Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 3
tfíjjcfiindi Hilmir h. f.
Ritstjcri: |
GísM Sigmrðsson (átm.).
Auglýsinsasíjóri:
Jóna Signrjónsdáttir.
Blaoamenn:
Guðmuntliu Earisson og
Sigurður Hreffiar.
Útlitsíeitning:
Siiorri Frifirik'scR.
Bitstjórn og auglýsingar: Skipholt 33.
Siinar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149, AfgreiSsla og dreifing:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi
36720. Dreiíingarstjóri Öskar Karlsson.
Verð i lausasölu kr. 20. Áslrriftarverð
er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist
íyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda-
mót: Raffiraf h. f.
í NÆSTA BLAÐI
ÞAÐ VAR HLEGIÐ OG VELZT YFIR
STOKKA OG STEINA. Vikan birtir
myndir frá nýafstaðinni verzlunar-
mannahelgi í Þórsmörk.
FJÁRSJÓÐUR ROMMELS. Sönn saga
um gull og gersemar, sem nazistar
stálu í Afríku.
KONAN ER KVIKLYND. Skemmti-
leg smásaga eftir J. M. Stem. Eftir allt,
sem eiginmaðurinn hafði gert fyrir
konu sína, brást hún honum þegar sízt
skyldi — eða hvað?
f KJÖLFAR KÓLUMBUSAR. Síðari
hluti greinar um ferð „Nínu n“ vestur
um haf.
JAPANIR STÆLA ÞAÐ BEZTA FRÁ
HINUM. Myndskreytt grein um jap-
anska bíla.
ÞAÐ ERU PENINGAR í HVERJU
SPORI. Rætt við Björgvin í Garði í
Mývatnssveit.
SALT! SAAAAALT! Vikan á síldar-
plani á Raufarhöfn.
CLEO Hugnæm smásaga um unga
stúlku og hermann, sem bæði óttast
framtíðina.
VITNI ÁKÆRANDANS. Spennandi
sakamálasaga með mjög óvæntum
endi.
Framhaldssögurnar: TILHUGALÍF
eftir Kristmann Guðmundsson og
HVAÐ KOM FYRIR BABY JANE?
IÞESSARIVIKU
Kannski hann hjálpi okkur,
sem lét okkur til verða.
Þær búa einar á Heiði, og fara ekki að
öllu eins og múgmennskan telur rétt. Þær eru
sjálfum sér nógar og þurfa fátt að sækja
til annarra. S.H. hefur heimsótt þær og
segir frá heimsókninni á hls. 6.
Lundar og lús.
G.K. brá sér í Bjarnarey við Vest-
mannaeyjar til þess að veiða lunda. Hann
segir frá því, hvcrnig fcrðin gekk og hvað
veiddist — en það cr fleira kvikt í lundaholunum
en lundinn.
í kjölfar Kólumbusar.
Þegar 450 ár voru liðin frá því er Kólumbus
fann Ameríku, gerðu nokkrir menn sér það til
gamans að sigla í kjölfar hans. Bæði
skipið og útbúnaðurinn var sem líkast því, sem
Kólumhús hafði. Ferðin tókst — og við
segjum ferðasöguna.
Sex mínútur.
Smásaga eftir Larry Hague.
Starfsárangur skurðlæknis getur ákvarðazt
á örskömmum tíma. Líf og dauði er ef til vill sitt
hvorum megin við sömu mínútu. í þetta
sinn var um líf og dauða — og framtíð ungs
manns — að tefla, og tafltíminn
var sex mínútur.
CH DC ÍH A II ^ síúustu árum hefur Vikan í þættinum um hús og
| U IIO I D W húsbúnað kynnt íslenzk íbúðarhús sem talizt gætu
til fyrirmyndar. Þessu verður haldið áfram og ef til
vill í auknum mæli þar sem nú er mikil byggingaöld. Að þessu sinni birtir Vikan
forsíðumynd og raunar fleiri myndir inni í blaðinu, af einu þeirra húsa, sem
sönn borgarprýði er að. Það er hús Guðmundar Bjömssonar, læknis, að Brekku-
gerði 5. Þar er allur frágangur — ekki sízt utanhúss — með þeim hætti, að
margir gætu af því lært.
VIKAN 37. thl. — 2