Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 6
ÞEGAR komið er austur yfir Eldhraunið og upp á Síðuna, er fljótlega afleggjari á vinstri hönd. Vegvísir stendur við veginn og veit inn eftir þessum afleggjara; á honum stendur Holtsvegur. Við beygðum upp afleggjarann og ókum eftir honum, þar til við komum að brú yfir Skaftá, en handan við hana var brött breltka, nokkuð há. Regnvatnið sprændi niður eftir brekkunni og síaðist í gegn um laus- an ofaníburðinn, og litli Citroenbíllinn, sem hvarvetna vakti furðu, þar sem við fórum um sveitir, var of léttur til þess að klóra sig upp þessa lausamöl. Það var ekki um annað að ræða en að ganga, ef við vildum komast lengra. Ég gekk frá bílnum og Birgir hengdi á sig ljósmyndunartækin, síðan gengum við af stað. Það'rigndi ekkert afskaplega þessa stundina, bara rétt eins og maður á að venjast í Reykjavík. Þegar við komum upp á brekkubrúnina, höfðum við reisulegan bæ á hægri hönd, þarna langt uppi í fjalli; honum var tildrað þarna utan í brattann, sem ekki hætti fyrr en niðri í Skaftá. Þessi bær heitir Hnúkubakkar. í fjarska fram undan grillti í annan bæ, það var líklega Holt það, sem afleggjarinn var kenndur við. Eftir svo sem tíu mínútna göngu komum við að enn nýjum afleggjara. Þar var hlið á girðingu, og ullar- bingur við hliðið. Þessi vegur lá heim að lágreistum byggingum; það sást reyndar ekki mikið annað en tvö glampandi bárujárnsþök upp úr jörðinni, og svolítill gaflspíss með gluggaboru, þeim megin sem vissi að veginum. Við gengum heim. Þar var þrifalegt úti fyrir, minna rusl en oft gerist á bæjum. Rauð og hvít Viðtal Siguröur Hreiðar Myndír Birgir Thomsen Vestast á Síðunni er bær, sem heitir Heiði. Þar búa systur tvær, sem aldrei hafa annars staðar dvalið. YIKAN hefur heimsótt þessar systur, sem hafa frá mörgu að segja og margt að sýna. Þær vinna ullina sína að öllu leyti sjálfar, hafa álagablett í landi sínu og hafa sjálfar orðið fyrir ýmsum fyrirburðum. g — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.