Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 49
Gráhvít, fóðruð regnkápa með nýja uppistandandi kraganum, en hann er úr tvöföldu, dökkgráu og grófu prjónaefni, hnepptur með einni tölu. Ermauppslögin gerð úr sama prjónaefni og eru töl- urnar á kápunni hafðar í sama gráa litnum, en beltið er hnýtt í mittið. Svona kraga má prjóna sér á gamla kápu, en hann er bæði hlýr og nýstárlegur. Auðvitað er stúlkan í grófum sokkum við, held- ur dekkri en kraginn. Hver segir að regnhlífar eigi að vera einlitar? Róssóttar og allavega mynztraðar regnhlífar eru farnar að skjóta upp kollinum, og lífga þær óneitanlega götusvipinn í grárri vetrar- slyddunni. Þá er öllu jólahaldi lokið, þrett- ándinn liðinn og engin hátíð framundan á næstunni. Hversdagsleikinn er tekinn við og ekki um annað að gera en að bíta á jaxlinn og arka í vinnu í öllum veðrum. Regnkápur eru nauðsynlegustu flíkur á íslandi allan ársins hring, en það er ekki sama hvernig þær eru. Þær fylgja tízk- unni, og ef ekki er þörf á að bæta skapið í vetrarmyrkrinu og slydduregninu með fallegri kápu, veit ég ekki hve- nær þess er þörf. Hattar, regnhlífar og fótabúnaður skapar líka mikia tilbreytingu, sem konur ættu að nota sér út í æsar. Barðabreiðu hattarnir, sund- hettuhúfurnar, rósóttu regnhlífarnar og grófu sokkarnir eru allt nýjungar, sem lítið hefur borið á hér á landi hingað til. VXKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.