Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 43
„Við erum hættir.“ Hann fann pabba sinn þar sem hann var að vinna i garðinum, beran niður að mitti. Hann vildi ekki fá sér vélar til að létta störfin. Sannleikurinn var sá, að honum fannst gaman að erf- iðri vinnu. Hann þurfti ekki að líta tvisvar framan í Jimmy, til að hætta starfinu. „Hefurðu fundið manninn?“ spurði hann. „Nei. Ég geri ekki ráð fyrir að finna hann. Mr. Murphy sagð- ist mundu krefja þig um skaða- bætur, ef ég hætti ekki að valda honum erfiðleikum.“ Jimmy ræskti sig. „Getur hann gert það, pabbi? Ég meina, getur hann krafizt heilmikilla pen- inga? Hundrað þúsund — alls, sem þú átt?“ „Ég hef verið að búast við því,“ sagði pabbi hans rólega. Rödd Jifnmy brast. „Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér það? Ég hélt að tryggingin væri nægileg. Ég hefði getað haldið á- fram að leita og gert þig að ör- eiga.“ Andlit föður hans var hugs- andi, augun rannsakandi. „Hve- nær hótaði Murphy þessu?“ „Núna rétt áðan,“ sagði Jimmy. „í fyrra skiptið, sem ég hitti hann, sagðist hann ekki mundi gera neinar kröfur. Það eina, sem hann færi fram á, væri að tryggingarfélagið mitt borgaði allt. Ágætt fyrir hann, en ekki mig. Ég hélt áfram að leita. í þetta skipti var hann reglulega illgjarn. Hann sagðist mundi láta þig borga þar til þú yrðir öreigi, ef ég héldi áfram að reyna að losna við sökina.“ „Sagði hann það, jæja?“ Pabbi hans leiddi hann að garð- stólum, sem stóðu þarna á flöt- inni, og þar lét hann Jimmy segja sér frá öllu sem honum og Mr. Murphy hafði farið á milli. Andlit hans varð bæði reiðilegt og áhyggjufullt. „Held- urðu enn að þú hafir ekki átt sök á árekstrinum?' spurði hann. „Ég veit, að það átti ég ekki.“ „En nú ætlarðu að hætta við allt saman?“ „í guðs bænum, pabbi! Ef aðeins væri um mig að ræða, skipti ég mér ekki af þessu. En nú ert það þú og mamma. Ég gæti ekki gert neitt, sem yrði til þess, að Mr. Murphy gerði þig að öreiga!“ Pabbi hans lagði stóra hönd sína á öxl hans. „Þetta er ekki fallegt að segja við föður sinn, sonur sæll. Þú ætlar að hætta að berjast fyrir einhverju, sem þér finnst vera rétt, til þess að vernda mig. Er ég svo aumur?“ „Pabbi, ég meinti það ekki þannig, ég....“ Stóra höndin tók fastar um handlegg Jimmy. „Hættu aldrei við,“ sagði hann hægt, „hættu aldrei við eitthvað, sem þú held- ur að sé rétt, svo lengi sem þú HARDVIÐARIN N RÉTTIN6AR ÚR HOLPLÖTUM MEÐ RÝMI FYRIR LEIÐSLUR OG RÖR E R ÖDÝRASTA INNRÉTTINGAREFNIÐ, SEM VÖL ER Á SPÖNLAGÐAR HOLPLÖTUR 250x124 cm. VerS fró kr. 270,00 ferm. SPÚNLAGÐAR SPÖNAPLÖTUR 250x124 cm. VerS fró kr. 130,00 ferm. PANILAR frá 20 cm til 60 cm breidd. Lengd 250 cm. STOFU - BELINGA PARKET BELiNGA frá kr. 400,00 ferm. EIK frá kr. 430,00 ferm. __ PARKET sárstakur harSviSur, sem staSizt hefur bæSi vatnsflaum á gólfi og mjóa kvenskóhæla. LeitiS nánari |QP| ACT- upplýsinga I W I LHU I F SkólavörSustíg 1A - Sími 24940 VIKAN 2. tbl. 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.