Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 7
olíutunna stóð við bæjarhornið, og á hólnum norðan við var lítil heyklúga, yfirbreidd. Þegar við komum heim fyrir bæinn, tók á móti okkur áköf hundgá innan úr húsinu. Það var þó einhver heima. Að framanverðu blöstu við burstir tvær og bíslag fyrir framan. Gluggi var á stafni nyrðra hússins til vinstri við bíslagið. Við kvölddum dyra á bíslagahurðinni, og hundgáin efldist um helming. Eftir stundarbið bankaði ég aftur, og nú heyrðist einhver þúa hundana; svo voru dyrnar opnaðar. Tveir hundar ruddust út með miklum látum, en að baki þeim birtist kona, í meðallagi há, með dálítið skarpa andlitsdrætti, skollitað hár í fléttum hringvöfðum um höfuðið. Hún var klædd í ljósan vinnujakka og síðbuxur, í gúmmístígvélum. Við buðum góðan dag og hún tók undir, horfði rannsakandi á okkur. — Hvað heitir þessi bær? — Og hann heitir nú Heiði. — Við erum að forvitnast. Bíllinn okkar komst ekki upp brekkuna hérna fram frá, svo okkur datt í hug að ganga hérna upp fyrir og vita hvað við sæjum. í þessu bili kom önnur kona fram í dyrnar. Hún var eldri og ekki beint lik hinni í andliti, þó mátti sjá þar svip. Hún var klædd í svarta kápu, sem einhvern tíma hafði litið betri daga; hafði bláleita skuplu á höfði og gúmmístígvél á fótum. Framhald á næstu síðu. Klsi hringar sig i rúmi Ellu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.