Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 31
að sem mestu liði, meðan hann starfaði þeirra á meðal. Fyrst í stað eftir lát hans var öll starfsemi herfylkingarinnar með miklu fjöri, agi strangur og öll starf- semi hennar í anda hins látna for- ingja. Þó fór svo, að þess sáust greinileg merki, að foringinn var fallinn, einkum reyndist erfiðara að fá hið opinbera til að styrkja starf- semi fylkingarinnar eins og nauð- syn bar til. En svo mikils mátu Eyjaskeggjar hana, að þeir sendu beiðni um það viðkomandi yfirvöld- um, þegar í harðbakkann sló, að þau skylduðu hvern einasta vapn- færan mann í Eyjum til þess með lagaboði, að vera miðlimur fylk- ingarinnar á vissu aldursskeiði, en af því varð þó ekki. Alls starfaði herfylkingin 15—20 ár í Vestmannaeyjum. ,,En áhrifin, sem Herfylkingin og starf hennar hafði hér þennan stutta tima", seg- ir S. M. Johnsen, „voru víðtæk og mikil. Það er einróma álit kunnugra, að einmitt fyrir hennar áhrif hafi í Vestmannaeyjum fyrst og fremst stórum aukizt þrifnaður og reglu- semi, og yfir höfuð færði starfsemi Herfylkingarinnar með sér margs konar menningarbrag og betra skipulag á ýmsum sviðum. Og í sambandi við þann félagsanda, sem hér ríkti, og þá vakningu, sem hér var komið á stað, gerðust ýmsar þarflegar framkvæmdir, bæði að því er útveginn snerti og framfarir í húsagerð . . ." Þegar starfsemi fylkingarinnar lagðist endanlega niður, þótti Eyja- skeggjum að því mikill sjónarsvipt- ir. Lengi vel héldu ýmsir smáflokk- ar uppi æfingum, t.d. í skotfimi, enda urðu margir í Eyjum frábærar sela- og hnýsuskyttur. Vopnin voru eign hins opinbera, en margir keyptu byssurnar, sem þeir höfðu notað, þegar fylkingin var úr sög- unni. Það af hergögnum, sem ekki seldist, ryðgaði og gekk úr sér á geymsluloftum — og leðrið úr her- mannatöskunum var notað í sjó- skó. Nú er ekkert vopna eftir nema korði Árna á Vilborgarstöðum. Margt annað mætti segja um heillarikt starf von Kohls ( eyjum, t.d. bindindisstarfsemi hans og starf hans að almennum félagsmál- um, en hér verður þó staðar numið. Víst er um það, að dvalar hans í Eyjum sá lengi merki, og sér raun- ar enn í dag í starfi félagssamtaka, sem hann átti óbeinlínis upphaf að, og þeim félagsanda, sem hann vakti þar, ekki hvað sízt með stofn- un herfylkingarinnar . . . ÞriSja og síðasta grein Lofts Guðmundssonar í þessuni flokki, fjallar um kynlega kvisti í Eyjum. Hljómar á hraðri ferð Framhald af bls. 11. leitt til þess að vera að dandalast hjá dömufrísúrum. Þeir fóru um allt land í sumar og héldu skemmtan á hverjum stað og bítluðu fyrir landsbúa alla, utan Hornfirðinga. Þeir ku hafa allt á hornum sér. Þá bar það og til tíðinda, að þeir fóru í pílagrímsferð til Cavern- klúbbsins fræga í Liverpool, þar sem hinir upprunalegu bítlar byrj- uðu ballið. Áður en þeir vissu voru þeir komnir upp á senu með lánuð hljóðfæri í höndunum og farnir að spila. Var gerður góður rómur að leik þeirra. í því landi kom það fyrir, að einn þeirra félaga var að fara í lyftu frá efri hæðum eins gistihúss- isn í London og niður að jafnsléttu. Samferða honum í lyftunni var fólk nokkurt, sem hann bar ekki kennsl á, og ræddi saman á íslenzku. Varð því tíðrætt um hárprýði bítilsins og jesúsaði sig mikið yfir þessum ó- fögnuði, sem landlægur væri þarna. Piltur þagði við og lét sem hann skildi ekkert, þar til komið var á áfangastað og samferðamenn hans bjuggust til útgöngu. Þá leit hann mæðulega til land- anna, stundi þungan og mælti raunamæddri röddu: „Já, þetta er óttalegt vandræðaástand. Ég veit ekki hvar þetta endar allt saman." Svo gekk hann á brott og skildi við fólkið í lyftunni þar sem það stóð dolfallið með galopinn munn. Lyftudyrnar lokuðust aftur án þess að nokkur segði orð, og hann sá vísinn hreyfast með óvenjulegum hraða allt upp á 17. hæð. í þessari ferð veittist þeim sú ánægja að vera viðstaddir þegar Bítlarnir brezku komu úr sinni frægu Bandaríkjaferð, og urðu vitni að því þegar margar meyjar misstu meðvitund af eintómri hrifn- ingu. Svo langt hefur sefjunin ekki ennþá gengið hér á landi, en minnstu munaði á hljómleikum í Háskólabíói í nóvemberbyrjun, þeg- ar æskan ærðist svo að þeir óttuð- ust um líf sitt. Þeir komust þó út úr húsinu við illan leik, en ekki tók þá betra við, þegar hópur ungra stúlkna réðist að einum þeirra og reif í hár hans svo hann fann til. Það er ekki enn í dag upplýst hvort þær hafa ætlað að ná sér í lokk til ævarandi minningar, eða til að vita hvort hann væri með hárkollu. En hvorki fengu þær lokk né kollu. Þegar Hljómarnir eru spurðir að því hver sé raunverulega ástæðan fyrir hinum miklu vinsældum þeirra hér heima — og annars staðar, þá gefa þeir upp margar og sennilegar ástæður. í fyrsta lagi eru þeir eina bítil- hljómsveitin, sem hefur músik að sínu aðal- og eina starfi. Þeir eru sem sagt prófessionell, og hafa þess vegna meiri tíma til æfinga og um- hugsunar (um starfið). Þar af leið- andi spila þeir auðvitað betur en aðrir. Þar af leiðandi er það líka sjaldnar, að þeir þurfa að skipta um mannskap, en það vill oft verða hjá aukavinnuleikurum, að þeir mega ekki vera að því að halda þessu áfram. Og svo aðalatriðið: Enginn þeirra smakkar vín og aðeins tveir þeirra leyfa sér þann ósóma að reykja. Hvað viðkemur framtíðaráætlun- um Hljómanna, er aðeins það að segja, að þeir ætla að halda áfram af fullum krafti, enda hafa þeir nýlega útvegað sér dýr og fullkom- in tæki til að leika á og syngja í gegnum. Kannske fara þeir utan eftir áramótin, og kannske leika þeir þá inn á hljómplötu . . . hver veit? Hvað sem þvi líður, þá biðja þeir vel og innilega að heilsa öll- um sínum aðdáendum, þakka þeim UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I'aB er alltat saml lelkurtnn 1 hénnl Ynd- tsfríB okkar. Hún helnr fallB örlclna hans Nða elnhvers staBar í blaSinu og heittr góSum verSIaunum handa þeim, sem getur fundiS örkina. VerBlaunln eru stðr kon- fektkassi, fuUnr af bczta konfekU, og framlelBandlnn er au.BvitaB SælgætlsgorB- ln Nði, Nafn HeimlU örkln er á bis. SiBast er dreglS var hlaut vcrBIaunln: BRANDUR BRANDSSON, Kjartansgötu 8, Rvík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 2. tbl. fyrir góðan stuðning og samvinnu, og vona auðvitað að það megi sem lengst lánast. G.K. Læknir fyrir borS Framhald af bls. 37. Valentin læknir náði í penna og blað. — Um sjöleytið í kvöld, hring- ir konan yðar og segist ekki koma heim fyrr en eftir tíu, og biður yður að sækja sig í bíln- um. — Þekkið þér konuna mína? Vissuð þér að hún ætlaði út í dag? Hún hristi höfuðið. — Klukk- an hálf átta verður dyrabjöllunni hringt. Maður stendur á tröpp- unum og spyr yður, hvort herra Smith búi þarna. Þér kannizt við manninn, hafið séð hann áður. Og fimm mínútum yfir átta, þeg- ar þér eruð að fá yður bita, dett- ur málverk af veggnum, en það skemmist ekki. Hún stóð upp og rétti honum höndina. — Verið þér sælir, læknir. — Æ, einu var ég nærri búin að gleyma, — seinna um kvöldið finnið þér lík í kjallar- anum... Læknirinn andaði léttar, þegar hún loksins fór. — Sú er illa vitlaus, hugsaði hann, aldrei hefi ég hitt neina svona kolvitlausa. Og svo gleymdi hann henni. Þetta var heitur dagur, og þeg- ar hann kom heim fór hann beint út í garðinn, og naut þess að sleikja sólskinið og lesa. En hann var varla búinn að koma sér fyrir, þegra síminn hringdi. Þetta var konan hans. — Heyrðu ástin, sagði hún, — ég kem ekki heim í mat. Ég hitti Muriel í Oxford stræti, og við ætlum út að borða saman. Vertu nú sætur og sæktu mig klukkan hálf ellefu. Það var fyrst eftir að hann var setztur og búinn að hagræða sér aftur ,að sannleikurinn rann upp fyrir honum. Þetta var nákvæm- lega það sem frú Fairfax hafði sagt fyrir um. — Símtalið, tím- inn, — allt passaði þetta. And- artak sat hann grafkyrr og horfði tómlega á blómabeð. En svo yppti hann öxlum. Frú Fairfax og Gloria þekktust auðvitað, og höfðu komið sér saman um að stríða honum svolítið. Og þó, það var ekki líkt Gloriu að vera með í slíku. Kímnigáfa hennar var nú í frekar lélegra lagi. Satt bezt að segja, þá fannst honum hún stundum vera þrautleiðin- leg. En því var ekki að neita, að falleg var hún, og svo voru auðæfi hennar töluverð raunabót. Hann var rétt búinn að opna hurðina á ísskápnum, þegar dyra- bjallan hringdi. Þá mundi hann allt í einu eftir því sem frú Fair- VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.