Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 44
GLAUMBÆR ' rvbiÆ^' • í GLAUMBÆ sýna um þessar mundir heimsþekktir skemmtikraítar, fjöllistaparið Ruth og Otto Schmidt Jafnvægislistir þeirra eru með því bezta sem sést hefur hér á landi af þessu tagi sr,“ - G Lfl U M B JE Handan við Skaftá breiddi Eld- hraunið úr sér, en skyggnið var mjög lítið, svo ekki sást neitt lengra til. Þarna er þó án efa fallegt. En mér var annað í hug þá stundina. — Heyrðu Stína. Hve lengi heldur þú, að þið getið búið hér í viðbót? — Það verða varla nema eins og fimm eða tíu ár. Ég er nú næstum búin að vera, en Ella er ennþá spræk. Hún hleypur upp um öll fjöll í smalamennskum. — Hún er ótrúlega snaggara- leg í hreyfingum ennþá. — Já. Hún var flogaveik, cn þeir hafa nú læknað það, og síð- an hefur hún verið að yngjast upp. Það er svo voðaleg veiki, þessi flogaveiki. Hún tekur svo á allan líkamann. — Hvert farið þið svo, þegar þið hættið að geta stundað bú- skapinn? — Ekkert. Við verðum hér á Heiði, meðan við tórum. Það var verið að tala um það í fyrra, að setja okkur á þetta sjómanna- heimili þarna í Reykjavík. Ég held, að við eigum nii lítið er- indi þangað. Ég hef verið tíu eða tólf nætur að heiman, ég man ekki hvort heldur, og þykir það bara verst, að þær skyldu verða svona margar. Ella hefur einu sinni komið til Reykjavíkur, en ég aldrei. Persónulega hsld ét, að það væri álíka fásinna að flytja þær á elliheimili suður í Reykjavík, eins og að skipa níræðu gamal- menni úr Reykjavík að reisa ný- býli fyrir 40 kýr í Eldhrauni. Við vorum nvi komin fram á Rana, suður af bænum, og við okkur blasti mýri undir Rana- brekkunni, og hraungígur upp úr miðri mýrinni. Túnið var illa sprottið og snöggt. Ég hafði orð á því. — Já, sagði Stína, — við fáum meira gras svona en ef við ber- um á það. Ef við berum á það, er það alveg nauðkroppað um sláttinn, því það er ekki girð- ingunum fyrir að fara. Það leggj- ast margir á eitt með að rífa þær upp fyrir okkur. Við fórum niður Ranabrekk- una niður á mýrina, sem St'na sagði okkur að héti Vömb. — Og þarna er nú hann Gráhóll í henni Vömb. Gráhóll er dæmigerður gígur, reglulegur hringur og að innan eins og hringleikahús. Við fór- um ofan í, en þrátt fyrir háa barma var ekki logn þar niðri. Enda sögðu þær systur, að í Gráhól festi aldrei snjó. — Og þið vitið ekki, hver byggir hólinn? Ella: — Nei, en það væri gam- an að sofa hér eins og eina nótt, og vita hvers maður yrði vísari. En það yrði að vera einhver, sem vissi ekkert um, að þetta er á- lagahóll. Ég hafði verið að róta við steini þarna í botninum með 44 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.