Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 40
- diviniö °EOCOLOGNt OIVBNIA DEOCOLOGNE S IVI ART FÆST í SNYRTIVÖRUVERZLUNUM OG VÍÐAR. var fótgangandi. Ég gæti trúað, að hann ætti heima innan milu fjarlægðar frá slysstaðnum.“ „Það getur verið.“ Pabbi hans hrukkaði ennið eins og hann gerði, þegar hann hugsaði mikið. „Það er eitt, sem þú verður að gera þér ljóst, drengur minn. Þegar þú finnur hann, getur ver- ið að hann valdi þér miklum vonbrigðum. Það getur verið að hann hafi ekkert séð, eða þá að hann segi, að sökin hafi verið þin.‘ „Þá veit ég það,“ sagði Jimmy. Næsta dag byrjaði Jimmy aftur á leitinni strax eftir að skólanum lauk. Hann barði að fimmtiu eða sextíu dyrum og spurði sömu spurningarinnar i hvert sinn. Flestir, sem hann tal- aði við, höfðu áhuga og margir vildu gjarnan lijálpa lionum. Tveir voru vissir um, að þeir könnuðust við manninn, sem hann lýsti fyrir þeim, en í bæði skiptin höfðu þeir rangt fyrir sér. Annar mannanna, sem þeir bentu á, var í hjólastól, en hinn hafði verið í Alaska í meira en mánuð. Hann var að þessu allan eftir- miðdaginn. Þegar hann var á leið að bilnum sínum, kom lang- ur sportbíll eftir götunni. Ben Murphy var við stýrið. Hann stanzaði rétt hjá Jimmy. „Komdu hér,“ sagði hann. „Ég þarf að tala við þig.“ „Já, herra,“ sagði Jimmy. „Ég var of grimmur við þig þarna um daginn,“ sagði Mur- phy. Hann brosti ekki, en það var heldur ekki reiðisvipur á andliti hans. „Konan mín fór niður i bæinn til þess að kaupa sér hatt — það næsta sem ég frétti, er að hún sé komin á sjúkrahúsið. Ég var miður min af áhyggjum, auðvitað. Síðan hef ég haft tíma til að hugsa málið. Ég hef þekkt og líkað vel við pabba þinn lengi, við höfum átt mörg viðskipti saman. Mig langar ekki til að særa hann eða þig.“ Jimmy sagði: „Þakka yður fyrir, Mr. Murphy.“ „Það þarf að borga marga reikninga — sjúkrahúsinu, lækn- unum, bilaverkstæðinu. Trygg- ingin þín nægir víst ekki til þess.“ Augu Murphy tóku engan þátt i brosinu, sem lék um var- ir hans. „Þetta er svona á milli vina, drengur minn. Við skul- um hafa það þannig.“ „Ég skil ekki hvað þér eigið við.“ „Þú ert áhyggjufullur,' sagði Murphy. „Það væri ekki nema mannlegt. Þetta getur orðið ó- þægilegt — kæra og þú missir ökuskírteinið og þvílíkt.“ Hann brosti aftur. „Ég sé bílinn þinn hér í hvert skipti og ég fer fram- hjá. Þú ert að leita að einhverju liér — einhverju til að létta af þér sökinni, er það ekki?“ „Vitninu,“ sagði Jimmy. „Það er þýðingarlaust,“ sagði Murphy. „Sláðu þvi alveg frá þér. Þú sleppur vel. Farðu bara heim og hvildu þig. Tryggingar- félagið borgar reikningana og allt verður i lagi.“ Hann setti bilinn í gang. „Reyndu svo að vera gætinn, drengur. Það er ekki víst að næsti náungi verði vinur föður þíns.“ Jimmy sagði: „Mr. Murphy, ég• • • • “ Sportbillinn var þegar kominn af stað og mölin hrökk undan hjólunum. Bakljósin glóðu eld- rauð og brátt var hann horfinn bak við horn. Jimmy starði á eft- ir honum. „Ágætt!“ sagði hann. „Láta bara tryggingarfélagið borga og þá er allt í lagi! Og hvernig fer þetta með mig?“ Jimmy beit á jaxlinn. Það var sama hvað Mr. Murphy sagði, hann ætlaði ekki að gefast upp strax. Maðurinn í vinnubuxunum hlaut að eiga heima hér einhvers staðar ná- lægt. Hann hafði verið gangandi. Hann... . „Nei, biddu bara við!“ sagði Jimmy allt í einu við sjálfan sig. Hann gekk aftur að bílnum, honum hafði dottið nýtt í hug. Húsið næst við slysstaðinn var nýtt og mjög stórt. Ung og lag- leg kona kom til dyra. Hún hlust- aði alvarleg á lýsingu Jimmy á vitninu. „Nei,“ sagði hún svo. „Hann á ekki heima hér.“ „Ég hélt kannski að hann hefði unnið fyrir yður,“ sagði Jimmy. „Ef til vill hefði hann slegið grasblettinn eða klippt runn- ana. Að liann væri einn af þess- um mönnum, sem snapa vinnu hér og þar. Stundum skilja þeir heimilisfangið sitt eftir hjá við- skiptavinum.“ „Mér þykir það leitt,“ sagði konan. Jimmy reyndi næsta hús og þarnæsta. Hann hitti ljóshærðan, feitan mann, sem hafði séð vitn- ið. „Hann bað mig að hringja á sjúkrabifreið,“ sagði liann við Jimmy. „En hann var ókunnug- ur. Ég lief aldrei séð hann síð- an.“ Jimy fann fólk, sem hafði heyrt í árekstrinum, kom- ið á slysstaðinn, en enginn mundi eftir grönnum og grá- hærðum manni í vinnubuxum og vesti. „Einhver hlýtur að þekkja ná- ungann, sagði Jimmy. Hann hélt þessu áfram þar til fór að skyggja. Þá fór hann heim og fann pabba sinn og Cri- cket, þar sem þau voru að tala saman í lágum hljóðum í eld- húsinu. Þau þögnuðu, þegar hann kom inn, litu á hann og biðu, Hann þurfti ekki að segja þeim, að honum liefði gengið illa — þau sáu það á svip hans. Cricket fór allt í einu að sýsla VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.