Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 9
íþróttasérfræSingar hafa mikið bollalagt um ástæðurnar fyrir þessu. Sumir hafa bent á, að negrarnir hafi sérstaklega langa vöðvabyggingu, en nú hefur komið fram kenning um það, að blóðrás þeirra sé greiðari það er svo, þá ættu þeir líka að vera og þess vegna séu þeir sneggri. Ef þoinari, þvi þol byggist að verulegu leyti á greiðari blóðrás. Þegar blóð- rásin hefur ekki undan að flytja þreytuefnin burtu úr vöðvunum, þá stífna vöðvarnir og maðurinn þreytist. Annað atriði, sem allir geta séð, er það, að negrar kunna greinilega betur þá list að slappa af og nota aðeins rétta vöðva hverju sinni. Önnur spurning, sem margir hafa velt fyrir sér, er sú, hvernig stend- ur á því að stöðugt er hægt að bæta heimsmetin, hlaupa hraðar, stökkva lengra og hærra, kasta lengra. Hvers vegna getur ungur maður í dag varp- að kúlunni 6 metrum lengra en afi hans gat. Á 60 árum hefur heimsmet- ið í hástökki verið bætt um 31 cm, í langstökki um 72 cm. Þessu geta íþróttasérfræðingar svarað nákvæmar, en svarið er í nokkrum liðum: 1) Miklu fleiri nú, sem iðka íþróttir. 2) Tæknin hefur verið endurbætt. 3) Hjáipartæki, svo sem gaddaskór og stengur úr glerfiber stuðla að bætt- um árangri. 4) Menn vita betur en áður um vísindalegar aðferðir til að byggia upp skerpu, kraft eða þol og þjálfunin er framkvæmd allt öðruvisi en áður var. LÚXUS A FERÐALÖGUM Það er löngu kunn staðreynd, að af farartækinu má höfðingjann kenna. Til skamms tíma þótti útlendum pen- ingafurstum nokkuð til þess koma að aka í klæðskerasaumuðum Rolls eða Cadillac. Að taka á leigu stóra flug- vél undir sjálfan sig þótti jafnvel taka hinu fram. En nú er hvorugt neitt sérstakt. Þýzkir iðjuhöldar og stór- bísnismenn eru bæði nýríkir og vell- ríkir og þeir hafa fundið upp nýjan lúxus á ferðalögum. Þeir taka á leigu sérstakar járnbrautarlestir. Það er alkunna, að maður er frem- ur ófrjáls að hreyfa sig, sérstaklega við dans og aðra gleði, 1 bílum eða flugvélum. Skip hafa þann ókost að velta. En til þess að mæta samkeppn- inni við þessi farartæki hafa jám- brautirnar látið útbúa sérstakar lestir, hljóðeinangraðar, með stórum setustof- um, búnum nýtízku húsgögnum, plötu- spilara, bar, dansgólfi, baðherbergi, svefnherbergi og kvikmyndasal. Þetta er eina farartækið sem leyfir mönn- um að vera eins og heima hjá sér á ferðalögum. Þeir nýríku í Vestur- Þýzkalandi nota sér það óspart að taka svona lestir á leigu hjá Deutsche Bundesbahn, sérstaklega á leiðinni milli Essen og Bonn. Kílómetragjaldið er 150 krónur. Að taka þesskonar lest á leigu norður til Akureyrar og suður aftur — væri þar járnbraut — mundi kosta 135 þúsund krónur. En svo ber að geta þess, að leigutaki má taka eins marga með sér og hann vill — og hafa partý á leiðinni. TUNGLAÆTLUN BANDARfKJANNA SLÆR ÖLL MET — Til tunglsins fyrir 1970. Þessi orð Kennedys heitins, Bandaríkjaforseta, eru þau dýrustu, sem nokkru sinni hafa verið sögð .Sú áætlun að komast til tunglsins, sem kennd er við Appollo og kölluö Appolloáætlunin, mun að líkindum kosta 860 milljarða íslenzkra króna. Það tók Bandaríkjamenn 5 ár að búa til fyrstu atómsprengjuna, en þeir treysta sér ekki til þess að koma mönnuðu geimfari til tunglsins á minna en 8 árum þrátt fyrir sífellt vaxandi tækni. Það er stærsta iðnað- arframkvæmd í sögu mannkynsins og margir eiga þátt í henni eins og að líkum lætur. 20 þúsund fyrirtæki í 47 fylkjum Bandaríkjanna leggja eitt- hvað til og 315 þúsund manns vinna við að framkvæma þessa áætlun Kennedys. Þrír stærstu aðilarnir eru risafyrirtækin Boeing, North American Aviation og Douglas Aircraft. Þau hafa samtals 60 þúsund manns við rakettubyggingar. Það er eldflaugin Saturnus V, sem á að fara með 12 sinnum meiri hraða en riffilkúla og ná til tunglsins á þrem dögum með þrjá geimfara um borð. Tveir þeirra verða settir á land á tunglinu. Verða Rússar á undan? Það er spurning, sem veldur þeim óróa fyrir vestan. Flestir eru þeirra skoðunar, að líklegt sé, að Rússar verði á und- an ,ef þeir hafa efni á þvl að vinna að þvi af fullum krafti. Sérfræðing- ar telja Rússa leiða i geimkapphlaup- inu og hafa 1—3 ára forskot, en ann- ars greinir menn á um það. Rússneska geimfarið Voschod, sem hringsólaði kringum jörðina rúmt dægur, gaf vís- bendingu um, að Rússar hefðu nú svo góða burðareldflaug, að hún gæti sennilega lyft 10—12 tonnum. Burðar- eldflaugarnar eru kjarninn í þessum áætlunum Rússa og Bandaríkjamanna; það er á sjálfu eldflaugarskotinu, sem allt veltur. HEILDSÖLUBIRGÐIR Upplýsingamiðstöð C. D. Indicator á heimsþingi kvenna í London. 0. D. INDICATOR HEFUR FARIO SIGURFÖR UM HEIMINN Þúsundir kvenna um allan heim nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikni- tæki, sem reikriar nákvæmlega út hina fáu frjóu daga í mánuði. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja notkun C. D. INDICATORS, jafnt ef bameigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. C. D. INDICATOR er hin sjálfsagða eign hverri konu, jafn ómissandi og nauðsynleg og armhandsúrið, sem sýnir henni tímann. Hinn heimsfrægi japanski vísindamaður, Dr. Ogino, sem kerfi þetta hefur verið nefnt eftir, skrifar: ,,Þetta litla tæki er að mínum dómi tæknilegt und- ur, sem nákvæmlega og við allar aðstæður sýnir hina frjóu og ófrjóu daga konunnar eftir kenningu Dr. Knaus og minni. Tækið er svo snilldarlega útbúið, að ég lýsi því yfir eftir beztu samvizku, að ég þekki ekkert hjálp- argagn eða tæki, sem leysir verkefni þetta jafn örugglega af hendi og C. D. INDICATOR". Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Heimilisf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.