Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 39
Slys á hraðbrautinni Framhald af bls. 15. konuandlit sem er, hvað þá fag- urt andlit? „Eins mikils og hægt er að fá,“ sagði Cricket þreytulega. „Rétt,“ sagði hann. „Og allt, sem fer fram úr tryggingunni lendir á okkur. Fimmtíu þúsund, hundrað þúsund — hvaða máli skiptir það? Okkur hefur gengið sæmilega, en það þarf ekki að dæma okkur stórar bætur, til þess að við séum búin að vera. Trygingarfélagið reynir það seip það getur, og við munum berjast eftir megni. En við getum alveg eins horfzt i augu við það — þetta var sök Jimmy. Við kom- umst ekki hjá því.“ „Segðu Jimmy það ekki — gerðu það eklci!“ Hann gekk til hennar og strauk blíðlega um herðar hennar. „Hann verður að fá að vita það,“ sagði hann, „en það er nógur tíminn.“ „Ég vildi að bílar hefðu aldrei verið fundnir upp.“ „Eða skaðabótakröfur,' sagði hann. „Ég hef haft áhyggjur af þessu í hvert skipti og ég hef heyrt drenginn setja bilinn í gang.“ Jimmy var snemma á fótum morguninn eftir og fór strax út. Hann lærði undir skólann í forsal skólans áður en kennslu- stundir byrjuðu. Hann hafði samið um það við pabba sinn, að þótt hann ynni við verzlun- ina, mætti hann ekki vanrækja námið. Hann hafði ekkert á móti þvi að Jimmy næði sér i pen- inga fyrir bílnum, en fengi hann lægri einkunn, var ekki um ann- að að ræða en að segja upp og loka bílinn inni. Svo var hann í eins konar stofufangelsi — ekk- ert bíó, engin stefnumót — þar til hann hafði hækkað i skól- anum aftur. Hann átti í dálitlum vandræð- um með að einbeita sér — á- reksturinn og minningin um blóðugt andlit Mrs. Murphy sótti að honum. En hann komst ein- hvern veginn í gegnum kennslu- stundirnar. Úr skólanum fór hann á lögreglustöðina. Lögin mæltu svo fyrir, að hann yrði að útfylla skýrslu, ekki siðar en tuttugu og fjórum tímum eftir slysið. Maður í einkennisbúningi fékk honum eyðublað og benti honum á skrifborð. Jimmy fyllti út dálka blaðsins. Hann teiknaði kort af staðnum — bill A, bill B — sem sýndi hvernig slysið vildi til, og fór svo með það aftur til mannsins. „Bíll A ekur á bíl B.“ Lögreglu- maðurinn leit á Jimmy. Bíll B er þinn bill. Ertu að reyna að segja, að hún hafi ekið á þig, eftir að þú fórst fram hjá henni?“ Jimmy roðnaði. „Já, herra.“ „Drottinn minn!“ sagði mað- urinn. „Af öllum afsökunum, sem ég hef orðið að hlusta á, er þessi sú versta.“ Hann kastaði eyðublaðinu i kassann. „Nú get ég aldrei framar orðið undr- andi!“ Jimmy gekk eldrauður út af stöðinni. Hann fór inn í bílinn sinn og fálmaði i lyklana. í hvert skipti, í hvert einasta bölv- að skipti! Værirðu seytján ára, varstu svikari, lygari, lygari og svikari! Lögregluþjónarnir, pabhi hans, Cricket, Mr. Murphy — enginn vildi hlusta á hann.“ „Ég skal sýna þeim,“ sagði hann, „eða ég ræðst á eitthvað og mölva!“ Hann stanzaði við verzlunina og talaði við verzlunarstjórann. „Þú átt inni lijá mér fri,“ sagði verzlunarstjórinn. „Taktu bara það sem þú þarft.‘ Jimmy settist inn í hilinn og ók út á Dutch Hill Road að Fer- tugustu og sjöundu, stanzaði þar og leit í kringum sig. Öðrum megin við veginn voru hús, hinum megin runnar og tré. Flest hús i nágrenninu voru stór og ný, með fallegum grasflöt- um og vel hirtum limgirðing- um. En þar voru lika gömul, illa hirt og veðurbarin hús, að- allega i hliðargötunum upp á hæðina. „Eitt af þessum,“ hugsaði Jimmy. Hann fór út úr bilnum, gekk upp slitin þrepin og hringdi forneskjulegri dyra- bjöllu. Hann hitti fyrir gamla konu með grátt hár og vot augu. „Ég er að gá að manni, sem varð vitni að slysi i gærkvöldi,“ sagði hann. „Hann er i verka- mannabuxum og vesti og skyrtu, sem klippt hefur verið framan af ermunum á.“ „Það er enginn hér, sem er þannig,“ sagði gamla konan. „Þakka yður samt fyrir,‘ sagði Jimmy. Hann barði að öðrum dyrum. Hann talaði við gamlan mann, við stúlku, sem ekki féklcst til að brosa, vegna þess að hún var með spöng á framtönnunum, við konu með svo rautt hár, að það minnti á brunabíl. Hann gekk upp eina götu og niður aðra. Áður en dagurinn var á enda, hafði hann verið í öllum húsum i fjórðungsmilu umhverfis slys- staðinn. Eftir kvöldverðinn breiddi hann kort af borginni á eldhús- borðið og merkti með blýanti þær götur, sem hann hafði þeg- ar farið. Pabbi hans og Cricket komu og horfðu yfir öxl hans og spurðu hvað hann væri að gera. „Merkja hvar ég hef verið,“ sagði Jimmy. „Til þess að fara ekki yfir sama svæðið tvisvar.“ „Ertu að gá að vitninu?" spurði pabbi hans. „Já,“ sagði Jimmy. „Hann Hinn hcimsfrægi fcguröarsérfræSingur Helena Rubinstein selur hér á landi hinar dásamicgu snyrtivörur sínar. Helena Rubinstein lætur sér svo annt um fegurðina að hún hefir helgað líf sitt rannsóknum á húðinni og notkun fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helenu Rubinstein. Heaven Sent ilmkrem, baðpúður og sápa. O- Apple Blossom handáburð- ur — sápa og baösalt. 0 Apple Blossom gestasápa og ilmolía. O Apple Blossom baðpúð' ur og baðsalt. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður — Bað- O vökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlitssápa — Hreinsi- krem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki-krempúður crg varalitúr. AQ IR VITI w***PN#Pfc* 1 m IMr * m t í ' V? + o i VIKAN 2. tbl. g0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.