Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 51
„I dag, |á. Ekki í fyrradag." ,,Nei. Ekki í fyrradag. Af þvf þú fórst aldrei í fyrradag. Reyndu ekki að l|úga að mér. Þú kannt það ekki. Það fer þér líka illa. Það blánar á þér örið eftir botnlangaskurðinn." Blánar? Hvernig veiztu . . . Ertu fullur?" ,,Nei. Það er ekki hægt að drekka sig fullan af bjór. Af hverju ertu að Ijúga? Eitthvað óhreint í poka- horninu? Varstu í búðum? ,,Já." „Máttir ekki vera að því að fara í safnið fyrr en í dag?" ,,Já. Nei. Eg meina . . . Hvern fjadnann varðar þig eiginlega um það?" „Okey, ókey. Allt í lagi. Þú átt þína eigin samvizku, sem betur fer. Það sem máli skiptir fyrir mig, berðu allt utan á þér. „Nú er ég hættur að drekka bjór. Bjór er að- eins góður daginn eftir. Eg fæ mér Vat 69 og hætti þessu sulli. Náðirðu afsteypunni af lyklinum?" „Auðvitað," sagði Rúna og þótt- ist móðguð. „Heldurðu að ég sé einhver aumingi, eða hvað?" „Fínt, vinan," sagði Baddi og benti þjónustustúlkunni að koma. „Þú kemur svo með mér heim á eftir, Rúna. Mér leiðist á nóttunni í þessu plássi." Baddi var að ganga yfir Ráð- hústorgið daginn eftir, þegar gam- all og lotinn maður gekk að hon- um og hnippti í hann. „Sæll, snápur," sagði hann. „Hvert í heitasta . . . hver ert þú, deli?" „Nú dofnaði yfir skerpunni hjá snápnum," sagði Hoffi, tók af sér reyklituð gleraugun og rétti úr sér. „Hér er kominn Bergur Þráinn Reyn- ir Grímsson frá Hofi, almennt kall- aður Hoffi meðal kunningja. Þú mátt kalla mig hr. prófessor. Og leggja virðingu í ávarpið." „O — éttann sjálfur. Hvað held- urðu eiginlega að þú sért, blaðra?" „Kurteis, kurteis. Mundu hvað mamma þín kenndi þér í æsku." „Mamma kenndi mér að forðast óæskilegan félagsskap. Geturðu ekki einu sinni greitt þér í Dan- mörku, eða hvað?" „Skelfing er að heyra til þín, snápur. Þú ert greinilega þunnur í dag. Carlsberg hefur kæft týruna, sem tórði lengstum á. Ef þú hristir kvarnirnar ofurlítið, þá skilurðu kannske að hér má ég ekki þekkj- ast. Ég dylst undir úfnu útliti og yfirskini gamals manns. Sem sér illa," sagði Hoffi virðulega, setti upp gleraugun og beygði bakið. „Mitt hlutverk er áhættusamt, því aðeins ég er fær um að velja þau skinn, sem heim fara. Héðan af skaltu ávarpa mig hr. prófessor. Það er skipun frá yfirskómeistar- anum." „Ég skil að það sé þér áhuga- mál, hr. prófessor," sagði Baddi ill- kvittnislega, „það verður vafalaust ekki oftar, að þú verður ávarpað- ur svo virðulega. Herra prófessor." Hoffi sneri sér frá Badda og rölti orðalaust í burtu. Hann var með þrjár fornfálegar bókaskrudd- ur undir hendinni og leit út eins og áttræður gamlingi. Hann gekk í áttina til bókasafnsins. Það var úfinn sjór í Kattegatinu og aðeins einn farþegi við matborð- ið á fyrsta plássi á Gullfossi. Hann hafði troðið servíettunni ofan í hálsmálið að framan. Niður- undan buxunum, sem náðu niður á miðja kálfa, skein í síðar nærbux- ur. Hnífur og gaffall hvinu yfir borðinu. Tannaskröltið heyrðist um allan matsalinn. Þjónarnir tveir litu undan og hrisstust af hlátri, þegar hann ropaði svo hvein í. Rautt og svitastorkið andlitið Ijómaði af ánægju og matarlyst þegar hann skellti saman tveim þykkum brauð- sneiðum með dýrasta áleggi. Bjó til úr þeim tveggja tommu þykka samloku. Opnaði mathúsið upp á gátt og tróð þeim inn. Svo tók hann fullt glas af silfurtærum Carlsberg. Bar það upp að Ijósinu. Beið óþolinmóður eftir plássi í gúl- anum. Sturtaði svo úr því í einum teig. Hann var í vandræðum með að gefa sér tíma til að brosa, þegar hann hugsaði um hálfbróður sinn, sem engdist sundur og saman niðri í koju. Hann var að drepast úr sjó- veiki. Kom ekki ofan í sig víni, hvað þá meira. Hann ýtti frá sér diskunum. Reif af sér servíettuna. Renndi niður með erfiðismunum. Veifaði til þjón- anna og kallaði: „Hey, þú þarna! Meiri Carls- berg!" Svo hló hann skyndilega. „Mikið djöfull er þetta klárt, maður!" Jói Jaki. Framhald í næsta blaði. Hús og húsbúnaður Framliald af bls. 4. verkefni fyrir okkar Húsnæðismála- stjórn. Auðvitað nær ekki nokkurri átt, að byggja stór sambýlishús á þann hátt, að potað sé upp spýtu fyrir spýtu og síðan rifið niður spýtu fyr- ir spýtu og allt múrhúðað á eftir. ( stálmótum er auðvelt að fá flöt- inn sléttan og takmarkið ætti að vera að útrýma múrverkinu eins og kostur er. G.S. Fljótgergur matur Framhald af bls. 50. verið í þunnar sneiðar eru sett- ir á víð og dreif inn í brauðið. Lagt á málmpappír og bakað í 225 stiga heitum ofni í 10—12 mín., eða þar til brauðið er gegnheitt og smjörið hefur bráðnað og síazt inn í sneiðarnar. Með þessu er gott að hafa salat gert úr salatblöðum, gúrkusneiðum, appelsínulaufum, eplasneiðum og svörtum olvíum, en sósan á því á að vera frönsk ediks- sósa. Nýtt útlit Ný tækni LÆKJARGÖTU. HAFNA RFIRÐI. — SÍMI 50022 VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.