Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 34
breyta algerlega - um lifnaðar- hætti, þennan tíma. Valentin andaði djúpt og fann hvernig hressandi sjávarloftið fyllti lungun. Þá fann hann að einhver staðnæmdist við hlið hans, og þegar hann leit við, mætti hann augnaráði frá stór- um augum, —■ tveim, gamalkunn- um, furðulega djúpum augum ... — Nei, er þetta ekki Valentin læknir? En skrítið að við skul- um hittast hér. —- Frú Fairfax! Hugsa sér, það er svei mér einkennilegt að við skulum hittast hér. — Það er reglulega skemmti- legt. Og nú fæ ég tækifæri til að þakka yður fyrir læknisráðið, sem þér gáfuð mér. — Læknisráð? — Já, þér sögðuð mér að þetta væri allt ímyndun, og þegar ég kom heim, fann ég að þetta var alveg hárrétt. Síðan hefi ég ekki séð neitt fram í tímann. Valentin læknir kyngdi. — Get... getur það verið? — Já, og þó, núna þegar ég horfi á yður, finnst mér eins og ég viti hvað á eftir að henda yður. En það er auðvitað hrein della. Mér finnst eins og ég sjái yður eftir mánuð. Þér og ég ... En læknir, hvað eruð þér að gera ...? Öskufljótur henti læknirinn frá sér frakkanum og stökk ... Sjór- inn var ískaldur, og hann fór á bólakaf. Másandi og hóstandi skaut honum aftur upp á yfir- borðið, og hann leit upp. Það síðasta sem hann sá af „Elisiu“ og Miðjarðarhafsferð- inni, var vonsvikið andlitið á frú Fairfax. Helena Rubinstein Framhald af bls. 23. Eg fór beint af sýningunni heim ó snyrtistofuna, og reif niður hvítu tjöldin. Daginn eftir lét ég setja önnur í þeirra stað, litrík og skraut- leg. Síðan hafa sterkir litir og skær- ir verið nokkurskonar vörumerki fyr- ir Rubinstein-snyrtivörurnar. Ég hitti Edward á hverjum degi. Hann var fyrsti maðurinn sem hing- að til gat lótið mig gleyma við- skiptalífinu. Næstu vikur var hann svo iðinn við að biðla til mín, að ég gleymdi næstum því öllu öðru. Það var þessi letilegi töfrandi glæsi- leiki hans sem hreif mig núna, eins og óður ( Melbourne. Ég elskaði hann ennþó. Hann bauð mér oft að borða ó Café Royal, sem var mótsstaður allra helztu listamanna og hefðar- fólks borgarinnar. Þar só ég Som- erset Maugham í fyrsta sinn, í ólastanlegum kvöldklæðnaði með einglyrnið sitt; þarna var líka Max Beerbohm, leiklistargagnrýnandinn sem var hrollvekja allra leikritahöf- unda þeirra tíma og hið skeggjaða bókmenntatröll Georg Bernhard Shaw, sem vakti ó sér mikla at- hygli, meðal annars með því að ganga í handprjónuðum fötum fró Jaeger. Það var á Café Royal að Edward bað mín í annað sinn. í þetta skipti sagði ég já, og við giftum okkur um sama leiti og ég opnaði hina langþráðu snyrtistofu mína í Lond- on. Við fórum til Nizza í brúðkaups- ferð og ætluðum að skemmta okkur og njóta lífsins, en það fór á ann- an veg. Einn morguninn kom ég nið- ur í anddyri hótelsins, til að hitta Edward, þá stóð hann og talaði við fallega stúlku, sem við höfðum hitt kvöldið áður. Þau hlógu og skemmtu sér bersýnilega vel. Allt í einu greip mig óstjórnleg, yfir- þyrmandi afbrýðissemi, svo að ég æddi út úr hótelinu, beint út í næstu skartgripaverzlun og keypti mér perluhálsband fyrir offjár. Svo náði ég í leigubíl og lét hann aka með mig á brautarstöðina, þar sem ég tók fyrstu lest til Parísar. Ég hafði ekki einu sinni nátt- kjól meðferðis; hefi líklega búizt við að Edward kæmi á eftir mér, með allan okkar farangur í bíln- um, en hann kom með næstu lest og lét bílstjórann um það, að tína saman dótið okkar. Þegar Edward kom hafði ég iðr- azt fljótfærni minnar og skammað- ist mín mikið, en það var of seint, hveitibrauðsdagarnir voru liðnir. Ég varð að flýta mér til London til að opna snyrtistofuna í Graftonstræti. í þetta skipti var nafnskiltið mál- að af fagmanni. Þar stóð: „HELENA RUBINSTEIN'', og fyrir neðan „Saloon de Beauté Valaze," til heið- urs móður minni og kreminu henn- ar. Ég vissi að það eina sem ég gat nú gert var að bíða eftir að kunningjar mínir sendu til mín við- skiptavinina,- og ég passaði alltaf vel að vera sjálf viðstödd til að taka á móti þeim og gefa þeim holl ráð. Á þessum tímum var andlitsfarði aðeins notaður á leiksviðunum. Ég gerði það að sérgrein minni að rannsaka húðina og haga aðgerð- um eftir því, um um fram allt vildi ég fullvissa konurnar um það sem ég sjálf var hárviss um, að fögur og vel hirt húð veitir konum bæði sjálfstraust og öryggi. Samt sem áður vann ég í kyrrþey í „eldhús- inu" mínu við að búa til andlits- farða og aðrar nýjungar. Mig lang- aði líka til að blanda vörurnar sér- stökum ilmi, þannig að þær væru auðþekktar af daufri en eftirminni- legri lykt. Aftur var það, eins og í Mel- bourne, forvitni, sem færði mér fyrstu viðskiptavinina. Aðalsfrúr, sem áður höfðu komið í heimsókn til forsætisráðherrans, Lord Salis- bury, voru forvitnar að sjá hvað ég hafði gert við húsið hans. En þær vildu ekki að vinkonurnar vissu um það, svo þær komu I lokuðum vögnum, með þykkar blæjur fyrir andlitinu, og létu setja sig af í mesta laumi á næsta götuhorni. Ég tók tíu gullguineur fyrir venju- lega andlitssnyrtingu, en tvö hundr- uð pund fyrir ársmiða. Ári síðar hafði ég yfir þúsund pantanir á ársmiðum, svo að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af húsaleigunni. Ein af fyrstu viðskiptavinum m(n- um var hertogafrú, sem í mörg ár var búin að þjást af óskaplega ból- óttri og óhreinni húð. Þetta hafði haft þau áhrif á hana að hún var orðin hálfgerð mannafæla. Hún kom eins og hvirfilvindur inn til mín og hafði varla vald yfir rödd- inni, þegar hún grátbað mig um að / hjálpa sér. Það tók mig talsverð- an tíma að róa hana, og þegar ég hafði hjálpað henni til að taka af sér blæjuna krossbrá mér, þegar ég sá hve hræðilega skaðskemmt and- lit hennar var, hulið þykku lagi af kalkhvítu púðri. Til allrar ham- ingju hafði ég í Vín kynnzt alveg nýrri, en dálítið áhættusamri að- ferð til lækninga á svona húð, það var nokkurskonar húðfletting. Ég fékk hana til að láta dr. Emmu List, sem þá var hjá mér, reyna. í sex mánuði kom hún vikulega til okkar, og um leið og húð hennar mýktist og lagaðist, breyttist viðhorf hennar til lífsins. Hún var ekki lengur ó- þægileg, reið og særð. Allur eðli- legur yndisþokki hennar og hlýleiki fékk nú að njóta sín, og hún var ósegjanlega þakklát. Svo fór hún til Indlands með manni sínum, og þá sendi hún til mín margar ind- verskar prinsessur og auðkonur, sem þrátt fyrir fegurð sína og yndis- þokka, voru yfirleitt með óhreina og Ijóta húð og gengu með and- ' litsblæjur til að hylja það. Þessar konur sendu mér oft, sem þakklætis- vott, austurlenzka skrautgripi, stóra og litríka eðalsteina og líklega er það orsök þess að ég hefi æ síðan haft smekk fyrir og safnað dýrmæt- um og glæsilegum skrautgripum. Orðstír minn óx nú með hverj- um degi og sömuleiðis fjöldi við- skiptavina. Meðal þeirra voru marg- ar konur úr brezka háaðlinum, og einna eftirminnilegust er mér Mar- got greifafrú af Oxford og Asquith. Þegar ég hitti hana fyrst sagði hún, að ég gæti ekkert fyrir sig gert, andlitið á sér væri eins og tveggja síðu skopteikning. Ég var þá ný- byrjuð á að framleiða andlitspúður með holdlit og kinnalit. Ég fékk lady Asquith til að reyna þetta og undirstirka hin sérstaklegu sterku persónueinkenni sín. Árangurinn var svo góður að hún var mjög ánægð. Þakklæti sitt sýndi hún með því að bjóða mér oft heim til sfn og kynna mig fyrir hinum mikla skara af frægu flóki, sem daglega kom á heimili hennar. Þetta samkvæmisltf í London var svo ótrúlegt að það líktist einna mest draumi. Edward þótti alltaf gaman að vera innan um fólk, og það var sama hve mikið hann hafði haft að gera á daginn, á kvöldin var hann alltaf reiðubúinn til að skemmta sér og að skemmta öðrum. Um þetta leyti hitti ég Arthur Rub- instein, sem þá var orðinn þekkt- ur píanóleikari, þótt hann væri að- eins tvítugur. Ég fékk hann til að spila fyrir gesti okkar eitt kvöldið og síðan höfum við verið beztu vin- ir. Við erum alltaf að reyna að finna einhvern skyldleika milli okk- ar, vegna þess að við berum sama nafnið, en það hefir ekki tekizt ennþá. Við vorum nú komin fyrir alvöru út í hringiðu skemmtanalífsins, og þurftum oft að bjóða fólki heim til okkar. Ég hafði andstyggð á þessum stóru matarboðum, þar sem fjöldi manns, sem kannske ekkert þekktist, sat rígbundinn við löng matborð, hlaðin allskonar blóma- skreytingum, svo háum, að það var lítill vegur að sjá þá sem and- spænis sátu, hvað þá að tala við þá. Við Edward fengum okkur kringlótt matborð, sem aðeins rúm- aði tólf manns, ef við þurftum að hafa fleiri gesti, setti ég bara upp fleiri smáborð og bjó þau á skemmtilegan hátt, oft sitt með hverjum lit. Ég vil helzt alltaf hafa einfald- an matseðil, og þarna ! byrjun not- aði ég mikið pólskar matarupp- skriftir. Á köldum vetrarkvöldum var notalegt að fá þessa glóandi heitu og mikið krydduðu rétti, sem ég hafði vanizt heima í Krakow. Til allrar hamingju var ég ákaf- lega svefnlétt, svo að ég gat unnið bæði snemma á morgnana og seint á kvödlin. „Eldhúsið" mitt var í kjallaranum, svo að ég gat læðzt þangað og unnið í fleiri klukku- tíma, án þess að trufla Edward. Mikill fjöldi bréfa streymdi til mín frá meginlandinu, þar sem ein- staklingar og fyrirtæki óskuðu eftir upplýsingum og vörum. Þetta veitti mér kærkomið tækifæri til að fara til Parfsar með Edward. Samhliða viðskiptaerindum gat ég líka fengið mér nóg af nýjum fötum. Uppáhaldsklæðskerinn minn hét Paul Poiret, mjög skapbráður hugsjónamaður. Ég man eftir að mér fannst fyrsti kjóllinn, sem hann saumaði fyrir mig, alveg ómögu- legur og ég sagði honum, að svona flík færi ég aldrei (. Poiret varð alveg æfur, og um leið og ég fór úr kjólnum, greip hann fllkina tveim höndum og reif f ræmur. Einhverra hluta vegna urðu ræmurnar á ská. Þegar hann virti þetta fyrir sér, rann honum reiðin og hann virtist fá nýja hugmynd. Eftir þetta voru flestar flíkur frá honum skásniðnar. Þegar ég kom heim til London aftur, hlaðin glæsilegum tízkuvarn- ingi, var ég líka haldin óslökkv- andi löngun til að setja á stofn fyrir- tæki f París. Þetta var sama ástrfð- an sem greip mig í Melbourne, áður en ég flutti til London. Ég þurfti að skrifa eftir systur f við- bót og það var Manka sem kom. Um þetta leyti komst é§ að því að ég var barnshafandi. Við Ed- ward vorum himinlifandi. Okkur langaði til að eignast mörg börn, og ég hefi alltaf verið leið yfir því að ég eignaðist aðeins tvo syni. Framhald ( nsssta blaði. A VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.