Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 51
í FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. framvegis, en ekkert heiti, sem spannar yfir allt hlutverk þess- arar tusku. Ég hringdi í OrSa- bók Háskólans, til þess að at- huga, hvort þeir ættu skrifað á sínum bókum tæmandi nafn á duluna, en svo var ekki. Þeir sögðu mér, að þetta væri kallað uppþvottatuska, uppþvottarýja og fleira slíkt, en voru mér sam- mála um, að þetta væru alls ekki nógu góð nöfn. Einhvern tíma hefðu íslenzkir orðasmiðir ekki látið á sér standa með að finna gott og tungutamt orð, en það er engu líkara, en þjóðin kæri sig ekki lengur um að brjóta heilann um slíkt, eða ef einhver leggur sig í það, að nota orðið hans. Það skiptir engu máli lengur, þótt sögð sé einhver endemis vitleysa, bara ef hún skilst. Annað áhaldsheiti úr heimilis- haldi er fægiskúffa eða fægi- skófla. Það sér hver maður, að þetta þarfaþing getur ekkert fægt. Ekki einu sinni sjálfa sig. Til er um þennan grip prýðilegt orð, rykskófla, en hvenær heyrist það notað? Nei, fægiskófla skal það vera. — Rykskófla er mjög auðskilið orð og myndað á hinn einfaldasta hátt. Þetta er skófla til þess að moka með ryki. Hvers vegna má ekki mynda orð fyrir vizkustykki á sama hátt? Það er •> MANAÐAR í hverjum mánuði. þurrka, sem notuð er til að þurrka upp með, en það er hvort tveggja málvenja, að tala um að þvo upp og þurrka upp. Hvers vegna má ekki kalla hana upp- þurrku? Svarið er einfalt: — Það má svo sem. En það hugsar enginn um það. Látum svo útrætt um þessa vitleysu, en lítum aðeins á beyg- ingarvitleysurnar. Þær eru orðn- ar svo fastar í sessi, að það þýðir víst ekki að ætla sér að hrófla við þeim. Menn taka því fram, þegar þeir ætla að taka það fram. Mér hefur alltaf verið kennt, að ef eitthvað tæki einhverju fram, stæði það því framar. Það getur verið, að þessu hafi verið breytt síðar, en ég hef ekki séð þess getið í Lögbirtingablaðinu. Mér var lika kennt að festa hlutina, ekki festa hlutunum. Þegar ég spurði, hvernig stæði á þessum skrýtnu hlutum, sem fyrir mig bar í nótt, var mér sagt að mig hefði verið að dreyma, en ekki að mér eða ég hefði verið að dreyma. Mér var kennt, að mig langaði til eins og annars, en ekki að mér langaði til þess. Og þannig mætti lengi telja. En nú er svo komið, að jafnvel færir menn á ritvelli nota þágufallið því nær eingöngu, og ef maður dirfist að mótmæla þeim í þessu efni, bregðast þeir hinir verstu við, og halda að það þurfi ekki að segja þeim til. Með þessu áframhaldi verður erfitt fyrir þá, sem byggja landið um næstu aldamót, að lesa það, sem við erum að burðast við að skrifa núna. Jafnvel það, sem þágufallssjúklingai'nir festa á pappír. Þessi breyting á beyging- um hefur orðið á síðustu tutt.ugu árum eða þar um bil, og enn eru tæp fjörutíu ár til aldamóta, eða nær tvö slík málbreytingatíma- bil, ef málið breytist með sama hraða og að undanförnu. Mig langar að lokum að segja eina litla sögu. í fyrrahaust um þetta leyti gekk ég suður Suður- götu. Á móts við Skothúsveg viku sér að mér tvær telpuhnát- ur, á að gizka 10—11 ára, og spurðu hvað klukkan væri. Ég svaraði því, að hún væri 25 mín- útuv gengin í tólf. Um leið og ég hélt áfram, spurði önnur hnátan hina: — 25 mínútur gengin í tólf? Hvað er hún þá? Hin braut heil- ann um stund, og sagði svo: — Ætli hún sé ekki fimm mínútur í hálf tólf? Víst hlakka ég til, þegar hin nýja orðabók Háskólans verður gefin út. En það er ekki nóg að safna gömlum orðum og fróð- leik um tunguna, það verður að sporna við þessum gífurlegu mál- breytingum, sem eru að verða um þetta leyti, því annars tekur söfnun aflagðra orða og orða- sambanda aldrei enda. Sig. Hreiðar. Gerff 4403-4 faanlegar meff 3 effa 4 hellum, glópípu effa steyptum (heilum), klukku og ljósi, glóffarrist og hita- skúffu. Verff frá kr. 5.000.00 H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hafnurfir/íi - Símar: 5008«, 500«.'; ixj 50.122. - Reykjavik - Simi 10122 - Vesturver VIKAN 37. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.