðsforingi, Carlos' Etayo Elizondo hrjngdi til mín. Hann hafði fengið leyfi frá herþjónust- unni til að sigla sinni eigin eftirlíkingu af ,,Nínu“ yfir Atlantshaf, og spurði hvort ég hefði hug á að taka þátt í förinni. Þeg- ar símtalinu lauk, var m;n eigin áætlun farin veg allrar veraldar. Þegar fundum okkar Carlos bar fyrst saman síðla í júnímánuði, var hann klæddur hvítum sjóliðsforingjabúningi, <] Notuð va.r sima tækni \i3 að lesta „Nínu 11“ og notuö var á dögúm Kólumbusar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.