Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 18
Handritarán úr Árnasafni: .... KELI TEKUR MALIÐ I SiNAR HENDUR Allt gekk samkvaemt áætlun. Rúna þrýsti lyklinum í vaxmótið án þess a8 nokkur sæi, — en hún tók heldur ekki eftir því, a8 hún missti blaðið með uppdrættinum. Þorkell Bárí5arson, heildsali. Kalaður Keli meðal kunn- ingja. Lítill og þybbinn. Á í vandræðum með mittismálið. Ljóshærður við nákvæma rann- sókn á hárinu, sem greitt er þvert yfir skailann. Vatnsblá augun gefa sakleysislegan svip, þægilegan fyrir heildsala. Rúm- lega fertugur, með broshrukkur kringum augu og munn, enda glaðvær og kíminn. Keli leiddist út í heildsölu- vafstur af tilviljun. Var leigu- bílstjóri, en tók gamlan lager af nylonsokkum og hálsbindum upp í skuld. Seldi hann og tók þrettán þúsund tvinnakefli og 34 þús. krókapör. Fór til Japan fyrir tveim árum og náði i um- boð fyrir sjálfvirkar saumavél- ar, sem seljast eins og heit vín- arbrauð. Keli kann mikið af hestavís- um og heldur að hann sé sér- fræðingur í íslendingasögum. Vitnar í þær hvenær sem færi gefst. Vlijinn er meiri en kunnáttan og því fer sem fer. Hefur minnimáttarkennd af því hann var bara í barnaskóla. Lifir fyrir þá hugsjón að gera eitthvað stórt og mikið, svo hann komizt inn í íslandssög- una. Feiminn við kvenfólk. Pipar- sveinn. Semsagt: Bezti karl. V_________________________/ BADDI ÁTTI AÐ KANNA UMHVERFIÐ f KRING- UM SAFNIÐ. ÞEKKJA ALLAR GÖTUR ÞAR f KRING. ÞEKKJA UM- FERÐINA. FYLGJAST MEÐ STARFSFÓLK- INU. HANNSAAÐ JON HELGASON FÚR FYRSTUR Á REIÐ- HJÓLI. UNGFRÚ LOTH TOK SPORVAGN OG STEFÁN KARLSSON FÓR GANGANDI HÁLF- TfMA SfÐAR. r-----------------------------n Sigrún Sveinsdóttir, tízkudama. Kölluð Rúna. Skrifar sig Rúna Sveins. Tuttugu og fjögurra ára og heitttrúaður íslendingur. Fer í Keflavíkurgönguna á hverju ári. Hatar alla Kana og Bauna. Systir hennar fór í skít- inn í bransanum, en átti krakka með dönskum pylsugerðar- manni. Rúna er falleg. Vann 2. sæti í fegurðarsamkeppni hjá Einari. Á að fara til Beirut og vantar föt. Þess vegna þarf hún að fara til London og Kaupmanna- hafnar að verzla. Kvenlega vaxin, með réttar línur á réttum stöðum. Mittis- mjó. Bústin um brjóst og bossa. Hárlitur eftir þörfum og geð- þótta. Semsagt: Snotur skvísa. V___________________________________y hverju veitingahúsi. Það væri betra að tala saman þar. Sagðist ekki hafa haft tíma til að drekka kaffi, og sig dauðlangaði í kaffi. Helzt sterkt og gott kaffi. ,,Auðvitað," sagði Thran. „At- hugunarleysi í mér." Hann gekk fró skrifstofunni og gaf nokkrar ónauðsynlegar fyrir- skipanir til skrifstofufólksins, til að sýna dömunni hver væri húsbónd- inn ó heimilinu. Svo skipti hann um gleraugu, tók regnhlífina sína og sagðist vera tilbúinn. Hann náði í taxi úti á götunni og fór með hana á litla krá við Gamlatorg. Svo spurði hann hvort hún vildi ekki fyrst hressa sig upp með kokkteil, og hún sagði jú takk. Svo pantaði hann Vodka Smirnoff fyrir hana, blandað að tveim þriðju með Canada Dry. Þrír ísmolar í hátt glas og skorin sítrónusneið á glas- barminum. Löng silfurskéið til að hræra með. Hann drakk Álaborgara í litlu snapsglasi með grænum Tu- borg til að skola niður. Hún reyndi að tefja tímann, svo hann færi að finna á sér áður en hún bæri upp erindið. Spurði hann um bísnessinn og fjölskylduna. Sagði honum fréttir að heiman. Minntist á að hún væri ógift. Hann var farinn að klappa á höndina á henni eftir þriðja snapsinn og segja hvað Keli væri heppinn að hafa svona fallega stúlku á skrif-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.