Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 33
þurft til að ljúka því. Ég var sá
eini, sem var hreinn. Ég hóf þeg-
ar að sauma, spor eftir spor, og
fann hvað dacronslangan var
undarleg samanborið við eftir-
gefanlega slagæðina ... spor ...
hnútur ... og síðan klippt.
— Klipptu, Lára. Þráð, Lára
... einn til ... og enn einn ...
klipptu þetta spor . . . það herpist
of mikið ... Nýjan þráð ... einn
til ... Tikk-takk ... tikk-takk.
Ég gat ekki hugsað um, hvað
klukkunni leið, en varð að gera
allt, sem ég gat og megnaði, og
svitinn perlaði fram undan húf-
unni og hékk í augabrúnunum og
augnhárunum.
Tikk-takk ... tikk-takk ...
Það þýddi ekki fyrir mig að
reyna að gera þetta fljótar.
Klippa aftur ... nýtt spor. Of
langt frá því síðast ... klippa það
aftur. Nei, láta það vera kyrrt,
búa til eitt á milli þeirra. Nýjan
þráð. Nálin missti marks og náði
ekki taki ... Tikk-takk ... fjórar
sekúndur til spillis. Nýjan þráð
. . . Klippa.
I kringum mig voru kandídat-
arnir, komnir ofan af pallinum,
að draga Poole út á gólfið. —
Reisið mig á fætur! öskraði hann.
— Ég verð að horfa á þetta! Upp
með mig, segi ég. Takið undir
hægri fótinn á mér, bölvaðir asn-
arnir ykkar ... sá vinstri er brot-
inn. Heyrið þið ekki, að ég vil
komast á fætur og sjá.
— Þér gerið þetta vel, Kellett
— mjög vel! Þannig á það að
vera, ungi maður! Bara ekki ýta
á. Þér eigið bara eina mínútu
eftir. Svona, já! Lítið á hann,
Elliot! Þurrkið honum um aug-
un, einhver ykkar. Sjáið þið
ekki, að hann er að drukkna í
svita? Náið í skurðiækni, Elliot,
einhvern, sem getur lokað sár-
inu. Náið bara í einhvern, því að
Kellett er bráðum búinn að
vera ... Sjáið nú! Hann öskraði
upp, kvalinni röddu. — Þarna
klippti hann yfir síðasta sporið!
Asnarnir ykkar, getið þið ekki
æft ykkur í að klippa, þegar þið
eigið frí á kvöldin, í stað þess að
vera að eltast við stelpurnar?
Haldið áfram, Kellett.
Tikk-takk, tikk-takk . .. sauma,
klippa . .. sauma, klippa ...
fólkið hópaðist í kringum mig og
rödd Pooles glumdi í eyrum
mér. Ég sneri mér að honum: —
Haldið yður saman! öskraði ég
framan í hann.
Það hljóðnaði í herberginu á
augabragði, það var eins og
sprengja spryngi, klukkan tifaði
áfram. En það gerði ekkert til.
Þráður .. . klippa ... þráður . . .
klippa ... og loks var ég búinn.
Hornsby kom aftur eftir að hafa
þvegið sér ... þó. að ekki hafi
verið mikið til að þvo. Hann
horfði á, þegar ég tók klemm-
urnar af, og Poole beygði sig
áfram yfir skurðarborðið, og
tveir ungir læknar studdu hann.
Blóðið streymdi inn í efri hluta
slagæðarinnar, litaði dacron-
slönguna rauða og hélt áfram inn
í neðri hlutann ... án þess að
nokkur dropi síaðist út ... ekki
einn einasti dropi. Ég vék til
hliðar, það var bezt að Hornsby
lokaði aftur. Hann var duglegri
en ég. Ég treysti mér ekki til að
horfa framan í neinn og settist
því á þrepin hjá pallinum og
hvíldi höfuðið í höndum mér.
Þá hringdi klukkan. Sex mínút-
urnar voru liðnar. Drengurinn
var úr hættu. Þessu var lokið.
Skurðlæknir og kandídat komu
inn til að aðstoða Hornsby. Fjór-
ir menn lyftu Poole upp á börur
og tóku að bera hann út. Elliot
fór á eftir. Þá heyrði ég, að ein-
hver kallaði nafnið mitt, og ég
stóð á fætur.
— Kellett! hrópaði Poole.
— Já, herra, sagði ég.
— Kelíett ... ég skal gera yð-
ur að skurðlækni, þó svo að það
kosti okkur báða lífið. Og það
gerir það kannski. Svitinn
streymdi niður andlit hans. — Nú
eruð þér kominn yfir hjallann,
ungi maður. Elliot ... við gefum
honum góð meðmæli. Mér varð
litið til Láru, til að vita, hvort
hún hefði heyrt þetta. Hún leit
ekki upp. Hún átti að vera að
telja þurrkurnar, og auðvitað var
hún þá að telja þurrkur ... en
ég sá votta fyrir ofurlítilli bros-
hrukku í augnkrókunum.
— Þúsund þakkir, sagði ég.
Það gat vel átt sér stað, að
Little Booking myndi einn góðan
veðurdag senda okkur báðum
kveðju sína, hugsaði ég með mér
... en í þetta skipti hafði ég vit
á að halda mér saman. BGB.
BABY JANE
Framhald af bls. 47.
Jane heyrði ekki til hennar niðri.
Hún taldi, að það væri í raun-
inni engin ástæða fyrir þessu,
eða að minnsta kosti ekki nein,
sem hún gerði sér ljósa. Það
virtist bara í alla staði betra að
ræða söluna á húsinu einslega
við Bert, áður en hún hefði orð
á heiini við Jane. Það yrði næg-
ur tími til að segja Jane frá
þessu, þegar hún væri viss um,
að raunverulega væri hægt að
hrinda þessu í framkvæmd. Svo
mátti líka gera ráð fyrir, að Jane
yrði enn æstari, eins og henni
var nú innajibrjósts, ef farið væri
að tala við hana um flutninga
núna.
Það var heldur engin ástæða
til að reiðast Jane fyrir að standa
á hleri, því að ef það yrði borið
á hana, mundi hún bara þræta
fyrir það, og endurtaka það síðan
við fyrsta tækifæri. En það var
þó dálítið gremjulegt, að hægt
skyldi að hlusta á ölI símtöl
hennár I símanum niðri. Blanche
fór lika að hugleiða — og það var
dálítill kvíði í henni, er hún hug-
leiddi það — hver viðbrögð Jane
mundu verða við sölu á húsinu,
þegar hún mundi nú vita um
hana. Blanche sneri stólnum
l'rain að glugganum og virti fyr-
ir sér grindurnar, sem bar við
himinn. Þetta var flókið mynzt-
ur en fallegt. Eins og lífið sjálft.
Eins og vit og vitleysa ... Blanche
hratt hugsuninni frá sér og leit
i skyndi af grindunum og á um-
hverfi sitt í herberginu.
Hún leit aftur á simann, þvi
að hún var allt í einu orðin
sannfærð um, að Jane mundi
verða andvíg sölu á húsinu, þar
sem hún hafði nú komizt að
fyrirætlun hennar um hana. Af
gamalli reynslu vissi hún, að allt
sem hún mundi finna upp á á
þessu andartaki, mundi sæta
harðri mótspyrnu, og alveg ó-
sjálfrátt, af hálfu Jane. Og ekki
mundi andspyrnan verða minni
fyrir þá sök, að Blanche hafði
tekið ákvörðun sína um þetta á
laun.
Blanchc tók fast um armana
á stól sínum. Hún hafði tekið á-
kvörðun sína — hún var staðráð-
in í að selja húsið. Hún yrði hara
að finna einhverja aðferð til að
gera mótspyrnu Jane að engu,
áður en hún liæfi baráttuna. Ef
hún gæti aðeins fengið Jane til
að halda, að hún væri i rauninni
andvíg þessu sjálf. Ef hún gæti
aðeins fengið Jane til að halda,
að Bert væri að neyða hana til
að selja .. . liún vildi það ekki
af fjárhagsásstæðum.
Hún kinkaði kolli með sjálfri
sér, því að hún var viss um, að
lhm liefði fundið réttu aðferðina
til að fá Jane á sitt band. Jafn-
skjótt og Jane héldi, að Blanche
væri á móti sölu á húsinu, mundi
hún gerast fylgismaður þeirrar
hugmyndar. Að minnsta kosti
mundi hún ekki hirða um að gera
neinn uppsteyt þess vegna.
Blanche leit á klukkuhnappinn
í veggnum við hliðina á nátt-
borðinu. Hún hleypti brúnuin
um leið og hún ók stólnum af
stað þangað. Svo nam hún snögg-
lega staðar, þegar hún heyrði
hjáróma söng, sem barst frá neðri
hæðinni. Þetta' var söngur, sem
hún hafði svo oft heyrt, þegar
þær Jane voru börn.
Blanche liærði ekki á sér, með-
an söngurinn hljóðnaði og berg-
málaði um húsið. Hún sat með
lokuð augu og eins og í álögum,
og svo fór hrollur um hrörlegan
likama hennar.
Hún stóð í miðju herberginu,
lágvaxin, feit kona í óhreinum
morgunkjól, sem var með daufu
blómamynztri. Á fótunum hafði
hún hælalausa sandala úr rauðu
gljáleðri og bleika ökklasokka.
Fyrir ofan þá tók við feitlagið
holdskvap, æðasprengt, svo að
um fíngert, rautt net var að ræða.
Iiárið var litað kirsuberjarautt
og í lokkana var festur skær-
blár horði, svo skærblár, að hann
virtist jafnvel Ijóma af eigin
rammleik í rökkrinu þarna. Hún
var að leika, að hún væri að
biðjast fyrir, og setti upp sak-
leysissvip.
„Þegar ég er góða barnið,"
sagði hún, „og geri allt það, sem
mér er sagt að gera ...“
Á einum veggnum var spegill,
og lnin var einmitt að virða sig
fyrir sér í honum, og hún sá
varirnar bærast, þegar hún hélt
áfram:
„ ... þá segir mamma, að ég sé
engillinn hennar, og pabbi segir
að ég sé gullið hans ...“
Þegar herbergið hafði verið
búið forðum, hafði það verið
ætlað sem æfingaherbergi fyrir
Blanche, þar sem ætlunin var að
hún æfði atriðin, framsögn, söng
og látbragð, sem hún átti að leika
í. Blanche hafði haft svo mikinn
áhuga fyrir frama sínum í kvik-
myndum, og það var hún, sem
fengið hafði þá hugmynd að láta
útbúa þetta herbergi í þessum
tilgangi.
Eftir slysið glataði lierbergið
að sjálfsögðu tilverurétti sínum,
og fyrir bragðið hafði varla
nokkru sinni verið komið í það
á undanförnum árum. Engu hafði
verið breytt þar. Ábreiður höfðu
aldrei verið settar á harðviðar-
gólfið og flygillinn stóð úti í
horni nærri glugganum, þar sem
birta gat fallið á nótnaborðið.
Veggirnir voru enn skreyttir
ljósum, sem voru eins og brenn-
andi blys, en um árin höfðu
speglum búnir veggirnir speglað
lítið annað en rökkur eða niða-
myrkur.
En Jane hafði gert sér grein
fyrir því, að hún gat notað lier-
bergi þetta. Hún kom þar við
og við til að lifa aftur horfin
atvik í æsku sinni og forðast
hina miskunnarlausu skellibirtu
fullörðinsáranna. Hún gekk oft
inn í herbergið í rökkurbyrjun
til að sitja þar, en ekki við
flygilinn lieldur á gólfinu. Hún
lygndi augunum til að bæta upp
lélega birtuna, og síðan starði
hún á spegilinn á veggnum á
móti, unz hún hafði töfrað fram
úr falskri dýpt hans æskumynd-
ina, sem hana langaði til að
bregða upp fyrir sér. Oftast fór
svo, að spegillinn, sem hún liorfði
á, varð að sjónum, en gólfið, sem
hún sat á flötum beinum, varð
að fjöru. Svo var allt i einu kom-
ið sumar. Það var kominn sum-
arleyfistími. Hún heyrði brim-
súginn. Og pabbi hennar var
staddur rétt lijá lienni.
Vertu ekki of lengi úti í sól-
inni, elskan. Það má ekki koma
fyrir, að stjarnan i fjölskyldunni
verði sólbrennd.
Hann kallaði til hennar af ver-
öndinni á sumarhúsinu, og það
var kvíðasvipur á honum eins og
alltaf, þegar hann var að hugsa
um öryggi hennar og vellíðan.
Vaddu ekki of langt út í, Jane!
Stór alda gæti komið og tekið
þig!
Framhald i næsta blaði
VIKAN 37. tbl. — gg