Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 45
tánni, þegar ég var minntur á,
að þetta væri álagahóll. Ég hætti
því undir eins, og við héldum
áíram ferðinni upp á veg og nið-
ur að bíl. Þær systur fylgdu okk-
ur yfir Vömb, upp Ljósagil og
að veginum. Það var dálítið
bratt upp Ljósagil og Stína
gamla var orðin mæðin. En Ella
rann þetta eins og unglamb.
Við veginn tókumst við í
hendur og kvöddumst. Ella hló
og lék við hvern sinn fingur, en
Stína hélt lengi í hönd mína að
skilnaði. Þetta var gott handtak
og hlýtt, og það var líka hlýtt,
sem hún sagði: — Ég vona, að
við verðum alltaf vinir upp frá
þessu.
Það vona ég líka. Mér er sagt,
að þær systur séu skrýtnar, en
ég held ekki, að það sé alls kost-
ar rétt. Rétt er það að vísu, að
þær ganga ekki að öllu þær
brautir, sem aðrir troða, en hver
er kominn til að segja, að þ-’ð
séu einu réttu brautirnar? Ég
held, að þjóðinni væri þá betur,
að heldur fleiri væru skrýtnir,
ef ekki þarf annað til að vera
skrýtinn en að r.eita að fylgja
múgmennskunni. Að minnsta
kosti þigg ég vináttu systranna
á Heiði.
Ég má til með að hnýta hér
örlitlum eftirmála: Eins og hér
er að framan getið, sparn ég
fæti við steini í Gráhól, þar sem
engu má róta. Þesar ég var svo
kominn niður í bil og ætlaði að
þurrka aðeins af gleraugunum
mínum, datt annað glerið úr. Og
ég sem get ekki einu sinni stýrt
bíl í sólskini án gleraugna, hvað
þá úrhellisrigningu . ..
TILFTTGALÍF
Framhald af bls. 16.
sem ég sagði þér frá fyrir rúm-
lega ári síðan og hef náðuga
daga, geri lítið annað en labba
um garðana, sem eru mjög fal-
legir og ræða við annað fólk, sem
hér heldur til. En bráðum fer ég
nú víst að flytja héðan og þá
væri gaman að skreppa heim til
eð sjá big og systur mína. Upp-
finningarnar mínar hafa vakið
mikla athvgli, einkum meðal
ráðamanna hér og af þeim sökum
hef ég fengið að búa á þessum
fallega stað nú um skeið. Yfir-
maðurinn sjálfur spurði mig einu
sinni, hvað ég byggist við að fá
fyrir þær og ég svaraði honum,
að það gæti aldrei orðið undir
einni milljón dollara. Þá brosti
hann og var ánægður. En upp á
síðkastið hefur mér þó stundum
dottið í hug, að það mundi verða
eitthvað minna; milljón dollarar
eru nú líka feiknamiklir pening-
ar. Hvað sem um það er, þá er
mig nú farið að langa til að sjá
aftur fsland, aðallega Reykjavík
og sundin og fjöllin. Mig langar
til að búa í gamla herberginu
mínu uppi á loftinu í steinbæn-
um okkar, það var svo gott að
vakna þar á morgnana. Vertu svo
af mér kært kvödd, mamma mín,
og heilsaðu systur minni; ég von-
ast til að sjá ykkur báðar bráð-
lega.
Guðríður spákona braut bréf-
ið saman, lét hendur síga í kjöltu
sér og hálflokaði augunum. Hún
sá í anda drenginn sinn, er hann
fór frá henni átján ára gamall:
meðalhár og hnellinn, dökkur á
brún og brá, með góðleg augu
og fallegt bros. Það hafði ekki
verið mikið framtak í honum,
hún vildi láta hann ganga á
menntaskólann, en ekkert varð
úr því; það var eins og honum
léti ekki vel að læra neitt, hann
vildi helzt vinna á eyrinni. Ja,
þvílíkt basl, sem hún átti í með
hann! Seint og snemma predik-
aði hún fyrir honum nauðsyn
þess, að verða eitthvað, komast
áfram í lífinu, láta til sín taka,
auðgast og eignast virðingu sam-
borgara sinna. En hann brosti
bara til hennar og sagði, að sig
langaði ekkert til þess að verða
neitt mikilmenni, það væri full-
gott fyrir sig að vera svona rétt
eins og gengur og gerist. Það kom
fyrir, að hún talaði dálítið hart
til hans, hún sá eftir því stund-
um núna. Og einu sinni sagði
hann með gráthljóð í röddinni:
„Ég hef bara aldrei nokkurn
stundlegan frið fyrir þér, mamma
mín, af hverju læturðu svona við
mig?“
Litlu síðar var það, sem hann
réði sig a skip, sem sigldi til
Ameríku. „Nú skal ég reyna að
taka mig á, sagði hann um leið
og hann kvaddi hana. ,,Ég skal
reyna að verða eitthvað mikið
og koma heim aftur, þegar ég er
orðinn rikur og fínn maður. Þá
getum við alltaf verið góðir vin-
ir, mamma mín.“
Hann hafði verið svo góður og
ljúfur drengur, aldrei öðru
hærra hjá honum. Henni leiddist
alltaf að þurfa að vera að stappa
í hann stálinu. En ávöxt bar það
eigi að síður. Þegar hann var
kominn til útlanda, fór allt að
ganga betur. Hann kynntist strax
alls konar fínu fólki og brátt kom
í ljós, að hann var hneigður fyr-
ir uppfinningar. Þær voru flestar
hafnar yfir hennar skilning, enda
skýrði hann henni aldrei al-
mennilega frá þeim, það þýddi
ekki neitt, sagði hann, því að
þetta væri svo flókið. Þá voru
mikil ferðalög í sambandi við
uppfinningarnar og hún fékk
bréf frá honum frá New York og
San Fransisko. Stundum sendi
hann henni mjög fallega skart-
gripi, hálsfestar og armbönd,
bæði úr perlum og amerísku
gulli. Þá sendi hann henni líka
páfagaukinn, sem henni var nú
reyndar ekki alls kostar vel við,
því fuglskömmin gat verið svo
orðljótur.
Spákonan hellti aftur í glasið
sitt og bros færðist á varir henni.
„Milljón dollara!" tautaði hún
fyrir munni sér. „Ja, þó ekki
helgar sig fegrun augnanna EINGÖNGU
Maybelline býður yður allt til augnfesrunar — gæðin óviðjafnan-
lcg — við ótrúlcga lágu verði . . . unciursamlegt úrvai lita
sem gæða augu yðar tiifrabliki. Þcss vegna er Ms.ybeiline
ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins licillandi og' henni U
var ætlað. Sérgrcin Maybeiline er fegurð augnanna.
A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari í
sjö litum.
B - Augnskuggakrem í G litum.
C - Vatnsekta „Magic Mascara" með f jaðrabursta
í fjórum litum.
D - Sterk Mascara í 4 litum — litlar og meðal-
stærðir.
E - Mascara.krcm í 4 bixbrigðum — iitlar og
meða’stærðir.
F - Vr.tnsckta augnlínulitari í 8 litum.
G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, í
6 litum.
H - Lítill augnabrúnalitari í 8 litum.
I - Fulikominn augnháraliðr.ri.
væri nema hálf milljón — það er
peningur í lagi!“ Auk þess yrði
hann náttúrulega frægur með
tímanum fyrir uppfinningarnar,
eins og Edison, og þegar dreng-
urinn kæmi heim, ríkur og
þekktur um allan heim, þá færu
nú kannski að rætast óskirnar
hennar um að verða svolítið fín
frú í Reykjavík, og ef hann sett-
ist hér að, gæti hún veitt heimili
hans forstöðu. Þau yrðu náttúr-
lega að flytjast í betra hverfi og
kaupa stórt einbýlishús, þar sem
hægt væri að halda veizlur fyrir
heldra fólkið í bænum, því að
auðvitað myndi hann kynnast
því öllu.
Hún fékk sér drjúgan sopa úr
glasinu, koníakið var byrjað að
verka. — Skrýtið að hugsa sér
það, ef hún ætti nú eftir að flytja
úr steinbænum og kannski selja
hann? Hún mundi sakna garðs-
ins, hverju einasta tré og runna
hafði hún plantað með sínum
eigin höndum og hlúð að þeim,
þangað til þeir voru vaxnir úr
grasi. Börnin hennar höfðu trítl-
að þarna á grasflötunum og það
kom angan inn um gluggana á
vorin. En auðvitað hafði hún
aldrei ætlað sér þetta til fram-
búðar; það var alltaf ætlun henn-
ar að komast það hátt, að kaupa
hús við Laugaveginn. En nú var
hún búin að vera hérna svo
lengi; það hvarflaði að henni,
að kannski yrði sárt að skilja við
gamla steinbæinn, sem hann
Sigurlinni maðurinn hennar
byggði og hún hafði búið í æ
síðan.
IV.
Bærinn spákonunnar stóð inn-
arlega í Skuggahverfinu. Á neðri
hæðinni var stofa og kames, eld-
hús og steypibaðsklefi, en uppi
tvö herbergi undir súð. Þetta
hafði verið allra snotrasta hús,
þegar Sigurlinni Egilsson frá
Illugastaðakoti byggði það handa
sér og unnustu sinni, Guðríði
Metúsalemsdóttur. Þau giftu sig
daginn eftir að smíðinni var lok-
ið og hófu búskap í nýja stein-
bænum. Allar vinkonur Guðríð-
ar, eða Guddu, eins og hún var
kölluð í daglegu tali, öfunduðu
hana af því að hafa hreppt þenn-
an unga og myndarlega stein-
smið og sjálf var hún ekki ó-
ánægð með hlutskipti sitt. Hún
hafði komið til Reykjavíkur
nítján ára gömul og gerst vinnu-
kona hjá líkkistusmiðnum, sem
var einn af höfðingjum bæjarins.
f þann tíð þótti hún fríð sýnum
og þá sjaldan að hún fór á ball,
flykktust piltarnir utan um hana
og leyndu ekki aðdáun sinni. En
hún lét ekki blekkjast af fagur-
gala þeirra og því síður, að hún
leyfði nokkrum að vera nær-
göngulum við sig. Allt frá því að
hún var lítil telpa, hafði hún á-
kveðið að giftast efnuðum manni
og verða fín frú í Reykjavík; frá
þeirri ákvörðun sinnihvikaðihún
Framhald á bls. 48.
VIKAN 37. tbl. —