Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 44
dregur andann. Sérhver maður á eitthvert ljós til að visa sér veginn. Slökkvir þú það vegna mín, vegna hvers sem er, villist þú í myrkrinu.“ „Þú villt þá að ég haldi á- fram?‘ Pabbi hans kinkaði kolli. „í gegnum þykkt og þunnt. Og ef þig vantar hjálp, gæti ég kannski orðið að einhverju liði?“ Jimmy stóð upp og fann geðs- hræringuna vaxa innra með sér. „Ég gæti þegið dálitla hjálp, pabbi. Það eru nokkrir staðir, sem ég og vinir mínir getum ekki farið inn á, af því að við erum ekki nógu gamlir. Ég gæti trúað að maður eins og þetta eyddi miklum tima á veitinga- stöðum og krám. Þeir hleypa mér ekki einu sinni inn, en ef þú værir með mér, gæti ég kannski komizt þangað.“ „Hvað áttu við með því? Ef- astu um það? Pabbi hans stóð upp, sex feta hár og hundrað og níutíu pund af sterkum bein- um og hörðum vöðvum. Hann sýndi Jimmy útþanið brjóstið. „Hver heldurðu að setji sig upp á móti því?“ Jimmy hló hrifinn „Enginn!“ „Þá er það í lagi,“ sagði pabbi hans. „Náðu í bílinn út.“ Jimmy horfði á hann ganga inn að húsinu og sjónin fyllti hann svo miklu stolti, að honum fannst hann varla geta afborið það. Þetta var maður, sem var þess virði að eiga fyrir pabba! Hann hljóp inn í bílskúrinn og bakkaði út úr dyrunum út í inn- keyrsluna. Pabbi hans kom út úr húsinu í síðbuxum og sport- skyrtu og settist bak við stýrið. „Þú ert skipstjórinn,“ sag<H hann. „Hvert skal halda?“ „Hann var fótgangandi/ ‘sagði Jimmy. „Hann gat hafa verið að fara á einhvern stað eða koma þaðan. Við getum byrjað næst slysstaðnum og farið í eina átt. Ef það ber engan árangur, getum við komið aftur og farið í aðra átt. „Skal gert!“ Bíllinn rann út á veginn. || VIKAN 2. tbl. Þeir hófu að leita við kross- götur um hálfa mílu frá staðnum. Þar voru tveir veitingastaðir, sjálfsöluveitingahús og vínkrá. Mennirnir í kránni sneru sér við. til að horfa á Jimmy og barþjón- inn koma út úr borðinu til þess að reka hann út. Þá kom pabbi hans inn um dyrnar. „Biðið við,“ sagði hann. „Þetta er sonur minn.“ Barþjónninn horfði ó sterk- legar herðar pabba hans, á hand- leggina og þykkar augabrúnirn- ar, sem hnykluðust yfir aug- unum. „Já, herra,“ sagði hann. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Byrjaðu Jimmy,“ sagði pabbi hans. „Ég er að leita að manni, sem varð vitni að slysi,“ sagði Jimmy. Hann fekk leyfi til að horfa framan i hvern einasta mann í herberginu og enginn mót- mælti því. Þeir hlustuðu á lýs- ingu hans á manninum, reyndu af fremsta megni að koma hon- um fyrir sig, og allir voru þeir innilega sorgbitnir yfir að geta ekki orðið að liði. „Ég skal spyrjast fyrir,“ sagði barþjónninn. „Komið aftur eft-, ir enn eða tvo daga, ef ykkur verður ekkert ágengt.“ „Þaka ykkur öllum fyrir,“ sagði Jimmy. Næsti staður var önnur krá og svo aftur önnur. Brátt höfðu þeir farið á fjórar krár i viðbót, þrjá ódýra sjálfsölustaði og á stað, þar sem vín var selt til þess að taka með sér. Þeir fundu ekki manninn, en það var ekki vegna þess, að fólk vildi ekki hjálpa þeim. Þessi kringluleiti hávaxni drengur og rólegi, herðabreiði maðurinn höfðu sámúð flestra., Þegar þeir höfðu komið á alla staði, sem auðvclt var að fara til fótgangandi frá slysstaðnum í eina átt, sneri pabbi hans við og þeir lögðu af stað í aðra átt. „Ertu enn sammála?“ spurði pabbi hans. „Við finnum hann. Það fer ekki hjá því.“ Þeir fundu hann í skítugri smákrá þar sem hann sat að drykkju í einum básnum og sneri baki að dyrunum. Jimmy sást næstum yfir hann, vegna þess að hann var i jakkafötum í þetta sinn. Svolitil mannpisl, útlitið eldra en fimmtiu ár hans gáfu ás-tæðu til, órakaður. Hann hafði veiklundaðan munnsvip og ó- skir augu. „Munið þér eftir mér?“ spurði Jimmy. „Kannski geri ég það og kann- ski ekki,“ svaraði maðurinn. Þá kom pabbi hans að borð- inu. Hann lagði stóra hönd sína á borðið. „Takið ákvörðun um það,“ sagði hann hægt. Daufleg augun horfðu um stund á höndina. ,,.Tú,“ sagði hann loks, „ég kannast við þig dreng- ur.“ Jimmy fannst hnén ætla að gefa sig undir honum. Eftir alla þessa leit — Toksins! Hann reyndi að kyngja munnvatninu, en háls hans var of þurr og herptur saman. „Sáuð þér árekst- urinn sjálfan?“ „Ég var þarna, var það ekki? Ég sá hann.“ „Hver átti sökina?“ spurði Jimmy. „Hún eða ég?“ Maðurinn nuddaði broddótta hökuna. Hann fékk sér sopa úr glasinu og glotti svo við Jimmy. „Þú drengur," sagði hann. „Þú beygðir á hana og skelltir henni út af veginum." Jimmy varð náfölur og fætur hans urðu máttvana. Pabbi hans lagði höndina á lierðar hans og sneri honum við. Jimmy ætl- aði að mótmæla, en sársaukinn og samúðin í svip föður lians gáfu honum til kynna, að þessu máli væri lokið. Hann reif sig lausan af taki pabba síris og gekk út og inn í bílinn. Eftir nokkrar mínútur kom pabhi hans út og settist hjá honum. „Þetta er hart,“ sagði hann blíðlega. „Mig tekur þetta sárt, sonur sæll.“ Jimmy svaraði ekki. Pabbi hans fór að velta bil- lyklunum. „Þetta var áhætta, sem við vissum báðir um. Þú tapaðir. En ég er samt enn stolt- ur af þér. Þú barðist drengi- lega." Jimmy sneri sér að föður sín- um og varir hans titruðu. „Ég tók enga áhættu," sagði hann. „Ég vissi, að ef ég fyndi ná- ungann, ef hann hefði séð á- reksturinn, mundi það lireinsa mig af allri sök. Hvers vegna? Vegna þess að ég beygði ekki of hratt!“ „En hann sá áreksturinn. Hann sagði. ...“ „Pahhi! Hann Iýgur!“ Pabbi lians starði á Jimmy. Svo bölvaði hann skyndilega. „Hvað i fjandanum er eiginlega að mér?“ sagði hann. „Á ég að trúa flækingsræfli eða get ég trúað syni mínum? Og hverjum trúi ég? Flækingnum! Ég ætfi skilið flengingu!" Hann hrinti bilhurðinni upp. „Ég verð enga stund!“ sagði hann. Hann var í burtu í fimm min- útur — Jimmy virtist það ei- lífð. Þegar hann kom aftur var hann brosandi út að eyrum. „Þú ert sigurvegarinn,“ sagði hann. Andlit Jimmy byrjaði að Ijóma. „Pabbi,“ sagði hann, „raun- verulega....“ „Svo sannarlega gerði hann það,“ sagði pabbi hans. „Ég bauð honum tuttugu og fimm dollara fyrir að sjá áreksturinn eins og við óskuðum eftir. Iiann neitaði. Ég hækkaði mig í fimmtiu og enn neitaði liann. Þá fór ég^i hundrað og þvi játaði hann.“ „Nei, pabbi!“ Rödd Jimmy var angistarfull. Pabbi lians brosti. „Taktu það rólega, drengur. Ég ætlaði bara að komast að þvi, hvort hann væri falur. Það var hann. Þá reiddi ég framan í hann hnef- ann og spurði hvort hann hefði selt Murphy sig fyrst. Það kom í Ijós, að svo var. Fyrir fimmtiu dollara. „Murphy borgaði honum?“ „Þetta er drykkjuræfill,“ sagði pabbi hans. „Hann mundi selja sál sina fyrir nokkrar flöskur og lengra getur hann ekki hugs- að. Hann segir að Mrs, Murphy hafi ekið á þinn bíl, eftir að þú fórst framlijá henni —- slysið var hennar sök. Þú ert unglingur í gömlum bílskrjóð. Það voru engar líkur til að þú g^ptir borg- að honum neitt fyrir að bera vitni. En maður, sem átti slíkan bil, sem Mrs. Murphy ók, hann hafði efni á að borga honum vel fyrir að bera ekki vitni. Hann sá nafn og heimilisfang Mr. Murpliy i frásögn dagblaðanna af slysinu, fór til hans og setti hon- úrslitakosti — annaðhvort borg- aði Mr. Murphy eða hann færi til þín. Murphy borgaði." „En þá er Murphy glæpamað- ur!“ „Satt er það,“ sagði pabbi hans. „Hvers vegna — hvers vegna gerði hann þetta?“ „Hann hafði þarna möguleika til þess að láta tryggingarfélag- ið þitt borga — tíu þúsund dali — og fyrir sviðing eins og Mur- phy er það nokkurs virði. Hann hefur auðvitað sjálfur tryggingu, bæði fyrir skemmdum og læknis- hjálp, kannski um tíunda hluta af því, sem þetta kostar allt. Án nokkurs vitnis gat hann stefnt þér og tryggingarfélaginu þínu — eyðilagt andlit fallegu kon- unnar hans. Hvers virði er það? Tíu þúsund? Fimmtiu þúsund? Allt þetta fær hann fyrir eina skitna fimmtiu dollara." „Það var ekki að furða, þótt hann væri hræddur við að ég fyndi manninn.“ „Já,“ sagði pabbi lians. „Það skyldi engan undra.“ Hann setti bílinn i gang.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.