Vikan

Issue

Vikan - 14.01.1965, Page 37

Vikan - 14.01.1965, Page 37
in, velþekktur taugasérfræðingur frá London, gaf 3i að hann hefði einfaldlega skipt um skoðun Sro þegar ég byrjaði á þessu, fannst mér það reglulega skemmtilegt, þangað til síðasti viðskiptavinurinn kom; hann hafði svo sorgmædd augu. Um leið og hann settist og ég bað hann að taka af stokknum, skeði það furðulega, ég þurfti engin spil, ég sá allt greinilega. Hann var ástfanginn af annari en konunni sinni, og ég lýsti stúlkunni Hún var ljóshærð og hét Iris, en hún kærði sig ekkert um hann, það voru bara peningarnir hans sem hún vildi. Ég bað hann blessaðan að hætta við hana í hvelli, t og fara aftur til konunnar sinnar, hún skildi hann og elskaði, — hann mundi aldrei iðrast eftir að fara til hennar aftur. Maðurinn sat alveg dolfallinn. Hann viðurkenndi að hann væri , ástfanginn af stúlku, sem héti Iris, alveg eins og ég hefði sagt, og að hann hefði lengi verið áhyggjufullur og óhamingjusamur, vegna þess að hann vissi ekki hvemig hann ætti að snúa sér í þessu. Eftir að hann var farinn, sat ég lengi grafkyrr og starði fram fyrir mig. Þegar ég kom til sjálfrar mín aftur, hélt ég á fimm- pundaseðil í hendinni. Hálfu ári síðar mætti ég manninum á götu. Hann heilsaði mér hjartanlega, og sagði mér að allt hefði komið fram, sem ég hafði sagt. Seinna komst ég að því, mér til mikillar armæðu, að ég gat sagt fyrir um óorðna hluti; ég hafði enga sérstaka hæfileika, þetta kom bara yfir mig, við og við. — Það kom til dæmis einu sinni fyrir í samkvæmi, að mér varð litið á einn gestanna. Allt í einu vissi ég að hún átti eftir að giftast liðsforingja og eignast tvíbura, og það rættist. Við og við sá ég fyrir hversdagslega hluti, og þeir komu alltaf fram. Ég sagði engum frá þessu, vissi að það vekti eftirtekt og var hrædd við að láta á því bera. Ann- ars hefði ég sennilega orðið heimsfræg og mokað saman peningum. Já, þarna sjáið þér mína sæng útbreidda, læknir. Ég hefi haldið þetta út í mörg ár, en nú er þetta farið að fara í taugarnar á mér. Ég hélt kannski að þér gætuð ráðlagt mér eitthvað til þess að losna við þennan ófögnuð. I nokkrar mínútur var steinhljóð í herberginu, það einasta sem heyrðist var ískrið í penna læknisins. Svo strauk hann fingrun- um í gegnum hárið og fann að það reis á höfði hans. Þegar hann leit upp, fann hann að hún horfði á hann, með svip sem hann gat ekki ráðið, og hann fékk þá ónotatilfinningu að hún væri að gera gys að honum. Hann rétti sig upp í sætinu og horfði hugs- andi á hana. Hvað gat það verið sem orsakaði það að honum fannst hann missa öryggsikenndina? — Frú Fairfax, þennan eftirmiðdag þarna á basarnum, var það i fyrsta skipti sem þér fundið fyrir þessu? — Já, það var í fyrsta skipti. — Og þetta hefir haldið áfram síðan? — Já. — Hve lengi? — Um það bil fimm ár. — Jahá. Og nú, frú Fairfax, ætla ég að reyna að skýra þetta tilfelli yðar. Þér eruð ekki sú fyrsta, sem hafið orðið fyrir því að sjá óorðna hluti, — og þér verðið heldur ekki sú síðasta. Sklijið þér það, að þetta er ekkert einsdæmi, það get ég huggað yður með. * Fru Fairfax hló, og það gerði læknirinn líka. — Furðulegt, þetta gamla bragð heppnaðist alltaf, hugsaði hann. — Ef sjúkl- ingi var sagt, að aðrir hefðu sömu þjáningar, leið honum, eða ,henni strax miklu betur. — En þegar hann athugði bros hennar nánar, var hann ekki eins öruggur, og sneri sér fljótt að minnis- blöðum sínum- — Svo við snúum okkur aftur að basaranum. Þér höfðuð spáð fyrir fólki allan eftirmiðdaginn, og þessi maður var síðasti viðskiptavinurinn; segið þér mér, voruð þér ekki orðin þreytt, þegar að honum kom? — Líklega dálítið þreytt, en ég skemmti mér svo vel að ég tók ekkert eftir því. Valentin læknir endurheimti öryggiskennd sína. — Einmitt það, og þegar maður er þreyttur, getur hugmyndaflugið auðveldlega hlaupið með mann í gönur. Þér skiljið það. Þar að auki hafið þér ef til vill verið þreyttari en yður var ljóst. Haldið þér það ekki? — Jú, það gæti verið. — Þér gætuð auðveldlega hafa ímyndað yður, að þér vissuð allt þetta um manninn, en í raun og veru hafi það verið hrein tilviljun, að þetta stóð allt heima. Þar að auki sögðuð þér sjálf, að það væri mjög auðvelt að lesa úr andlitssvip fólks. Auðvitað sér maður fljótt, ef einhver er óham- ingjusamur. Spá yðar hefir máske verið hrein tilviljun, — en hún getur líka hafa verið eitthvað annað. Eruð þér giftar? — — Ég var gift. Maðurinn minn dó fyrir nokkrum árum. — Jæja, nú er það mjög sennilegt, að þegar þér ráðlögðuð manninum, að fara aftur til konu sinnar, hafi það ekki verið nein spá, heldur gott ráð. í undirvitundinni höfðuð þér djúpa samúð með konu hans. Þér eruð sjálf kona, og hafið því getað gert yður í hugarlund sálarástand hennar. Skiljið þér hvað ég meina? — Já, fullkomlega. — Sálin er ráðgáta, hélt Valentin læknir áfram- —- Mað- ur getur aldrei vitað hvaða hrekkjarbrögðum undirvitund- in tekur upp á. Þér segið að þér hafið haldið þessu Ieyndu. Hafið þré aldrei sagt neinum frá þessu, jafnvel þótt það snerti nánustu vini yðar? — Nei. — Lofið mér þá að reyna að skýra fyrir yður, hvernig í þessu öllu getur legið. Atvikið á basaranum hafði mjög djúp áhrif á yður. Þér fóruð að trúa því, að þér hefðu sjötta skilningarvitið. — Svo ef einhver vina yðar gifti sig, — eða eitthvað kom fyrir, sem þér höfðu áhuga á, þá fannst yður að þér hefðuð séð þetta allt fyrirfram. 1 raun og veru, þér hugsuðuð afturábak í staðinn fyrir að hugsa áfram. Og nú ætla ég að gefa yður gott ráð. Reynið þér að finna einhverja frístunda- vinnu, — eða það sem væri ennþá betra, farið þér í skemmti- ferð, eitthvað út í buskann. í öllum bænum, reynið þér að fá einhver ný áhugamál, svo að þér hafið ekki tíma til að hugsa um hitt. Ég er viss um að það gæti hjálpað yður mikið. Frú Fairfax hló, og Valentin læknir slappaði af. — Það leit út fyrir að hún væri á sama máli, og það var hann ánægður með. Svona tilfelli gátu verið mjög erfið, og hann var þreyttur og vildi komast heim. — Hann tók saman blöð sín, en þegar hann leit aftur á hana, varð hann undrandi. Hún brosti ennþá, en bros- ið var greinilega napurt. •—• Með öðrum orðum, yður finnst ég vera miðaldra, ó- ánægð kerling, sem ekkert hefi til að hugsa um, nema sjálfa mig, og reyni að hugga mig við það, að ég hafi eitt- hvert sjötta skilningarvit. — En yður skjátlast, læknir, sagði hún rólega. Læknirinn reis á fætur, með öllum þeim virðuleik, sem hann, á þessu augnabliki var fær um að sýna. — Ég hefi gert það sem ég get fyrir yður, frú, sagði hann stutt- aralega. — Ef þér ekki trúið mér, þá þér um það. Ég get því mið- ur ekki gert meira fyrir yður. —■ Hann bjóst við að hún stæði upp, en hún sat kyrr og horfði á hann með þessu undarlega augnaráði. Hann beygði sig yfir hana, og studdi annari hendinni á stól- bríkina. — Ég hefi haft mörg slík tilfelli í læknisstarfi mínu, sagði hann vingjamlega, en með virðugleik, sem venjulega hafði áhrif á sjúklingana, — og trúið mér, þegar við höfum rætt þetta fram og aftur þá kemur það í ljós, að þau hafa eðlilega skýr- ingu. Sjúklingarnir hafa allir gleymt vandamálum sínum, og lifa nú fullkomlega eðlilegu lífi. Ég er viss um að það fer eins fyrir yður. — En þér gleymið einu, læknir, ég get sannað að ég hefi á réttu að standa. Augu hennar ljómuðu af kímni. — Ég er því ekki mótfallinn, að þér reynið það, svaraði hann, — en hvernig ætlið þér að fara að því? — Ég get til dæmis sagt fyrir um hluti, sem munu henda yður. Það er ef til vill bezt að þér skrifið það niður, svo að þér get- ið ekki þrætt fyrir það seinna. Framhald á bls. 31. VIKAN 2. tbl. 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.