Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 37
og svam í land, en þar tóku krakkar á móti henni og vörp- uðu henni um borð aftur. Eins fór þegar hún las sig í land eftir landfestunum. Loks gafst hún upp og tók sér sæti á þiljum í örvæntingu sinni. Og loks voru það vistirnar. Við vorum ákveðnir í að hafa einungis samskonar vistir um borð, þegar við létum í haf frá Guetaria, og Kólumbus hafði haft með sér á sinni reisu — kex, mjöl, svínafeiti, vatn, vín, edik, brennivín, ólívuolíu, möndlur, rúsínur, ost, sykur, salt baunir, rís, hvitkál, lauk, ertur og sardínur. Að okkur Carlos und- anteknum, voru allir um borð miklir reykingamenn, og þegar við fórum þess á leit við þá að þeir gengu í bindindi á meðan við værum í hafi, þar eð tóbakið hefði ekki verið komið til sög- unnar á tíð Kólumbusar, sýndi sig að til of mikils var mælst. Það varð því að sætt að þeir notuðu eingöngu tinnuna og stál- ið sem ég hafði orðið mér úti um í Madrid, þegar þeir kveiktu í hjá sér. Þetta kann að þykja kátbroslegt, en slík var ná- kvæmni okkar hvað allan und- irbúning snerti. Þann 23. ágúst rann á óskabyr, norðvestankaldi, sem spáð var að stæði í tíu daga. Þar sem sigling okkar í kjölfar Kólumbusar hófst ekki fyrr en í Palos, en þar lét hann í haf forðum, réðum við skip til að taka okkur í drátt fyrstu tvo sólarhringana, unz kæmi á það svæði þar sem byr- inn blés og áætluðum að sigl- ingin til Palos, 950 mílur, mundi ekki taka okkur lengur en sex sólarhringa. Fyrstu nóttina var þungur sjór, og karavellan okkar var harla ókyrr í drættinum, slengdi sér sitt á hvað eins og særður hvalur, og hvað eftir ann- að bar hana svo hart á hlið, að við sjálft lá að henni hvolfdi. Bedoya gamli lýsti hvað eftir annað yfir því að öll von væri úti. Hvað eftir annað slokknaði á sigluljóskerinu, og einu sinni um nóttina munaði ekki nema nokkrum fetum að vöruflutn- ingaskip sigldi okkur í kaf. Stj órnvölurinn barðist til og frá, svo að sá, sem undir stýri sat, mátti þakka fyrir að sleppa með skrámur og marbletti. Þegar þessi sigling hafði staðið í þrjá sólarhringa, hafði ég ekki sofið nema í þrjár stundir og Carlos haft jafnvel minni svefn. Aldrei hafði neinum af okkur gefist tími til að fá sér heitan mat. En nú vorum við líka komnir inn á það svæði, þar sem byrinn beið okkar — eða átti að biða okkar, því að við urðum hans ekki varir. Þarna lentum við í ládeyðu næstu sex sólarhring- ana, og að þeim loknum þótti okkur sem við hefðum verið mánuðum saman í hafi. Vatnið, sem við höfðum meðferðis á ó- þvegnum víntunnum, varð brátt ódrekkandi með öllu, brauðið virtist hafa breyzt í penicillin, vistarverur okkar voru rakar og þefillar og flærnar ásóttu okkur öllum stundum. Þann 11. september náðum við loks til Palos — allir marðir og skrámaðir, skelfdir og langsoltn- ir — og þó var hin eiginlega sigl- ing okkar ekki hafin enn. En við vorum staðráðnir í að sigla í kjölfar Kólumbusar, og hann hafði dvalizt þarna vikum sam- an sem gestur munkanna í La Rábida klaustrinu. Við hefðum að minnsta kosti ekki haft neitt á móti því að staldra þar dálítið við, en urðum að láta okkur nægja að snæða þar miðdegis- verð, því að borgarstjórinn bauð okkur í veizlu og þannig rak hvert samkvæmið annað. Þarna kynntumst við allmörgum af- komendum garpa þeirra, sem siglt höfðu með Kólumbusi forð- um, og þeir litu á okkur sem þjóðhetjur. Við tókum vatn úr sömu lindinni og Kólumbus, hlýddum messu í sömu kirkju og hann hafði gert, og afkomendur háseta hans sáu okkur að mestu leyti fyrir vistum. Þarna réðum við og tvo háseta til viðbótar. Annar þeirra .hét Manuel Darn- aude-Rojas Marcos, en við köll- uðum hann stutt og laggott Manolo. Hann var 33 ára knatt- spyrnugarpur, en hafði auk þess lagt stund á þá íþrótt að skutla fiska og önnur sjávardýr. Hinn hét José Robles, 39 ára grínisti, sem hafði ekki annað meðferðis en fötin, sem hann stóð í og ekki grænan túskilding í vasanum, þegar hann kom um borð. Köll- uðum við hann Pepe, þar sem annar José var þegar um borð. í rauninni fjölgaði þó ekki nema um einn við þessa ráðningu, því að kisa hafði séð sér færi á að laumast frá borði. í sólarupprás, þann 19. septem- ber, lögðum við af stað niður Rio Tinto, framhjá La Rábída klaustrinu, þar sem munkarnir sungu sína gregoriönsku söngva. Floti spænskra lystisnekkja og fiskibáta fylgdi okkur á leið og flugvélar hersins hnituðu hringa uppi yfir. Þegar við sigldum út úr mynni fljótsins, hófst loks hin sögulega sigling okkar fyrir al- vöru. Næsti viðkomustaður okk- ar — og næsti viðkomustaður Kólumbusar — var í Kanaríeyj- um, og þangað var 1000 mílna sjóleið. Hætturnar og erfiðleikarnir létu ekki á sér standa. í þrjá sólarhringa urðum við að berj- ast gegn stormi, sem minnstu munaði að hrekti okkur af leið inn á Miðjarðarhaf, en loks feng- um við byr og sigldum nú öllum seglum þöndum. VIKAN 37. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.