Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 50
veg sérstaklega óheppinn með veður. — Eru margir íslendingar í Lincoln? — Einn eða tveir undanfarin 40—50 ár. En samt hittum við annað slagið fslendinga og feg- urðardísirnar höfum við fengið að sjá í sjónvarpinu. — Hafið þið ferðazt mikið um Bandaríkin? — Já, mjög mikið. Ég á systur í Kanada og hana höfum við heimsótt, við ókum þangað. Svo á ég líka bróðir í Millwaukee, hann er prentmyndasmiður þar. í fyrra fórum við í tveggja vikna sumarfrí. Þá ókum við 8000 km vegalengd og heimsótt- um ýmsa kunningja. Við fórum gegnum tíu fylki. Ekki vorum við samt á sífelldum akstri, maður ekur hraðara þar en hér, eða 100—120 km á klst., enda eru vegirnir ólíkt betri. Við höfum oftast farið eitthvað norður á bóginn, það er of heitt að fara sunnar. — Átt þú bifreið sjálfur? — Já, ég á Chevrolet station bifreið árgerð 1960. — Þið kaupið auðvitað allt með afborgunarskilmálum? — Já, það er mikið um þann verzlunarmáta, en nú erum við ekki með neitt eftir á afborgun- arskilmálum, nema húsið. — Hvað kostaði það? — 14900 dollara. — Er það stórt? — Það er þrjú svefnherbergi, stofa, bað og kjallari, svo fylgir því stór lóð og bílskúr. Annars getur þú keypt þér hús þarna fyrir 8—9 þús. dollara, borgað 650 dollara út, flutt inn og síðan þarftu að borga 120 dollara á mánuði. — Hvernig er þá að fá lán? — Lán getur þú fengið til 25—30 ára með 5 % % vöxtum. En til að fá lánið þarftu að hafa trygga atvinnu og vera þekktur fyrir skilvísi. Þarna komast allir áfram sem eru duglegir að vinna og eru heiðarlegir í viðskiptum. Núna er ég t. d. búinn að vinna mig það vel upp, að ég get geng- ið inn í hvaða verzlun sem er, og fengið skrifaðar hjá mér vör- ur. Sem sagt, ég er kominn í Bláu bókina (Blue Book); en í hana komast þeir einir, sem hafa staðið í skilum. Þetta fyrir- komulag er til mikils hagræðis fyrir kaupmennina, þeir geta bara flett upp, ef þeir eru í vafa. Þeim sem eru í Bláu bókinni er sem sagt óhætt að lána. — Hverju þakkar þú vel- gengnina? — Ja, — ég er lærður bakari og fagmenn hafa góð laun. Svo er líka að ég hefi lært að baka allar gerðir af kökum og brauð- um og ennfremur að skreyta tertur o. þ. h. en þarna er ekki miikð um fagmenn sem eru al- hliða í fögunum, það gerir sér- hæfingin á hinum stóru verk- stæðum, þar eru menn látnir 50 - vinna sömu handtökin daginn út og inn, — færibandavinna. ■— Hvernig er vinnu þinni háttar þarna á hótelinu? — Hótelið hefur sitt eigið bakarí, og þar er allt bakað, sem hótelið þarf á að halda. Þessu bakaríi stýri ég og hefi sex manns í vinnu. Við bökum brauð og kökur ýmisskonar að ó- gleymdum tertunum sem eru margskonar, eftir tilefnum. Tert- urnar eru frá 25—150 pund að þyngd. — Ég hefi einu sinni sýnt tertuskreytingar í sjónvarpi, það var í húsmæðraþætti. — Bakarðu rúgbrauð? — Ég gerði það hér áður, þá komu Norðurlandabúar langt að til að kaupa sér rúgbrauð, en það er ekki hægt að segja að aðrir kynnu að meta það frekar en fiskinn, en þeir kunna ekki að matreiða fisk, enda að mestu leyti kjötætur. — Hvernig matreiða þeir fisk- inn? — Þeir eyðileggja hann! Fisk- ur er dýr þarna og íslenzki fi~k- urinn dýrastur. Fólk kann ekki að gera mun á gæðum og kaupir þess vegna þann ódýrari. — Hvernig er afkoma fólks almennt? —• Almennt góð held ég, þó misjöfn. Það tíðkast talsvert að borga mönnum eftir afköstum. — Atvinnuleysi? — Lítið um það, helzt eru þða byggingaverkamenn á vetr- um, en bændurna vantar alltaf fólk um uppskerutímann. Þarna eru sléttur allt í kring og hver blettur ræktaður, mest ber á kornrækt og hveitirækt. — Hvað með stéttarfélög? — Þarna er lítið um stéttar- félög, þau eru á lágu stigi ennþá. Helzt eru það félög sem verk- smiðjurnar standa að. —• Eru vörur yfirleitt dýrar í Bandaríkjunum? — Verðlag er mjög mismun- andi, eftir fylkjum. 150 dollara mánaðarlaun, sem þykja góð í Nebraska, mundu þykja rýr í New York. Ég býst við, að 150 dollara laun á mánuði, þættu betri í Nebraska en 200 dollarar í N. Y. Húsnæði er líka mun dýrara í N. Y. Fyrir leigu á minu húsi mundi ég geta fengið tveggja herbergja íbúð í N. Y. svo þú sérð mismuninn. — Vinnur þú upp á tímakaup? — Nei, ég er ráðinn upp á föst mánaðarlaun, en aðrir í bakarí- inu eru á tímakaupi. Fyrir bragð- ið hefi ég frjálsari vinnutíma, en vinn að jafnaði 8 tíma á dag. — Farið þið hjónin oft á skemmtistaði? — Fólk fer mun sjaldnar út á skemmtistaði þar en hér og þar er tiltölulega mun minna um skemmtistaði. Satt að segja skil ég ekki hvernig allir þessir skemmtistaðir hérna geta borið sig. Hér borðar fólk líka áber- andi meira en vestra. Þar er etinn góður morgunverður, síðan eitthvað létt um hádegið og síð- an aðalmálsverðurinn kl. 5.?0— 6, en ekkert miðdags- eða kvöld- kaffi, það þekkist ekki, krakk- arnir borða epli eða appelsínu á kvöldin Hér finnst mér fólk vera að borða allan daginn. Við kaup- um í matinn einu sinni fyrir hverjar tvær vikur og geymum þá matinn í frysti. Það þekkist ekki að fara daglega til matar- kaupa, hvað þá í 4 eða 5 verzl- anir. — Þú stundar auðvitað sport? — Nei, nei,. ég er ekki sport- maður, en eldri strákurinn minn er að fást við þetta, hann er að- allega í frjálsum íþróttum, það fylgir gagnfræðaskólanum. Ann- ars stundar fólk almennt keilu- spil (bowling), jafnt konur sem karlar. Kerlingarnar eru þá að á daginn, en karlarnir eftir vinnutíma. Iðulega er svo ksppni milli stétta eða fyrir- tækja. Annars er ég að fara í útreiðartúr með kunningjum á morgun, en satt að segja kvíði óg fyrir. — Hvernig lýst þér á unga íólkið vestra? - Mér finnst áberandi óspillt- ari unglingar þar en hér. Þar sér maður aldrei fólk innan við tví- tugt undir áhrifum áfengis. — Hvað veldur? — Þar kemur ýmislegt til. Ég tel til dæmis, að kirkjulífið og það félagslíf sem þar þróast eigi sinn þátt í því. Þarna er engin kristnifræði kennd í barna- eða gagnfræðaskólum, en í staðinn reka söfnuðirnir sunnudagaskóla, þar sem börnin alast upp við fé- lagslegan þroska og heilbrigðar skemmtanir. Kirkjurnar fá ekki ríkisstyrk, en eru kostaðar af söfnuðinum sjálfum. Ég fer sjaldan í kirkju, þó einstaka sinnum vegna barnanna. Mér finnst vanta helgisvipinn á guðs- þjónusturnar þarna, það gera m. a. prédikanirnar, en þær eru aldrei fluttar án þess að verið sé að tala um, að nú vanti pen- inga í þetta eða hitt. Maður er óvanur þessu. Presturinn okkar gerir heldur enga tilraun til að fá mig til að sækja kirkju. Hann þekkti nefnilega íslending þegar hann var í Kanada, og gerði margar árangurslausar tilraunir til að fá hann með sér í kirkju, en sá íslenzki hafði ætíð ein- hverja afsökun á reiðum hönd- um til að sleppa. En ekki vantar fólkið við guðsþjónusturnar, kirkjurnar eru alltaf troðfullar. — Vita menn þarna ekki frek- ar lítið um ísland? — Jú, enda er lítið gert til að kynna landið. Ég var einu sinni fenginn til að aðstoða við að setja saman fræðsluerindi um landið. Ég gat lánað þeim myndabækur og fleira þess hátt- ar. Þetta var á vegum háskólans í Lincoln, en hann er mjög merk stofnun, nokkurs konar allsherj- ar menningarmiðstöð. Þar eru til dæmis haldnar málverkasýning- ar og hljómleikar og fleira þess háttar. — Talið þið íslenzku á heim- ilinu? — Það er mjög lítið og börnin skilja hana ekki. — Hvað eigið þið af börnum? — Við eigum þrjú. Strák sem er fimmtán ára, og tvíbura, strák og stelpu, þau eru sjö ára. — Hvaðan er frúin? — Hún er úr Hafnarfirði, systir Jóhanns Sveinssonar, skip- stjóra á Maí og heitir Kristín og er Jónsson núna, annað gæti valdið misskilningi. — Hafið þið hugsað um að flytja heim? — Nei, ekki héðan af, það yrði of mikið rask. Börnin eru komin í skóla, við orðnir bandarískir ríkisborgarar og svo höfum við það mjög gott. Hvað með heimþrána? Ja, hún er liðin frá að mestu. Konan var anzi slæm til að byrja með, en er nú mun betri. Hvað mér viðkemur, þá er mér sama hvar ég er, hafi ég nóg að gera. ★ R. EINBÝLISHÚS VIÐ BREKKUGERÐI Framhald af bls. 23. stórum og rúmgóðum húsum, en útkoman getur þá líka orðið þeim mun betri, ef húsráðend- ur hafa næman smekk. Hallinn á þakinu er ekki klæddur af að innanverðu, en furuklæðing í öll- um loftum. Hún á sinn þátt í því að gera húsið hlýlegt. Auk þess hefur Guðmundur látið setja sýrubrennda furu á vegg í borðstofu, sem er bæði sér- kennileg og falleg. Skipulag hússins er ákjósanlegt; það leyn- ir fremur á stærðinni og verður á engan hátt erfitt. Frágangur á lóð er slík fyrir- mynd, að ástæða er til að undir- strika. Ef til vill sker þetta hús sig mest úr að því leyti, en þó má geta þess að viðlíka frágang- ur er í kringum næsta hús. Þessi tvö hús standa vel saman og mynda ákjósanlega heild. En þar með punktum og basta. Það þriðja í röðinni er með gerólíku sniði og stendur eins og illa gerð- ur hlutur við hliðina á hinum tveimur. Þarna er ekki hægt að kenna einstaklingunum um mistökin; hér hefur hin opinbera forsjón brugðizt. Guðmundur Björnsson upp- lýsti, að það hefði tekið aðeins níu mánuði að byggja þetta hús. Það mun vera mjög óvenjulegur gangur, þegar um svo stórt hús er að ræða. En hann sagðist hafa lagt kapp á að ljúka því á sem skemmstum tíma, því það er dýrt að vera lengi með hús í byggingu. g. VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.