Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 5
NÝJA HAUST- OG VETRARTÍZKAN FRÁ
ORLAN E
P A R I S
make-up, steinpúður, laust púður,
naglalökk og varalitir í tveim nýjum litum.
Bara kveðjur ...
Kæri Póstur.
Þakka ágætt lesefni og allt
svoleiðis.
Jæja, það er nú út af „lögum
unga fólksins", sem eru reyndar
alveg frábær nú orðið. En eitt
er ekki hægt, það er það, að ef
eitthvert lag er vinsælasta lag
vikunnar, þá er aðeins lagið spil-
að, en engar kveðjur fylgja því,
og stjórnandi þáttarins afsakar
sig með því að þær séu svo
margar, að hann komist ekki yfir
þær. En væri ekki réttara, að
flytja kveðjurnar og láta lagið
eiga sig í bili, því það á áreiðan-
lega eftir að heyrast oftar í út-
varpinu.
Hvað finnst þér um þetta,
Póstur minn? Guðrún.
----------Mér finnst þetta næsta
fáránlegt. Þátturinn heitir nú
einu sinni „LÖG unga fólksins“,
og er því lágmarkskrafa að fá að
heyra nokkur lög í þættinum.
Væri ekki einfaldlega skárra að
skrifa viðkomandi hressilegt og
persónulegt bréf, í stað þess að
láta einhvern gjörsamlega óvið-
komandi lesa upp þurra og inn-
antóma kveðju — án lags?
Bílstjóri enn ...
Heiðraði Póstur!
Vegna bréfs, sem birtist í
Póstinum 8. þ. m. frá manni, er
nefnir sig „borgarbílstjóra" lang-
ar mig til að skrifa nokkrar línur.
„Borgarbílstjóri“ fer hörðum
orðum um vankunnáttu „utan-
bæjarbílstjóra“ á umferðarregl-
um höfuðborgarinnar, og telur
jafnvel daglegt brauð, að þeir
„innfæddu“ bjargi lífi þeirra og
limum með snarræði sínu og
þekkingu á umferðarreglunum.
En nú langar mig til að spyrja:
Telja bifreiðastjórar á R-bílunum
ekki svara kostnaði að bjarga lífi
og limum sinna eigin samborg-
ara, eða eru þær þúsundir R-
bílstjóra, sem árlega aka saman
á götum borgarinnar allir í rétti?
Ósjálfrátt freistast maður til að
halda, að svo sé ekki. Hvað
skyldi sú upphæð vera há, sem
bílaeigendur úti á landi hafa
beinlínis orðið að borga í hækk-
uðum tryggingagjöldum, vegna
þessara manna? Ég held, að rétt-
ast væri fyrir ,,borgarbílstjóra“
að viðra úr sér skapvonzkuna og
aka einhvern góðviðrisdag, um
sveitir þessa lands, nú þegar
sumarleyfi Reykvíkinga standa
sem hæst, og komizt hann slysa-
laust í „bæinn“ aftur, trúi ég
ekki öðru en hann hafi komizt
að raun um, að það er fremur að
þakka hans eigin aðgæzlu, en
R-bílstjóranna.
Utanbæjarbílstjóri.
Svar „utanbæjar-
bílstjóra“ ...
Heiðraði Póstur.
Ég las í pistlum þínum um dag-
inn, bréf frá náunga sem kallar
sig „Borgarbílstjóra“. Það fjallar
um, hvað utanbæjarbílstjórar
(svo ég noti sama orðalag og
hann) séu mikil plága í umferð-
inni í Reykjavík. Ég er ekki á
sama máli og hann um þetta.
Ég hef stundað akstur, bæði
í Reykjavík og úti um land og
mér finnst bílstjórar utan af
landi, hreint ekki haga sér illa
í umferðinni í Reykjavík, en af
eðlilegum ástæðum eru þeir dá-
litla stund að venjast henni. En
það er nokkuð sem ég get sagt
„Borgarbílstjóra“, mér finnst
vont að mæta eða taka fram úr
bílum úr Reykjavík, úti á þröng-
um vegum landsins. Þeir virðast
vera hræddir við að víkja, eða
þá, þeir álíta að þeir þurfi ekki
að víkja fyrir öðrum. Þess vegna
álít ég að bílstjórar úr Reykja-
vík, hafi ekki efni á að kvarta
undan bílstjórum utan af landi.
Læt ég svo útrætt um þetta.
Ég óska svo Póstinum góðs
gengis og langrar framtíðar, með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Þór, að austan.
Kæri Póstur!
Getur þú frætt mig á því hvaða
íþróttaíélög hafa æfingar í frjáls-
um íþróttum, hvar æfingarnar
eru haldnar og á hvaða dögum?
Þakka allt. Lalla.
P. S. Hvernig er skriftin?
--------Ef þú átt við félög inn-
an Reykjavíkur þá eru þau þessi
að því er við bezt vitum: Glímu-
félagið Ármann, frjálsíþrótta-
deild, íþróttafélag Reykjavíkur,
frjálsíþróttadeild, Knattspyrnu-
félag Reykjavíkur, frjálsíþrótta-
deild, Ungmennafélag Reykja-
víkur, frjálsíþróttadeild. -— Hvað
æfingartíma snertir er bezt fyrir
þig að leita til félaganna sjálfra,
þar færðu áreiðanlega skilmerki-
legust svör.
Ijósrauður orauge.
Umboðsmenn í Reykjavík: Gyðjan — Regnboginn Tíbrá —
Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek,
Akureyri •— Straumur, ísafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgamesi
— Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum —
Kyndill, Keflavík — Perla, Húsavík — Hafnarfjarðarapótek.
ORLANE
PAR I S