Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 43
t iUlt til bygginga! TIM B U R, allskonar Harðviður: tekk, eik, afromosia Steypustyrktarjám Krossviður Þilplötur Spónaplötur Gaboon Linoleum-dúkar Harðviðarspónn Aluminium, einangrunarpappír Hljóðeinangrunarplötur Sorplúgur Saumur Plastplötur á svaiir Eikarparkett Tarkett-flísar og lím á gólf. Hagstæð innkaup, gerð beint frá framleiðslu- löndunum. Samband ísl. Byggingafélaga Símar 17992 — 17672. — Reykjavík. ___________________________________________________! til sín í aftaka veðri og komin villa yfir hann, og sá þá ljós í holtinu, þegar það bar svoleiðis á milli, að það gat ekki verið á nokkrum bæ. Og þegar þetta ljós hvarf honum, var hann kominn svo langt, að hann sá ljósið heima hjá sér. Svo var það einn bóndinn hér, sem lagði eindregið til þess, að vegurinn væri einmitt lagður um holtið, en svo datt hestur með þennan bónda ein- mitt þarna á holtinu, svo hann lærbrotnaði og var í meira en ár að ná sér. Og það var kannski tilviljun, að hann fór þar svo út af á traktor. — Vitið þið ekki, hvað veldur þessu? Stína: — Ekki minnstu vitund. Við vitum það bara báðar, að við höfum farið margar ferðirnar, bæði hjá Gráhól cg á holtinu, í dimmu og björtu, og einskis orð- ið varar. Ella: - - Þegar ég var rétt um fermingu var ég að smala hérna uppi á heiðinni og var að fara he’m, og þurfti að fara yfir vatnsmikinn læk. Þetta var í rmningu og vatnið fossaði í læknum ofan á glærunni. Ég datt þarna á glærunni, því vatnið tók mér í mitt læri og var straum- þun"t, og barst með læknum nið- ur eftir. Þarna heitir Streitugil og þar ó að vera eitthvað. Mér datt ekki annað í hug, en að ég myndi drukkna, en þá heyrði ég sagt með skærri kvenmannsrödd: — Já! Og í sama bili var mér eins og kippt upp úr læknum. Stína: — Einu sinni hrapað; kýr h’á okkur hérna niðri í brekkunni og niður í á (Skaftá). háifum mánuði fyrir burð. Hún lá þarna á hliðinni oe við gátum ekek’’t gert. Ella hljóp heim cg ætlaði að ná í bönd og hiálp, en ée beið hjá kúnni í ánni. Svo ’Tarð mér geneið aðoins frá henni. því hað var kalt að standa í ánni, en bá eins o<? nauðar kýr- in á eftir mér. Þá sneri ég mér við og frr til hennar aftur og sagði: — Jæja, Rósin mín ■—• kýr- in var kölluð Rós -—• kannski hann hjálpi okkur, sem lét okk- ur t’l verða. Og í sama bili þreif ég undir kúna og bar hana upp á bakkann, og hún var eins og fis í höndunum á mér. — Getið þið sagt mér af fleiri fyrirburðum? — Ætli þetta sé nú ekki nóg. — En enginn draugagangur? Er hann nú alveg aflagður? — Það er enginn draugagang- ur neins staðar núna. En hann var hér. — Hér? Á Heiði? Eftir að þið urðuð einar? — Já. En það er nú langt síðan. — Hvernig var það? Stína: — Og ætli það hafi ekki verið mann-draugur. — Hvernig? Stína: — Það var riðið hér hús- um á næturnar. En við urðum aldrei neins varar, þegar við fór- um út. Ég varð oftast að fara, því Ella var svo rúmlöt. Einu sinni kom þetta hér upp á þekjuna um miðja nótt með skarkala, og ég kallaði til Ellu: — Þú verður að fara út Ella, og reka þetta burtu. — Og hvað ætli þetta sé annað en kindurnar? svaraði hún. ■— Þetta er nú að minnsta kosti mer- in þín, kallaði ég til hennar, svo hátt að ég vissi að það heyrðist út. í sama bili hætti draugagang- urinn. Og þegar við komum út, lá garðhrífa hér uppi á mænin- um. Það hefur enginn dauður draugur sett hana þangað. — En náðuð þið aldrei í þann, sem draugaganginum olli? — Nei, það er fljótlegra að fara hérna ofan í grófina og fela sig en að komast út. Nú kom kisi inn. Hann var heldur lítill, úfinn og illhærður, en skemmtilegur á litinn. Hvít- ur með gulum flekkjum. Eila brosti hýrlega, þegar hún sá kött- inn. — Ég þarf ekki gigtartöfl- urnar, sagði hún. — Ég hef bara köttinn í bólinu. Stína: — Já, og hún liefur aldrei fengið gigt. — Er það gott við gigt, að hafa kött í bólinu? Stína: — Já, það er alveg ó- brigðult. Ég get sagt þér sögu af því. Einu sinni var ég að koma heim í aftaka slagveðri, rigning- in núna er aðeins lítið grand hjá því. Ég var oft slæm í herðun- um, og nú var ég alveg frá. Þeg- ar ég kom heim, hafði ég næstum óbærilegar þrautir, en háttaði mig og lagðist á milli rekkjuvoð- anna. Kisa mín lá á þremur ný- fæddum kettlingum í lcassa cfnn við rúmið mitt, en þegar ég var lögzt, kom hún og lagðist á herð- arnar á mér. Og það var sem við manninn mælt, að mér hvarf all- iv verkur, en kötturinn varð al- veg frá. Ég varð að hjúkra henni og hé t hún myndi drepast. Og hún var svo frá, r.ð hún sinnti ekki einu sinni kettlingunum sínum. É? varð að taka þá að mér og gefa þeim að drekka á þriggja tíma fresti. Og það gerði ég með svona lítilli dropasprautu. Ella: — Og Jæknar hafa ráð- lagt það, að leggja nýtt kattar- skir.n á gigt. Stína: — Ég vil heldur hafa lifandi kött. Þá er skinnið alltaf nýtt. Við höfðum nú staðið æði ^engi við. Kaffið var löngu Irukkið, og Ella hafði gefið okk- ’j’ sítrónuvatn að drgkka. Vatn- 'v sótti hún í brúna þriggja pela flöcku út í læk, en sítrónusafann gaf hun úr plaststrónu, sams konai og hún stútaði sig á. Við fórum að sýna á okkur fararsnið, e.t þær svstur ætluðu að ganga með oK.'-’ur út fyrir og niður að Gróhól, í.;'i:í en við færum. Hann var al’t '■1 að snka rigninguna; hún var' orð). eins og þéttur, grár veggur, r.tt utan við glugg- anr. Stína: - í að var verst, að þið skylduð þurfa að skilja bílinn eftir. Þetta er líka ótætis brekka. Ég skil ekkert í mönnunum, að láta brúna þarna, að hafa hana ekki heldur vestar, þá væri hallalaus vegur hér undir brún- unum. En það er allt eins, hjá þessari vegagerð. Hérna rifu þeir upp alla túngirðinguna hjá okk- ur, og eru ekki farnir að girða aftur. Ég hefði haft gaman að því, hefðuð þið haft bílinn, að fara með ykkur hérna inn í Sel og inn að rétt. Ella hafði verið eitthvað að bauka í sínu skoti þessa stund- ina, nú kom hún fram og rétti okkur þrjá litla fugla, tálgaða í tré. Einn var stærstur; það var önd með ungann sinn á bakinu. — Þessu megið þið nú stinga í vasana, sagði hún og hló að vanda. Fuglarnir voru liðlega tálgað- ir og nettir. Auðséð, að skapari þeirra var ekki alger viðvaning- ur. — Hún hefur tálgað þúsund svona fugla og gefið börnum, sagði Stína gamla á Heiði. Ella: — Ég dunda við þetta undir útvarpinu. — Eitthvað muntu fleira hafa smíðað eða telgt, sagði ég. Stína: — Já, hún hefur smíðað flest, sem hér er inni. Og margir eru þeir, sem til hennar hafa komið með rokk og beðið hana að gera við. —- Hefur þú kannski smíðað rokkinn þinn sjálf, Ella? spurði ég. — Nei, ekki í upphafi, en ég á nú orðið flest í honum. Stína: — Og einu sinni smíðaði hún gamlan rennibekk eftir minni mínu. Ella: — Ég smíðaði bara mótel að honum og sendi Þórði á Mó- fellsstöðum. Stína gamla á Heiði var nú búin til að fara út: — Það er verst, hvað þið verðið blautir, sagði hún. — Ella, getum við ekki lánað þeim eitthvað utan yfir sig? Við héldum að okkur væri óhætt. Við ættum þurr föt í bíln- um, og myndum hafa fataskipti, þegar þangað kæmi. ■— Jæja, sagði Stína, — en þú Ella, farðu í buru. En Ella var þá komin í bur- una, og okkur ekkert að vanbún- aði til að fara út. Birgir og Ella fóru að svipast um eftir orfinu, en við Stína gamla gengum fram á brúnina. Bærinn stendur uppi á háum bakka ofan við Skaftá, og eftir nokkurn slakka er bakk- inn þverhníptur niður í á. — Mér er illa við„ að það sé komið með börn hingað, sagði hún. — Bakkinn er svo hættulegur, og það væri ekki gaman, ef barn skondraði hingað niður eftir og færi fram af. Það væri sorglegt á skemmtiferð. Við gengum suður bakkann. VIKAN 37. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.