Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 15
ið. En þegar frá líður, lærist fljótt, að sjá, hvernig hver og ein ber þetta allt saman. Ég er ákaflega hrifin af Láru, og hún er sú eina af þeim, sem ég hef ekki beðið að giftast mér. Hún gæti slysazt til að segja já, og hvað ætti ég þá að gera, þar sem framtíð mín er ekki enn tryggð? Ég var einmitt búinn að næla mér í köku, þegar dr. Elliot kom inn. Hann er yfirlæknir og forstjóri sjúkrahússins, æðsti yfirmaður læknanemanna og að- stoðarlæknanna. Hann fékk sér kaffisopa, leit á mig með hnyklaðar brúnir og settist. — Ætlið þér að vera viðstaddur, þegar dr. Poole sker Jimmy upp, herra? spurði ég. — Já, að sjálfsögðu, sagði hann. Vesalings Jimmy, það er alveg einstakt með hann. Það, sem að honum gengur, hefur enginn hérna séð .áður. Stóra blóð- æðin, sem gengur um allan líkamann, snýr sig utan um aðal púlsæðina í stað þess að vera henni samhliða. Hún liggur svo fast utan um stóru púlsæðina, að hún herðir að henni. Það er varla hægt að finna púlsinn á stráknum. Hann stækkar ekki eðlilega, og ef þessu heldur áfram, hefur hann ekki mikla möguleika á að fullorðnast, yfir- leitt. Dr. Elliot tók Jimmy að sér, til að gera það, sem hægt var, fyrir hann. Og hann fékk dr. Poole til að framkvæma á honum skurðaðgerð. Og jafnvel Poole, þessi gamli villihest- ur, varð yfir sig hrifinn af stráknum. Hann á sæg af barnabörnum, en Jimmy er sérstaklega glaðvær strákur. Foreldrar hans eru ekki of vel stæð, svo að hver haldið þið að það sé, sem sér honum fyrir myndabókum og brunavarðahjálmum? Það var ekkert undarlegt, þó að dr- Elliot væri svolítið þungbúinn nú, þegar uppskurðurinn átti að hefjast. Hann leit á mig alvarlegum augum sínum: — Hvað er það, sem þér hafið gert dr. Poole, Alveg rétt, — Stóri höfðinginn í eigin persónu. Það má nú segja að Jimmy sé uppáhald allra á sjúkrahúsinu. — Kellett? spurði hann. Ég svolgraði svolítið kaffi og spurði, hvers vegna hann segði það. Dr. Elliot er ágætur karl og virðist muna þá tíð, er hann sjálfur varð að taka við skipunum frá öðrum. — Ég vildi gjarnan heyra yðar álit á málinu, sagði hann. — Ég áleit, að um- sókn yðar ... jæja, jæja ... ég varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar ég heyrði álit dr. Pools á yður. — Þakka yður fyrir, sagði ég. — Hvað er það eiginlega, sem hann setur fyrir sig? — Hann álítur að þér séuð ekki til þess fallinn að hugsa um sjúklinga og finnst, að þér skrifið lélegar dagbækur. Hann segir, að þér vinnið ekki nógu mikið, að þér lítið út fyrir að vera latur ... og hann vill alls ekki að þér verðið aðstoðar- læknir. Þetta var svo mikið áfall fyrir mie, að ég gat ekkert sagt. Nú var engin von fyr- ir mig að verða skurðlæknir. Myndi nokkurt sjúkrahús vilja fá lækni, sem fengi slíkan vitnisburð? Mér er bara spurn! Dr. Elliot ýtti vindlingapakkanum sínum til mín. Ég gat ekki einu sinni kveikt mér í. — Hvað er það, sem þér hafið gert honum, Kellett? endurtók Elliot. — Poole er tilætl- unarsamur, ég veit það, en hann er ekki ó- mannúðlegur. Eitthvað hefur gerzt, sem er undirrót þessa alls ... er það ekki, Kellett? — Nei, það hefur ekkert gerzt, sagði ég. Til eru hlutir, sem ekki er hægt að útskýra . . . sem ég a. m. gat ekki útskýrt, sérstaklega fyrir manni eins og dr. Elliot. Hann sat kyrr og horfði á mig. — Dr. Poole fellur ekki við mig, sagði ég. — Það er víst ekki annað. Dr. Elliot hló ekki, eins og kannske hefði verið hægt að búast við, heldur kinkaði hann bara kolli yfir brúnina á kaffibollanum eins og til að viðurkenna að ég hefði rétt til að þegja ... rétt til að verja verðleika dr. Poles og' einnig mína. Öllu öðru . . . bæði því sem gat verið rétt og rangt ... skaut hann til allra hamingju til hliðar í þetta sinn, án þess að mæla orð frá vörum. Þegar öllu var á botninn hvolft, var það hvorki rétt eða rangt, það var bara það, að ég, ungi pilturinn frá Little Booking, hafði gert nokkuð ófyrirgefanlegt. En á hinn bóg- inn, hvernig átti ég að vita, að í hvert skipti, sem ungur læknir gerði skyssu, rumdi dr. Poole: — Er það þannig, sem menn skera upp í Little Booking? Eða ef einhver klippti of stutt eftir saumunum, svo að hann varð að lagfæra aftur, þá sagði hann venjulega: — Eru þeir mikið fyrir útsaum þarna í Little Booking? Og svo hlógu strákarnir auðvitað og höfðu ekki hugmynd um að í rauninni var til staður, sem hét Little Booking. og þeir vissu þaðan af síður að af einhverri tilviljun, sem ekki mátti nefna á nafn, hafði dr. Poole eytt s'num fyrstu og leiðinlegustu árum á barna- heimili einmitt þar. Þegar ég kom til sjúkrahússins í Eastfield, hitti ég dr. Poole fyrsta sinni á fundi, sem læknarnir héldu þar, og heilsuðu honum með því að segja hátt og greinilega: — Ég átti að skila kveðju til yðar frá öllum í Little Book- ing. Ég sá, að hann varð eldrauður í framan, en hafði ekki hugmynd um ástæðuna fyrir því. En það leið ekki á löngu, þar til hún varð mér Ijós. Og vegna þess að ég gat ekki látið vera að hugsa um þessa ólánsömu byrj- un, gerði ég allar þær vitleysislegustu skyss- uh, sem nokkur ungur læknir getur yfirleitt gert. Þegar árið var liðið, var þolinmæði Pool- es einnig á enda. Allt í lagi, hann ætlaði sér að gera upp sakirnar við mig, en hvað svo? Hvað um Láru og mig, framtíð okkar, framtíð mína sem læknir og allar áætlan- irnar mínar? Hvar gat ég byrjað frá byrjun aftur? Var annars nokkur von til þess, að hægt væri að tala um byrjun? Ég hafði ekki orðið var við, að dr. Elliot færi eða að Lára kæmi inn, fyrr en hún lagði breiðu litlu höndina sína á handlegg minn. — Þú lítur út fyrir að vera sorgmæddur, John, sagði hún. — Hvað gengur að þér? — Ekkert, sagði ég og strauk hönd hennar, hlýja, mjúka og örugga. — Það hlýtur að hafa verið meira arsenik í kaffinu í dag en venjulega, hélt ég áfram og reyndi að vera skemmtilegur. — Þú verður að flýta þér, sagði Lára, — það er eins gott að við komum ekki of seint. Lára hefur blá augu, og það næstum alltaf gamansamur glampi í þeim, en núna voru þau sorgmædd. Skyndilega langaði mig til að segja henni, að ég væri hrifinn af henni, ég vildi biðja hana að giftast mér. Mér var ljóst, að ég þráði að halda í breiðu litlu höndina hennar eilíflega. En nú var það svo raunalegt, því að nú var mér ómögulegt að biðja hennar. Maður verður að geta boðið upp á eitthvað, þegar maður biður sér stúlku eins og Láru. Ég stökk á fætur og tók undir hönd hennar. — Já, við skulum fara. Poole getur ekki komizt fram úr þessu án mín, eins og þú veizt. Ég þvoði mér gaumgæfi- lega og gekk inn í skurðstofuna. Vesalings Jimmy var þegar kominn þangað og var hálfsofandi eftir svæfingarmeðalið, sem honum hafði verið gefið. Ég tók að þvo brjóstkassann á honum með gnægð sápu, „sublimat" og spritti. Hann leit á mig sljó- um augum. — Þeir hafa tekið brunavarða- hjálminn frá mér, sagði hann, en hann virtist ekki taka sér það svo nærri. Þegar ég hafði lokið þessu, kom svæf- ingarlæknirinn og byrjaði á sínu verki, en ég gekk í burtu til að þvo mér og skrúbba fyrir uppskurðinn, hægri hönd- ina í fimm mínútur og þá vinstri í aðrar fimm. Skola hendurnar þannig að vatnið drypi af olnbogunum og beint niður, án þess að snerta hendurnar. Inn á skurð- stofuna aftur, til að láta klæða sig í slopp, grímu og hanzka. Jimmy hafði verið snúið á hliðina, púða verið komið fyrir undir mittinu, til að lyfta honum upp og auðvelda uppskurð- inn. Dr. Hornsby tók til við að breiða yfir hann sótthreinsuð lök, þannig að að- eins var sjáanleg húð á 15 sentimetra kafla vinstra megin fyrir neðan rifbein. Lára stóð við áhaldaborðið, hendurnar voru hanskaklæddar og hún horfði á „dacr- on“-slönguna, sem nota átti, ef nauðsyn krefði Munnur hennar hreyfðist á bak við grímuna, en þar sem ekki er hægt að tryggja togleður inni á skurðstofu, gat ég mér þess til að hún væri að fara með bæn. Ég stóð á bak við Láru. — Hann er einkabarn, sagði ég. Hún brosti með aug- unum. — Ég veit það, hvíslaði hún. — Nú verður þú að vera duglegur, John. Herbergið fyltist brátt af fólki. Dr. Poole kom inn og beygði sig til að komast í sloppinn, sem hjúkrunarkona hélt á fyrir hann. Dr. Elliot kom á eftir honum. Hann hafði farið í slopp og látið á sig húfu, en var ekki með sótthreinsaða hanzka, af því að hann er ekki skurðlæknir og kom bara sem áhorfandi. Síðan kom að- stoðarlæknirinn á barnadeildinni, ungur læknir, Sandy McHugh, frá geðlæknis- deildinni, Marjorie Arnold frá röntgen- Framhald á bls. 29. VIKAN 37. tW. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.