Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 41
við eldavélina, og pabbi beygl- aði bjórdós milli handanna. „Charlie Stern hringdi," sagði hann rólega. „Ég er nýkominn úr trygging- arstofnuninni,* sagði Jimmy. „Hann er að hugsa um upp- hæðina. Hann er að reyna að út- vega þér víðtækari tryggingu, en það tekur einlivern tima.“ „Og kostar meira,“ sagði Jimmy, „Ég get ekið þér á kvöldin,“ sagði pabbi hans. „Nei,“ svaraði Jimmy. „En þú gafst mér góða hugmynd þarna.“ Tveir gátu farið yfir lielmingi stærra svæði en einn. Tíu eða tólf gætu farið í öll hús í milu fjarlægð frá slysstaðnum. Marg- ir unglingar, sem ha'nn þekkti, áttu bila, og þeir höfðu ekki all- ir starf með skólanum. Jimmy skrifaði lista og fór í símann. Beans Hall varð að fara til tannlæknisins. Jack Davis ætl- aði að leika tennis. „Ég sleppi því bara,‘ ‘sagði Jack. „Það getur verið alveg eins gaman að liringja dyrabjöll- um.“ „Ég skal borga bensínið," sagði Jimmy. Hann hafði skipulagt allt áð- ur en hann fór að hátta. Níu bil- ar og tuttugu unglingar mættu á Dutch Hill Road við Fertug- asta og sjöundu götu næsta eftir- miðdag. Jimmy breiddi úr kort- inu framan á bílnum lians Jack. „Hver bíll fær eina götu,“ sagði Jimmy. „Þið gangið upp eftir öðrum megin og svo niður eftir aftur hinum megin. í hvert hús — sleppið ekki einu ein- asta úr. Komið svo aftur hingað og takið við nýju liverfiV „En ef við finnum náungann?" spurði .Tack Davis. „Sá fær tvö auka gallon af bensíni,“ sagði Jimmy. Hann stóð kyrr og horfði á bilana kemba nágrennið. Hann fann trjástofn við vegarbrúnina og notaði það sem skrifborð. Þó ekki væri nema að fylgjast með því, yfir hvaða svæði bil- arnir liefðu farið, var töluverð vinna. Stundum komu tveir eða þrír bílar í einu og biðu eftir fyrirskipunum. Það kom í ljós, að tuttugu leitarmenn gátu verið jafnóheppnir og einn. Krakkarn- ir komu með nokkra menn, sem höfðu séð manninn, en enginn þeirra vissi hvað hann hét eða hvar hann átti heima. „Við gefumst ekki upp,“ sagði Jimmy. Hann var að tala við Fats Porter og Bob Hentley þegar hann heyrði flautið i bílnum. Hann var önnum kafinn við að merkja inn á kortið, svo að liann leit ekki upp. Það var flautað hvað eftir annað. Fats Porter lét í Ijós óánægju með þessa truflun, sneri sér við, en jafn- skjótt til baka. „Jim,“ sagði liann. Ég held að þessi náungi vilji þér eitt- hvað.“ Jimmy leit upp. Þarna stóð sportbíllinn á miðjum veginum. Ben Murphy sat við stýrið og flautaði nú aftur og virtist ó- þolinmóður. „Ég kem strax aftur,“ sagði Jimmy. Það vottaði ekki fyrir brosi í svip Bens Murphy. „Þú!“ Hann hreytti út úr sér orðinu í átt að Jimmy. „Ég sagði þér að fara heim og taka það ró- lega!“ sagði liann. „Heyrðirðu ekki hvað ég sagði, drengur?“ „Jú,“ sagði Jimmy. „Ég heyrði til yðar.“ „Og nú ertu kominn með all- an hópinn!“ Rödd hans var rám af reiði. Stórar hendur hans gripu svo fast um stýrið að æð- arnar þrútnuðu. „Ég var góður við þig. Hættu þessu öllu, láttu tryggingarfélagið borga — ég fór ekki fram á annað. En hvað gerirðu?.Þú reynir að eyðileggja allt saman, ýta því inn í réttar- salinn, gerir mér erfitt að vera sáttfús.“ „Þetta var ekki mín sök,“ sagði Jimmy. „Ég gef þér eitt tækifæri í við- bót!“ sagði Murphy. „Haldirðu þessu áfram, skaltu fá að kenna á þvi — bæði þú og pabbi þinn. Ég skal sjá um þig fyrst. Ég læt konuna mína skrifa undir kæru fyrir glæpsamlegt kæruleysi og of hraðan akstur. Þú stendur frammi fyrir dómaranum áður en þú veizt af. Þú missir öku- réttindin, verður dæmdur til að greiða sekt og lendir jafnvel i fangelsi. Og það er bara byrjun- in! Við krefjumst hundrað þús- und dollara í bætur af föður þínum, fyrir það sem þú hefur gert við andlit konunnar minn- ar!“ Jimmy sagði: „Þér getið ekki « „Það geturðu bölvað þér upp á, að ég get!“ sagði Murphy. „Þú hefur ekki náð fullum aldri. Hann ber ábyrgð á þér og þinum gerðum. Ég skal stefna honum og ég vinn málið. Ég skal reyta allt af honum — síðasta skild- inginn, húsið, bílinn, allt. Hann skal verða að eyða því sem eftir er ævinnar til að borga skaða- bæturnar, og taktu þetta alvar- lega drengur, því verður ekki haggað!“ Munnur hans var orð- inn að hörkulegu striki. „Farðu lieim og vertu þar kyrr, eða þú og faðir þinn lendið í meiri erf- iðleikum en ykkur hefur nokk- urntima órað fyrir!“ „Já, herra,“ sagði Jimmy. Hann liorfði á sporthilinn renna af stað og gekk svo aftur að trjábolnum, sem hann hafði notað sem skrifborð. Hann tók upp kortið og braut það vand- virknislega saman. Svo leit liann á vini sina og augu lians voru döpur. „Þið getið farið,“ sagði hann. FerSaveski meS Roll-on After Shave, talkumi og herrasápu. -O Roll-on After Shave og Talk- iim. (_J Krem Cologne fyrir herra, Roll-on After Shave og Talkum. -O Cologne fyrir herra, Roll-on After Hárkrem, Deodorant, Talkum og ,,Clo.se-Shn- e" handa bezta vininum. O Hair-Cream, Talkum, Roll-on After Shave og „Close Shave“ froða. After Shave Lotion í fiöskum með málm- hettum. O Eu de Cologne krem — After Shave Lotion og Tonic Hair Groon í flöskum með málmhettum. -O After Shave Lotion og herrasápa í ferðahylki. O VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.