Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 8
— Hvaða menn eru þetta, Ella? spurði hún. — Þeir komust ekki upp brekkuna, svaraði hin. — Við erum blaðamenn að sunnan, sagði ég. — Einmitt það, svaraði sú í svörtu kápunni. — Og hvað heita mennirnir? spurði sú í jakkanum. Við sögðum til okkar. — Og hvert ætlið þið? — Við ætluðum svona að sjá, hvar þessi vegur endaði, en það cr ekki beinlínis gönguveður núna. Megum við ekki spjalla svolitla stund við vkkur? — Jú, gerið þið svo vel, þó það nú væri, en ekki til þess að setja í blöðin, svaraði sú í svörtu kápunni. — Jú, endilega, svaraði ég. — Já, hvað ætli þeir megi það ekki, svaraði sú í jakkanum og hló. megin við miðjan gafl. Bærinn var eitt herbergi, á að gizka 2,5x5 metrar. Á miðju gólfi var stafli af pappakössum og trékössum og sama undir syðri súðinni og innri gaflinum, en undir nyrðri súðinni voru rúm kvennanna. Yfir fremra rúminu var hilla með alls konar dóti og gömlu útvarpstæki, en milli rúmsins og dyranna, undir glugg- anum á fremra stafni var borð með gassuðuplötu. í glugganum var nýtt transistor-útvarpstæki í glærum plastpoka. Okkur voru boðin sæti á kistli og stól, og einhvern veginn var það svo, að þótt ekki væri þarna til tekið né sérlega þriflegt, kunni ég ágætlega við mig. Við vorum velkomnir í fásinninu, og þegar .maður er velkominn, er ekki nauðsynlegt að leiða mann til sætis í hægindastól. Sú í jakkanum þreif dót af borðkríli í króknum milli okkar og bjóst til að gefa kaffi. — Hvaðan eruð þið? spurði sú í svörtu kápunni. — Eruð þið úr Reykjavík? ""KANNSKI AD HANN HJALPI OKKUR SEM LET OKKUR TIL VERÐA Svona fugla hefur Ella tálgað svo hundruðum skiptir. Stína sagðlst hafa byrjað að missa sjónina, eftir ?.ð hún fékk flassglampa í augað. Þess vegna skýlir hún heila auganu. Og tíkin Svala spangólar í bóii Stínu. — Ykkur er velkomið að koma inn, sagði sú í svörtu kápunni. — Það er bara allt í rusli, sagði sú í jakkanum. ■—■ Ég skammast mín ekki fyrir það. Það má hver sem er sjá það mín vegna, sagði sú í svörtu kápunni. — Já, ég segi það líka alltaf, þegar ég kem á bæ og einhver segir, að það sé svo mikið í rusli að það sé ekki hægt að bjóða inn gesti. Þá segi ég: Hvað ætli það geri til, ég kem víst ekki til að skoða ruslið. Þetta sagði sú í jakkanum. Hundarnir ærðust enn í kring um okkur og konurnar, þegar við fylgdum þeirri í svörtu kápunni inn í bæinn, en sú í jakk- anum rak lestina. Úr bíslaginu var gengið inn um dyr hægra Hundarnir eru tryggir vinir systranna, enda meðhöndlaðir scm fjölskyidumeðlimir. Ég sagði sem var, að ég væri úr Mosfellssveit, en nú fluttur í borgina. -— Ætli þú sért nokkuð skyldur okkur? spurði hún. — Ertu ættaður úr Skaftafellssýslunum? Þar rak hún mig upp á sker, því ættfræði mín nær eiginlega ekki lengra en svo, að ég veit hvað ömmur mínar og afar hétu. En í fljót- heitum minntist ég þess, að hafa heyrt Svein Pálsson nefndan í sam- bandi við ætt mína og sló því fram. Ekki þótti svartkápu það nóg vitneskja. Hún vildi fá að vita, hvernig það héngi saman. Hún nefndi alla af þrem eða fjórum ættliðum næst- um Sveini, sem út af honum voru komnir, og fór einnig dálítið aftur fyrir Svein í manntalinu. Á einum stað nefndi hún nafnið Þórunn, og g — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.