Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 13
ðvitað að vera ölcunlðingur hjólfaranna á veginum. Ein- hverjir þeirra stönzu'ðu samt. Jimmy heyrði raddir, æstar og spyrjandi. Hann svaraði i stytt- ingi eða anzaði alls ekki. Hann veitti einhverri hendi viðnám, sem reyndi að toga liann burt frá þeirri aðstöðu, sem hann liafði til að verða konunni til hjálpar. Loks heyrðist væl sjúkrabifreiðarinnar, dyrum var skellt og einkennisklæddir menn komu niður brekkuna. Hönd var lögð á bera öxlina á Jimmy. „Við skulum taka við þessu, sonur sæll“ sagði róleg rödd. „Víktu til liliðar.“ Lögreglan og inennirnir úr sjúkrabílnum fóru að stumra yfir Mrs. Murpliy. Þeir lyftu henni varlega upp á börur og báru hana burt, en hún var enn meðvitundarlaus, og teppi hafði verið breitt yfir hana. Jimmy horfði á þetta, meðan hann sat i lögreglubílnum, eins og honum hafði verið sagt að gera. Hann reyndi að taka ekki eftir for- vitnum áhorfendum, sem störðu á hann, reyndi að heyra ekki hvað þeir sögðu. „Bölvaður pottormur! Það var svo sem auðvitað!“ „Ökuniðingur!“ „Lítið á bilinn hans. Brettin máluð eldrauð! Hvar sem slys verður, er einhver svona bíll nálægur, næstum undantekninga- laust! Það ætti að banna þá á vegunum!“ Jimmy greip fyrir eyrun. Öku- níðingur — var nokkuð jafn fráleitt? Roy Wyatt hafði málað brettin, þegar bíllinn var hans eign. Hann hafði verið að reyna gera liann smartari. Ökuníðing- ur! Fimmtíu mílur á klukku- stund væri farið niður brekku með vindinn í bakið, það var það almesta, sem hægt var að pína liann til. En þegar hann liafði keypt bílinn og allur bensínkostnaðurinn bættist við, átti hann ekkert eftir til að láta mála brettin yfir aftur. En seytján ára ökumaður ■—• hann lilaut auðvitað að vera ökuníð- ingur — óskemmtilegt orð. Lögreglan ruddi veginn. Þeir voru tveir, alvarlegir og liugs- andi. Svo koniu þeir aftur að bilnum, þar sem Jimmy sat og beið. Annar þeirra var með jakkann hans í höndunum. „Þú ættir að fara i þetta, drengur minn.“ Jimmy fór út úr bílnum og skalf nú á beinunum af geðs- hræringu. „Hvernig líður lienni? spurði hann. „'Batnar henni?“ Sam Riggio, lögreglumaðurinn, sem hélt á jakkanum, var herða- breiður með svipþungt og hörkulegt andlit bardagamanns. Félagi hans, Mark Bradford, var hávaxinn með gleraugu. Báðir voru þeir vanir blóði og slösuð- um líkömum, og báðir þekktu þeir hverju óvarkárir unglingar gátu valdið. Bradford var illa við unglinga sem ökumenn, stundum var eins og hann hat- aði þá, en hann átti engin börn sjálfur. Sam Riggio átti son, fimmtán ára gamlan. Riggio hafði gert það upp við sig, að þessi granni, hái ungl- ingur væri ekki ökuníðingur, hvað sem liann annars hefði á samvizkunni. Hvar var siða hár- ið, þröngu buxurnar, stígvélin? Þessi piltur var snöggklipptur; liann var í mollskinnsbuxum. Andlit lians var vingjarnlegt og laglegt og það var þögul bón i brúnum augunum, sem beind- ust að Riggio. „Hún hefur það“ sagði Riggio rámri röddu. „En hvað segirðu um andlit- ið á henni?“ sagði Bradford liörkulega. „Haltu kjafti“, sagði Sam Riggio. Lögregluþjónarnir skildu Jimmy eftir í bilnum, meðan þeir mældu lijólförin og teikn- uðu staðinn. Svo komu þeir aft- ur og yfirheyrðu Jimmy. „Okkur vantar nafn mannsins í verkamannafötunum“, sagði Riggio. „Við verðum að fá það — við eigum að hafa nöfn allra, sem koma til greina sem vitni.“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ spurði Jimmy vonleysislega. „Hann kom ekki aftur!“ „Ég skil ekki að það sé þörf á vitnum,“ sagði Bradford. „Staðreyndirnar tala sínu máli. Strákurinn hefur farið of fljótt yfir og lent á bílnum hennar.“ Riggio ldóraði sér á hökunni. „Hann hljóp þó ekki frá öllu saman, eins og náunginn á Lake Boulevard rétt áðan. Ekki var ökumaðurinn í hinum bilnum betur útleikinn." „Ég fór ekki yfir of hratt,“ sagði Jimmy. Bradford gaf frá sér háðsliljóð. Riggio snaraðist út úr bilnum. „Komdu, sonur sæll,“ sagði hann. Þegar Jimmy var kominn út til hans, lokaði liann hurð- inni og talaði við félaga sinn í gegnum gluggann. „Ég ætla með drenginn heim í bilnum hans. Þú kemur á eftir olckur. Bíddu svo fyrir utan, viltu vera svo góður?“ „Alveg sjálfsagt," sagði Brad- ford. Hægri liurðin á bílnum hans Jimmy var beygluð, glerið brot- ið og stýrið snúið. Riggio lög- reglumaður athugaði bremsurn- ar og girútbúnaðinn. „Lítur út fyrir að vera i lagi,“ sagði hann. „Leggjum þá af stað.“ Hann settist liægra megin í framsætið. Jimmy varð að fara bak við stýrið. Hendur lians skulfu og hann var máttlaus i hnjáliðunum. Hann gat ekki hugsað sér a'ð aka. „Ég. .. . ég veit ekki hvort ég get það,“ sagði hann. Riggio tók sígarettu upp úr vasa sínum og gaf sér góðan tima til að kveikja í lienni. „Þetta er ekki endir á öllu,“ sagði hann. „Þú átt mörg ár eftir, marga bíla eftir að keyra. Nú er tíminn til að reyna aftur. Ég held að þú getir það.“ Jimmy fékk tár í augun og sárindi í liálsinn —• blíða hafði alltaf svona álirif á liann. Svo beit liann á jaxlinn. Maðurinn hafði sagt honum að aka, þá var ekki um annað að gera. Hann setti bílinn i gang og endur- heimti sjálfstraust sitt. „Ég vissi ekki að til væru lög- regluþjónar eins og þér.“ „Aðeins nokkrar milljónir,“ sagði Reggio. Jimmy horfði á veginn. „Það var ýmislegt, sem ég sagði yður ekki,“ sagði hann. „Ég ók framhjá slysinu á Lake 'Boule- vard rétt eftir að það kom fyrir. Það setti óhug i mig — einhvern veginn fer maður að hugsa um, að þetta gæti hent mann sjálf- an. Það er ein af ástæðunum fyrir, að ég ók svona gætilega. Önnur er sú, að ég þekki bílin/i hennar Mrs. Murpliy áður en ég fór fram lijá henni. Maðurinn liennar er byggingarmeistari. Pabbi selur slíkar vörur. Hann selur Mr. Murphy heilmikið.“ Riggio andvarpaði. „Hve síæmt getur þetta orðið?“ „Þetta var bíll, sem ég vildi sannarlega ekki rispa,“ sagði Jimmy. „Ég gaf henni nóg rúm. Þér sjáið, að ég liafði næga á- stæðu til þess, að gæta þess.“ Riggio liristi höfuðið. Þetta var ef til vill saklaus lygi. „Keypti pabbi þinn þennan bil handa þér?“ „Nei,“ svaraði Jimmy. „Pabbi sagði mér, að ég mætti kaupa bil, þegar ég gæti borgað liann sjálfur og staðið undir tryggingu og bensinkostnaði. Ég hef verið að safna síðan ég var fjórtán ára. Ég vinn hjá Kee- fersjálfsölubúðinni eftir skóla- tima. Ég var þar í kvöld — kom beint þaðan.“ Hvar, hugsaði Riggio með sér, eru þessi laun, sem alltaf er ver- ið að tala um að fólki lilotnist fyrir heiðarleikann? Ökumaður- inn, sem lagði á flótta frá gömlu konunni liggjandi í blóði sinu á Lake Boulevard, þurfti að öll- um líkindum aldrei að taka af- leiðingunum af níðingsverki sínu. Það voru ekki miklar lik- til að liann fyndist. En þessi drengur — hann hafði verið kyrr á staðnum, gert allt sem hann gat, séð blóðið og fundið sórsaukann — þessi drengur og fjölskylda hans urðu að borga dýru verði. Jimmy beygði inn á akhraut- ina, sem lá að heimili hans — notaleugu heimili með livítum veggjum, hvítum múrsteinum, grænum gluggahlerum, klipptum limagirðingum og grænni gras- flöt. Skyndilega varð það ekki lengur aðalatriðið, liver ætti sök- ina. Nú varð liann að segja for- eldrum sínum að hann hefði lent i öðrum árekstri og hann varð að horfa upp á sársaukann, sem það mundi valda þeim. Við til- hugsunina fylltist hann svo mik illi vanliðan, að það var næstum óbærilegt. Riggio lögreglumaður vissi hvernig honum leið. „Ég verð með þér, drengur minn,“ sagði liann. Þeir gengu saman upp að hús- inu. Jimmy opnaði útidyraliurð- ina. Það bárust raddir frá dag- stofunni. Sjónvarpið var á, og faðir hans var þar inni að hvila sig eftir starfið í verksmiðjunni og þriggja stunda vinnu i garð- inum. Hann ræktaði fallegustu blómin í öllu nágrenninu. ,,Jimmy,“ sagði móðir hans um leið og þeir gengu inn „þú ert seinn.“ Hún kom fram í forstofuna. Þá sá liún lögreglumanninn og stanzaði. Hún var lítil og grönn, með brúnt hár og brún augu. Hún hét Ann, en pabbi lians kallaði liana Cricket, vegna þess að hún var aldrci kyrr. Hún annaðist verk sín og heimilis- fólkið með þeim liraða, að pabbi lians stríddi henni með því, að hún ætlaði sér að fá tvö- faldan tíma út úr lífinu. Pabba hans likaði ekki bara vel við Cricket, hann dáði hana. „Jimmy“ hvíslaði Cricket, „hvar er skyrtan þin?“ „Ég lenti í árekstri,“ sagði Jimmy. Cricket lokaði augunum. Hún kreisti saman varirnar eins og venjulega þegar hún var hrædd eða særð. Þá kom faðir hans út úr dagstofunni. Hann var há- vaxinn maður með sterklega vöðva og útitekinn i andliti. Hann liafði þykkt, dökkt liár, dökkar augnabrúnir og grá augu. Framhald á næstu siðu. VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.