Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 36
smásaga læknir fyrir bord Maðurinn, Osbert Valent enga skýringu. Hann sag Valentin Iæknir hafði venjulega gott lag á taugaveikluðu kven- fólki, en hann andaði léttar þegar síðasti sjúklingurinn hvarf út um dyrnar, og hann vonaði af öllu hjarta, að hann þyrfti aldrei að sjá hana framar. Það stóð í öllum morgunblöðunum, — smáklausa, neðst á fremstu síðu, frétt sem hlaut að fá fjölda fólks til að glenna upp skjáinn. MAÐUR STEKKUR FYRIR BORÐ. Þegar „ELIS1A“ sigldi úr höfn í Dover, síðdcgis í gær, til að ' leggja af stað í skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið, skeði það að maður nokkur stökk allt í einu fyrir borð, — alklæddur, -—• og synti í Iand. Maðurinn, Osbert Valentin, velþekktur tauga- , sérfræðingur frá London, gaf enga skýringu. Hann sagði að hann hefði einfaldlega skipt um skoðun, og hætt við að fara þessa ferð. Þetta var hulinn leyndardómur, það voru aðeins þrjár verur, sem vissu hvemig í þessu lá, — og hér kemur sagan. Valentin læknir kæfði geispa, og skellti aftur minnisbók- inni. Horaði maðurinn, sem sat andspænis honum, hafði talað um ofsjónir sínar í heilan klukkutíma. Það eina sem vantaði var ljósrauður fíll, og hann mundi trúlega skjóta upp kollin- um næst þegar þeir ræddust við. — Ég er hræddur um að við verðum að hætta í þetta sinn, herra Dearth, og svo sjáumst við aftur næsta þriðjudag. Hr. Dearth kvaddi, hálfnauðugur, og Valentin læknir fékk sér glas af vatni; honum héfði nú ekki veitt af einhverju sterkara, því að þetta hafði verið langur og erfiður dagur. Hann teygði úr sér og andaði djúpt, það var ráð sem hann var vanur að gefa sjúklingum sínum við tauga- þenslu. 1 sömu andrá kom aðstoðarstúlkan inn. — Frú Fairfax situr á biðstofunni, læknir. — O, — fari það til fjandans, þessum nýja sjúklingi hafði hann steingleymt. Frú Fairfax kom inn, og hann heilsaði henni með elskulegu brosi. Hún var miðaldra, ósköp venjuleg útlits, dökkhærð og fölleit. En þegar hann horfði betur á hana, varð hann heillaður af augum hennar, þau voru stór, dökk og furðu djúp, það var eins og þau sæju eitthvað, sem hann kom ekki auga á. Bros hennar var vin- gjamlegt og hún virtist vera í fullkomnu jafnvægi, og leit alls ekki út fyrir að þjást af neinni taugatruflun. — Ég vona að yður finnist ekki að ég eyði tíma yðar til einskis, læknir, sagði hún. — Það er í raun og veru ekkert að mér. Ég vonaði bara að þér gætuð gefið mér góð ráð. — Með mestu ánægju. Viljið þér ekki fá yður sæti? Hún horfði á hann stundarkorn, og aftur varð hann heillaður af augum hennar, það var eitthvað næstum dáleiðandi við augna- ráðið. — Ég vona að þér sýnið mér umburðarlyndi. Valentin læknir brosti góðlátlega. — Góða frú Fairfax, það gerum við taugasérfræðingarnir alltaf- — En ef það snertir nú eitthvað yfirnáttúrlegt, afturgöngur til dæmis, það álíta sérfræðingar líklega sjúkdómseinkenni, og meðhöndla það sem skynvillu? Ég á við að þá halda þeir að sjúklingurinn sjái afturgöngur, en ekki að afturgöngurnar séu til? — Ó, drottinn minn, þetta verður þolraun ,hugsaði læknirinn og ; greip pennann ... — Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum, þá lét ég tilleiðast til að spá í spil, á basar, sem haldinn var heima í bænum mínum, , hélt frú Fairfax áfram. Það var prestsfrúin sem fékk mig til þess. Ég hafði oft áður spáð í spil, fyrir vini mína, skiljið þér? Frú Pemberley fannst það vera sniðug hugmynd, að ég klæddi mig eins og sígaunakerlingu og hefði smátjald á basarnum. Hún lagði svo fast að mér, að ég lét undan að Iokum. — Það er ekki svo erfitt að spá í spil, ef maður fær æfingu í því. Ég fann það út að maður getur sagt hérumbil öllum það sama; hver verður til dæmis ekki reiður einstaka sinnum? Og þessutan getur mað- ur lesið heilmikið úr andlitum manna. Það er ekkert hættulegt að spá um bréf, ferðalög, Ijóshærða eða dökkhærða gesti, það upp- lifa allir, fyrr eða síðar. gg VXKAN z. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.