Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 46
Þú mátt ekki halda, að ég hafi ekki fullkomna samúð með þér vegna alls þessa vanda. Hún var einu sinni stjarna, ein af þeim stærstu, og það meira að segja á erfiðasta sviðinu. Ég viðurkenni kosti hennar. Hún hefur vafalaust unnið fyrir allri fjölskyldu ykk- ar, og það eru engir smápeningar sem þ'ið fenguð frá henni. Hugs- aðu þér þess vegna hvernig henni muni líða núna. Það er eins og ævi hennar sé á enda, áður en hún byrjar raunverulega. Allir öskra og snúast í kringum hana, og svo, allt í einu, allt búið. Ég hef aldrei vitað til þess, að barnsstjarna kæmist yfir annað eins, án þess að eftir yrði eitt- hvert ör á sálinni. Og þetta er tvöfalt verra fyrir Janie vegna þess, að þú ert yngrj systir henn- ar — ert orðin meiri sti rna en hún var nokkru sinni. Hvernig heldur J)ú að henni líði, þegar húrt verður að iifa í skugganum af þér öllum stundum? Iíún veit ardsköti vel, rð hún fær því að- eins vinnu, að þessi grein er í samningnum þínum. Drottinn minn, allur heimurinn veit þetta. Góða mín, ég held, að þetta rífi og slíti sálina hennar. Ég veit ekki, hversu mikið gott þú vilt henni, en ég veit, að þú gerir henni ekkert gott með þessu. Heyrðu, hlýddu heldur ráði mínu, Iosaðu þig við þessa bann- setta grein. Karlarnir eru fúsir til að kaupa sig út úr henni fyr- ir drjúgan skilding — ég veit það með vissu — og auglýsingapilt- arnir raunu segja frá þessu í réttu ljósi. Gerðu það — áður en hún missir alveg stjórn á sér og gerir eitthvað, sem aldrei verður aftur tekið — losaðu hana úr þessu t:óðri, ha. En hún hafði neitað að hlita lieilræði Martys. Hún kvaðst hafa lofað Jane þessu, og hún ætl- aði ekki að ganga á bak orða sinna við hana. Og nú, allt í einu, þrjátlu árum síðar, mundi hún orð hans eins Ijóslega og ef hann hefði sagt þau þenna sama dag. Vegna gömlu kvikmyndanna og aðdáendabréfanna, vitanlega. Önnur staðfesting á því, að hún hafði á réttu að standa — þær Jane urðu að fara úr þessu gamla húsi, segja skilið við allar hinar lífseigu ógæfuminningar, sem voru við það tengdar, eins fljótt og hægt væri .. . „Systir yðar er ekki heil heilsu, ungfrú BIanche.“ Blanehe neyddi sig aftur til að horfast í augu við frú Stitt. „Ungfrú Blanclie, einliver verð- ur að segja yður jietta umbúða- laust, og það er víst bezt, að ég geri ])að. Systir yðar þarfnast — já, hún þarfnast hjúkrunar. Mér er sama, þótt þér rekið mig fyrir að segja það, hún þarfnast þess sjálfrar sín vegna. Þegar hún fær þessi —■ fýluköst — ég skil ekki, hvérnig þér getið þólað það. Það fer hrollur um mig. Kannski þér takið ekki eftir þessu eins og skyldi, af því að þið eruð svo mikið saman, en ég liefi séð það nú að undanförnu, að henni hrak- ar jafnt og þétt að þessu leyti. Hún er miklu verri en ...“ Blanclie tók viðbragð. „Verri? Hvernig þá, Edna?“ Frú Stitt kom við svuntuvas- ann sinn. „Að þessu leyti, og hvernig hún hegðar sér yfirleitt — eins og barn, sem hefur verið eyðilagt með eftirlæti. Og hvernig hún reynir að liindra mig í að gera það, sem þér hafið sagt mér að gera, svo að hún geti látið mig gera eitthvað annað. Það er erfitt að segja nákvæmlega hve- nær, en þetta fer siversnandi. Mér er sama, þótt ég segi yður það, úr því að við erum farnar að tala um þetta, en ég hefði liætt hér fyrir löngu, ef ekki hefði verið yðar vegna. Það er svo erfitt að umgangast hana — vegna drykkjuskaparins og svoleiðis ...“ Blanche laut fram, því að henni fannst, að hún yrði að segja eitt- hvað Jane til málsbóta. „Edna, ég er viss um, að þetta er ekkert alvarlegt. Ég skil Jane. Hún hef- ur alltaf verið kenjótt, og hún hefur átt dálítið erfitt undan- farið ...“ „Getur verið,“ greip frú Stitt fram í fyrir henni, „en ég segi nú samt, að það væri réttast af yður að fá hana til að fara til læknis. Ég veit, að það væri þung- bært fyrir yður að gera það. Þér verðið að komast héðan til að geta gert samanburð, sem er ó- mögulegur, meðan þér eruð lok- aðar hér inni alltaf. Ég hefi á- — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.