Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI DLVÖRU brotnXbi NOGL ?? j-ú. aó vísu,-en gerir ekki svo mikió til,-því aó meó n«< model íiail geturóu búió til nýja álOmín. nmm mode nai ■ algjör nýjung i handsnyrtingu Sanngirni og framsýni Stundum hefur verið sagt, að íslendingar væru happdrættis- þjóð. Bæði eru það atvinnuveg- irnir og ýmis konar aðstaða hér, sem renna stoðum undir þessa nafngift, en hugur þjóðarinnar fylgir vel á eftir. Stærsta happ- drættið af öllu er síldveiðarnar og að undanförnu hafa margir fengið þar stóra vinninginn, en aðrir verið afskiptir. Eðlilegt er að áhugi sé mikill fyrir síldveið- um, en fyrri reynsla, og hún ekki gömul, ætti að hafa kennt þjóð- inni, að varkárni er þörf eigi fjárfestingin að skila tekjum fyr- ir þjóðarbúið. En nú dugir ekki eingöngu áræði samfara varkárni, heldur þarf einnig að sýna sann- girni og viðurkenna, að fólk í öðrum landshlutum þurfi einnig að lifa góðu lífi. Slík sanngirni getur hæglega borgað sig áður en langt um líður. Undanfarin sumur hafa síld- veiðar fyrst og fremst verið stundaðar úti fyrir Austurlandi, en lítið hefur aflazt við Norður- land. Svona var þetta einnig fyr- ir og um aldamótin og þá var Seyðisfjörður hvað mestur bær á íslandi. Síðar kom upp hlut- ur Norðurlands og þá stækkuðu Akureyri og Siglufjörður. Nú vilja margir fjölga verksmiðjum við Austfirði, og þó er atvinnu- leysi á Siglufirði. Allar líkur benda til, að mjög hagkvæmt væri fyrir þjóðarbúið að teknir yrðu upp verulegir síldarflutn- ingar milli þessara landshluta þegar mest veiðist. Og vandamál söltunarstöðva mætti einnig leysa á þann hátt, að úrgangurinn yrði fluttur til næstu verksmiðja. Fjárfesting er undirstaða fram- faranna, en því aðeins, að hún sé skynsamleg, annars er hún verri en engin. Síldargengd hef- ur verið mikil í sumar og haust, þó veit enginn með vissu hve mikil hún verður næsta sumar. Aftur á móti munu verksmiðj- urnar fyrir norðan þá bíða eftir hráefni. Það ætti ekki að vera til of mikils mælzt, að Austfirð- ingar sýndu þá sanngirni að láta > síldarflutninga norður óátalda, ef vel veiðist á þeirra miðum á næstu árum. Sú sanngirni gæti reynzt framsýni, þegar síldin

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.