Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 16
XEsispennandi frásögn af handritaráni úr Árnasafni Blaðamenn Vikunnar töku saman. G. K. fseröi I stiiinn Keli heldur partý heima hjó sér, af því það er þjóðhátíSadagur Nepal og hann langar í sjúss. Hann kallar í Badda blaðamann af því hann er töff gæ, Rúnu af því hún er svaka skvísa, Hoffa af því hann er Bítill af lífi og sál og Jóa af því hann er svaka jaki. Það er líka hægt að senda hann út eftir kók og sígarettum. Sagan byrjar við fimmta sjúss. Keli stendur á miðju gólfi með glas í hönd og syngur bassann við „Lifandi skelfing og ósköp . . . ." Hoffi lemur gitarinn á eldhússtól. Baddi hallar sér afturábak í bezta hægindastólnum og teygir úr löpp- unum. Hann er á skyrtunni með uppbrettar ermar og Rúnu um háls- inn. Jói er frammi i eldhúsi að taka í sundur brauðritina. /Etlar að setja í hana spiladós með laginu „Sjómanna veitinga hóm." „Spilaðu nú eitthvað rómó, Hoffi," sagði Keli. „Spilaðu — Det var en lördag aften." „Eg stræka á að spilq dönsk lög," hrópaði Rúna og leit með fyrirlitn- ingu á Kela. Hann roðnaði upp í fyrrverandi hársrætur. „Það er nóg til af góðum og fallegum ísienzk- um lögum." „Danir eru dánumenn og dreng- ir góðir," sagði Baddi og lyfti glas- inu. „Skálum fyrir Dönum. Þeir búa til heimsins bezta Carlsberg. Með því hafa þeir áunnið sér tilverurétt í mínu lífi." „Það er ástæðulaust að tala illa um Danatetrin," sagði Keli og sett- ist niður. „Þeir hafa margt gott gert." „Aðeins eitt, sem ég man eftir," anzaði Baddi. „Eins og hvað?" spurði Hoffi og lamdi falskt C. „Von þú spyrjir. Þeir búa til Tú- borg. Fyrir þetta tvennt hugsa ég hlýlega til þeirra." „Öl ber mér, þvít Ölvi, öl gervir nú fölvan . . ." kvað Keli og brýndi sig. Snorri Sturluson var líka hrif- in af bjór . . ." „Egill Skalli, góði. Ekki Snorri,,' sagði Hoffi móðgaður. „Jæja, það skiptir engu, Jafn- gott fyrir það," svaraði Keli. „Spil- aðu bara eitthvað, maður." „Ég er með hugmynd . . ." sagði Hoffi. „Þú ert með gítar. Það er bstra," sagði Baddi. „Æðislega. Ferlega frumlega hugmynd!" „Láttu hana eiga sig. Kannske hún sé jafn Ijót og þú. Gemmér í glasið aftur, Rúna." „Blaðamannasnakk. Ég verð fer- lega frægur þegar hugmyndin er komin í framkvæmd. Heimsins hyggnasti Hoffi." „Heimsins heimskasti Hoffi. Það hljómar betur. Það er líka nær sannleikanum, ef það skiptir þig nokkru máli." „Ekki trufla mig. Ég er að hugsa . . ." „O-ho. Takið þið mynd af hon- um ... — Hoffi hugsar. — Stór- kostlegt. Þetta endar með ein- hverju." „Æ — láttu strákinn vera, Baddi," sagði Keli. „Ég? Var ég eitthvað að gera honum? Var það, Rúna? Særði ég hans helgustu, og allt það?" „Þú ert ægilega stríðinn, elskan. Það er ómögulegt að reikna þig út." „Ókey-ókey. Látið listamanninn tala. Veittu tilfinningum þínum út- rás, Hoffi Hugsuður. Opnaðu hjarta þitt. Gefðu okkur innsýn í andans rann o.s.frv." „Ég hef ekki hugsað mér að hafa þig með, blaðasnápur. Þetta er virðuleg hugmynd. Aðeins fyrir gott fólk." „Ætlarðu kannske að stofna bítilhljómsveit . . . ?" „Þegiðu, Baddi," sagði Keli höstuglega. „Hagaðu þér eins og maður. Hoffi er minn gestur. Mig langar til að heyra hugmyndina þína, Hoffi. Lofaðu mér að heyra." „Ferlega flott," sagði Hoffi og lagði frá sér gítarinn. „Fínt, vinurinn!" sagði Baddi. „Mér er illa við Dani," sagði Hoffi. „Fínt, vinurinn!" sagði Baddi. „Ég vil fá handritin heim," sagði Hoffi. „Fínt, vinurinn!" sagði Baddi. Jg VIKAN 2. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.