Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 4
í verksmiðjunni: Næst á myndinni eru tvær plötur í stálmótum, en fjær er full- hörðnuð plata flutt burtu. £ HÚS OQ HÚSBÚNAÐUR Gólfplötur úr Nýjung í sambýlishúsi við Meistaravellí Á þessum miklu byggingartímum eru margir þrautpíndir húsbyggiendur orðnir langeygir eftir því að byggingaiðnaðurinn fari að reka af sér slyðru- orðið. Sú kyrrstaða, sem þar hefur orðið er naumast skiljanleg og hefur reynzt mörgum dýrkeypt, en nú bendir ýmislegt til þess, að þróunin hafi vaknað af vaerum blundi og nokkurra tíðinda sé að vænta. í þessum þætti hefur að undanförnu verið vakin athygli á mótsteinshúsi ón múrhúðunar, holplötum í milliveggi og stólgrindarútveggi með lausum plötum. Um þessar mundir er verið að byggja sambýlishús við Meistaravelli í Reykjavík. í stað þess að slá undir loftin og steypa plöturnar á venjulegan hátt, voru þarna settar verksmiðjuframleiddar gólfplötur úr strengjasteypu, 18 cm þykkar og hálfur áttundi meter á lengd; Þær ná yfir meðalíbúð og fyrir vikið þarf engan burðarvegg innan íbúðarinnar. Bæði hafði arkitekt- inn þar fyrir miklu frjálsari hendur og svo getur húsbyggjandinn haft alla innveggi létta, eða úr grind og plötum. Fyrirtækið, sem plöturnar framleiðir er þegar þekkt orðið fyrir fram- leiðslu á burðarbitum úr strengjasteypu og hefur starfað í fjögur ár. Gólf- plöturnar eru hins vegar nýjung. Breidd þeirra er annaðhvort 1,20 m eða 1,50 m. Eftir plötunum endilöngum eru 12 cm víðir pappahólkar, sem gera plötuna léttari, efnisminni og þar af leiðandi ódýrari og í þriðja lagi auka þeir burðarþol hennar. Neðan við hólkana eru svo strengdir 8 mm vír- kaðlar með 15 cm millibili. Þessi vírkaðall er úr sjö þáttum og hefur 5 sinnum meira brotþol en venjulegt steypustyrktarjárn. Sérstök vél strengir með fjögurra tonna átaki á hvern vír. Eftir að steypunni hefur verið rennt í mótin, er hleypt lágspenntum rafstraum á vírana, svo þeir hitna allt upp í 80 stig. Við það harðnar steypan fljótt og vel. Afkastageta verk- smiðjunnar er nú komin á það stig, að hún getur framleitt gólfplötur í tvær 100 ferm. íbúðir á dag. Þegar búið er að slá upp fyrir veggjum, eru plöturnar settar upp og notast þær þá sem vinnupallar um leið. Það er mjög fIjótlegt að setja þær upp og á staðnum eru þær rafsoðnar saman í eina heild. Verðið er um 500 kr. á fermeter og uppsetning um 40 krónur á fermeter að auki. Þrátt fyrir sifelldar hækkanir á öllum sviðum, hefur verksmiðjan getað lækkað framleiðslu sína í verði. Mótakostnaður hjá verksmiðjunni er nálega enginn, því notuð eru stálmót, sem endast um ófyrirsjáanlegan tíma. Þegar um gólfplötu í einbýlishús er að ræða, borgar sig varla að nota strengjasteypuplötur, því þar þarf hvort sem er engan mótauppslátt að neðan. En það er fyrst og fremst mótauppslátturinn, sem plöturnar spara og svo er þess að geta, að plöturnar eru rennisléttar að neðanverðu og er ætlazt til að þær séu málaðar án nokkurrar múrhúðunar. Aðeins þarf að ganga frá samskeytum. Hins vegar er gert ráð fyrir því að lagt sé slit- lag ofan á þær á venjulegan hátt og rafmagnsleiðslur lagðar þar í. Auk uppsláttar og múrhúðunar er hægt að spara sér burðarveggi, sem erU allt að því tvöfalt dýrari en léttir veggir, kosta múrhúðaðir og frá- gengnir um 800 kr. á fermeter. Það er einkum í löndum eins og Rússlandi, þar sem ríkið hefur allt á sinni könnu, að mikil þróun hefur orðið í því að framleiða hús í verk- smiðjum. En þar er eingöngu um sambýlishús að ræða. Bæði er, að bezt er að koma fjöldaframleiðslu á einingum við, þegar byggð eru sambýlishús og svo kemur hitt, að einbýlishús vilja menn fremur hafa sitt með hverju móti. Margir byggingasérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að þróunin verði sú, að hús verði verksmiðjuframleidd. Það verði jafnvel hægt að koma með sína sérstöku teikningu í verksmiðju og láta framleiða eitt eintak eftir henni. En samt verði það mun ódýrara. í Rússlandi hef ég heyrt að þeir byggi sambýlishús nú orðið á þann hátt, að þeir framleiða her- bergin hvert fyrir sig í verksmiðjunum og raði síðan saman eins og köss- um. Það kostar svo mikið að gera tilraunir með þessa hluti og koma einingaframleiðslu á hagkvæmt stig, að það er varla á valdi einstaklinga eða lítilla byggingafélaga. Hér er mikið og þarft Framhald á bls. 51. Afkastageta verksmiðjunnar er plötur i tvær 100 fermetra íbúðir á dag. Hér eru gólfplötur úr strengjasteypu í stöflum fyrir utan verksmiðjuna. ú £ VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.