Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 26
Itj -• n liiij ■ ■ jgjiþiiijm ■:-Si (l Nú eru Vestmannaeyingar hættir að óttast Tyrki og búnaðurinn frá herdeild Kohls er löngu grotnað- ur niður. Von Kohl beitti sér fyrir því, að félagar í herfylk- ingunni iðkuðu íþróttlr og hafði það áhrif lengi eftir að hann var fallinn frá. Hér eru unglingar við sund- O nám í sjónum. Myndin tekin nálægt 1880. Vestmannaeyjar fyrir 1880, ein elzta mynd af pláss- O inu, sem til cr. Veitingahúsið Nýborg er fremst O á myndinni. Litið um ðxl til Ey|a 2. grein Effír Loft Guðmundsson Von Kohl notaði sér Tyrkja- hræðslu eyjarskeggja og kom upp þeirri einu herdeild á ís- landi, sem hlotiS hefur þjálfun í hermennsku og meðferS víg- tóla. „ . . . og eftir því þann tíma svo til hagaði, að só constabel eður byssuskytta, sem upp ó stykkin og skansinn ( Vestmannaeyjum vakt- að hafði, var fró fallinn og annan velforvar- inn mann til þess embaettis í hans stað þurfti þar til að setja, þá var Jón Olafsson (hver lengi áður kóngsins byssuskytta verið hafði) þar til af yfirvaldinu kjörinn og skikkaður constabel eður byssuskytta á skansinum í Vest- mannaeyjum að vera og allan stríðstilbúning þar vakta og umsjón hafa, svo og innbyggjur- unum þar stríðsorðu kenna og þeim upp á munstring halda, svo að fólkið liðugari og van- ari til væri, þá til þyrfti að taka, hverju öllu Jón Olafsson trúlega og kostgæfilega fram fylgdi og gjörði þann tíma, hann til Vestmanna- eyja kom og þar dvaldist. . ." Setningin er töluvert lengri, en hér gerum við þó stanz. Það er Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara — einhver skemmtilegasta reisubók skráð af íslendingi, fyrr og síðar — sem ég hef tekið út úr hillunni í þetta skiptið. Hér er þó vitnað í einskonar eftirmála að henni, ekki skrif- uðum af Jóni, iheldur Ólafi syni hans, sem hvorki sýnist hafa tekið útþrána né frásagnar- snilli föður síns að arfi. Er og ekki sönnu fjarri, að þessi Vesimannaeyjaför hafi orðið einskonar eftirmáli að reisulífi Jóns, áður en hann lagði upp í sína síðustu reisu og mestu. Jón Ólafsson settist að í Eyjum í júlímánuði, 1640. En að hann fluttist þangað sem Hans Majestets Danakóngs constabel „að vera og allan stríðsundirbúning þar vakta og umsjón hafa, svo og innbyggjurunum stríðsorðu kenna," átti rætur sínar að rekja til þeirra hörmulegu atburða, sem gerðust í Eyjum, nákvæmlega þrettán árum áður — er Tyrkir rændu þar ( júlí- mánuði, 1627. Þeir atburðir verða ekki raktir hér; þeim hafa verið skil gerð á öðrum vett- vangi og af öðrum ekki alls fyrir löngu. Ég vil einungis benda á það, að óvíst er að þeir atburðir hefðu nokkurntíma gerzt þar, ef aðrir, Jóni óforsjálli og hugdeigari, hefðu ekki tekið af honum ráðin á úrslitastundu. Og þó að sá atburður gerðist ekki úti í Eyjum, átti hann eftir að hafa þar svo örlagaríkar afleiðingar, að réttmætt er að gera hans hér. Jón Indíafari var einn af þeim mönnum, sem annaðhvort er um að jafnan gerast nokkr- ir atburðir þar, sem þeir eru eða að þeir eru jafnan, þar sem nokkrir atburðir gerast. Kannski ;7. m '■ ,,‘4b?b mmI I: m m i . j ' ' 2Q VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.