Vikan - 14.01.1965, Qupperneq 47
F
gömlu konunni á Lake Boule-
vard, eftir það, sem hún reyndi
að gera honum sjálfum, liefur
hann áhyggjur af andliti hennar!
Hvað segirðu um svona glópa?
Cricket sagði bliðlega: „Ekk-
ert nema allt dásamlegt."
Með ástarkveðju frá
Rússlandi
Framhald af bls. 25.
hinn helming bókarinnar. Hann fann
heitt blýið við hjarta sér. Honum
fannst eins og það brynni innan
við riifn. Það var aðeins skarpur
verkur í höfði hans, þar sem hann
hafði rekizt ó efri kojuna, og fjólu-
'blór bjarminn ó skónum, sem lent
hafði undir höfði hans, sem sagði
honum, að hann væri ekki dauður.
. Eins og fornleifafræðingur rann-
sakaði Bond varlega rústir líkama
síns. Hvernig fæturnir lógu í sitt
hvora áttina, hvernig annað hnéð
var bogið og kæmi að góðu gagni
þegar á þyrfti að halda. Hægri
höndin, sem virtist eins og kreppt
um sært hjarta hans, var, þegar
hann gat sleppt bókinni, aðeins
nokkrar tommur frá litlu skjalatösk-
unni — aðeins fáeinar tommur frá
snjöllu saumunum, sem héldu flat-
blöðuðu kasthnífunum, tvíeggjuð-
um og beittum eins og rakvélar-
blöðum, sem hann hafði gert grín
að, þegar Q deildin hafði sýnt hon-
um hvernig ætti að losa þá, og
vinstri höndin, sem lá bein í dauða-
teygjunum, hvíldi á gólfinu og
myndi hjálpa honum til að þjóta
á fætur, þegar rétta stundin kæmi.
Yfir honum heyrðist hár og lang-
dreginn geispi. Hann sá brúna
skófæturnar hreyfast. Hann sá
stríkka á leðrinu, þegar Nash stóð
upp. Eftir andartak myndi hann
klöngrast upp í neðri kojuna með
byssu Bonds í hægri hendi og þreifa
fyrir sér gegnum hármakkann á
hálsi stúlkunnar aftanverðum. Svo
myndi hann taka í gikkinn. Háv-
aðinn í lestinni og jarðgöngunum
myndi deyfa allan annan hávaða.
Það yrði nærtækt. Bond reyndi í
ákafa að munq einföldustu líffæra-
fræði. Hvar voru banvænustu sfað-
irnir í neðri hluta mannslfkamans?
Hvar var aðalslagæðin? Innan á
lærinu. Og þar fyrir ofan? Á miðj-
um lendum. Ef hann næði hvorugu,
færi illa fyrir honum. Bond lét sér
ekki detta í hug, að hann gæti
< staðið í þessum manni í óvopnaðri
baráttu. Fyrsta stungan með hnífn-
um varð að vera nákvæm.
# Brúnu skórnir hreyfðust. Þeir
færðust í áttina að kojunni. Hvað
var maðurinn að gera? Það heyrð-
ist ekkert hljóð nema hljóðið f lest-
inni, sem þaut í gegnum Simplon-
göngin — undir Wasenhorn og
Monte Leone, tannburstaglasið
skalf. Innviðirnir brökuðu þægilega.
Yfir hundrað metra í báðar áttir,
sitt hvoru megin við þennan dauða-
klefa, svaf fólk f 'öðum eða lá
vakandi og hugsaði um Iff si1t og
ástir, gerði litlar áætlanir og velti
því fyrir sér, hverja þeir myndu
hitta í Gare de Lyon. Og allan þann
tíma var dauðinn í för með þeim,
í gegnum þessi sömu, dökku jarð-
göng, á eftri þessari sömu, stóru
díselvél, á'sömu, stálgljáandi tein-
unum.
Annar brúni skórinn lyftist frá
gólfinu. Hann hlaut að hafa lyft
fætinum yfir Bond. Viðkvæmur bog-
inn var nú opinn yfir höfði Bonds.
Vöðvar Bonds herptust eins og í
snáki. Hægri hönd hans færðist
þessa fáu sentimetra að hörðum
brúnum skjalatöskunnar. Ýta til
hliðar. Finna mjótt skaftið í hendi
sér, draga það hálfa leið út, án
þess að hreyfa handlegginn.
Brúnn hællinn lyftist frá gólfinu.
Táin bognaði og tók þungan.
Nú var seinni fóturinn horfinn.
Látlaus hreyfing til að færa þung-
an hingað, taka viðbragðið hér,
þrífa fast um hnífinn, svo hann
snerist ekki I höndum hans og
svo . . .
f einum áköfum hringsnúning
vatt líkami Bonds sig upp af gólf--
inu. Það blikaði á hnífsblaðið.
Hnefinn með langa stálfingrinum,
handleggur Bonds og axlir fylgdu
á eftir, þeyttust upp á við. Hann
rak hnífinn á kaf, dýpra, dýpra.
Ömurlegt óp barst til hans. Ber-
ettan hrundi á gólfið. Hnífurinn
var þrifinn úr höndum hans, um
leið og ofsalegur skjálfti fór um
manninn og hann datt niður.
Bond hafði búizt við fallinu, en
um leið og hann hörfaði undan í
áttina að glugganum, greip útrétt
hönd hann og sló hann út að sæt-
unum. Áður en hann gat risið
á fætur aftur, reis þetta hræðilega
andlit upp af gólfinu, augun fjólu-
blá og skínandi, fjólubláar tenn-
urnar. Hægt og hryllilega fálm-
uðu þessar tvær stóru hendur eft-
ir honum.
Bond lá til hálfs á bakinu og
sparkaði frá sér í blindni. Skórinn
hans festist. Það var tekið um fót-
inn og snúið upp á, og hann fann,
að hann rann í gólfið. Hann klór-
aði eftir handfestu, en höndin, sem
hélt fætinum, hafði færzt upp á
lærið. Neglurnar þrýstust inn í hold
hans.
Það var snúið upp á hann og
hann dreginn piður. Bráðum myndi
maðurinn bíta hann á barkanri.
Bond sparkaði og sparkaði með
lausa fætinum. Ekkert gerðist. Hann
var að láta undan.
Allt í einu fundu leitandi fing-
ur Bonds eitthvað harf. Það var
bókin! Hvernig átti að nota hana?
Hvað. var upp og hvað var niður?
Myndi hún skjóta hann eða Nash?
[ örvæntingu hélt Bond bókinni upp
að stóra svitastorkna andlitinu.
Hann þrýsti á kjöl bókarinnar.
Klikk! Bond fann skotið ríða af.
Klikk-klikk-klikk-klikk. Nú fann Bond
hitann undir fingrum sínum. Hend-
urnar voru orðnar máttvana. Svita-
storkið andlitið var á leið niður á
gólfið. Einhver hávaði kctm úr þess-
um skelfilega hálsi, ógnarlegur
gvolgrandi hávaði. Svo féll líkam-
inn fram yfir sig á gólfið og höfuð-
ið skall í timburklæddan vegginn.
Bond lá kyrr og másaði milli
samanbitinna tannanna. Hann starði
upp í fjólublátt Ijósið yfir dyrun-
um. Hann tók eftir því, að Ijósið
var mismunandi sterkt. Aðra stund-
ina skært, en dofnaði svo á víxl.
Það flaug gegnum huga hans, að
rafallinn undir vagninum hlyti að
vera í ólagi. Hann deplaði augun-
um og hann sveið í þau. Hann lá
grafkyrr og gat ekkert við þessu
gert.
Hávaðinn í lestinni breyttist. Varð
holari. Með sama jafna hraðan-
um þaut Austurlandahraðlestin út
í tunglsljósið og hægði þar á sér.
Bond teygði letilega úr sér og
kippti í rennitjaldið. Hann sá vöru-
hús og hliðarpalla. Ljósin skinu
skært á teinana, góð, skær Ijós.
Ljósin í Sviss.
Lestin nam hljóðlega staðar. I
stöðugri, syngjandi þögninni heyrð-
ist eitthvað á gólfinu. Bond bölv-
aði sér fyrir að hafa ekki gengið
úr skugga um það. Hann beygði
sig í flýti niður og hlustaði. Hann
hélt bókinni fyrir framan sig og
var reiðubúinni að skjóta, ef ske
kynni. Engin hreyfing. Bond teygði
sig niður og þreifaði á hálsslagæð-
inni. Enginn sláttur. Maðurinn var
steindauður. Það höfðu aðeins ver-
ið hreyfingar líksins.
Bond hallaði sér aftur á bak og
beið óþolinmóður eftir því að lest-
in legði af stað á ný. Það var margt,
sem gera þurfti. Jafnvel áður en
hann gæti athugað Tatiönu, varð
hann að þrífa til.
Með litlum kipp lagði langa
hraðlestin hægt af stað. Brátt yrði
hún komin á mikin hraða niður eft-
ir Ölpunum í áttina til Canton Val-
ais. Það var nýtt hljóð komið í
.hjólin — eins og þau væru glöð
yfir því að göngin væru að baki.
Bond reis á fætur, steig yfir út-
g'lennta fótleggi líksins og kveikti
á aðalljósinu.
En sú sjón! Klefinn var eins og
sláturhús. Hversu mikið blóð var
í einum líkama? Fimm lítrar. Þarna
var hægt að sjá það allt í einu.
Bara að það læki nú ekki fram
á ganginn. Bond reif upp öll rúm-
fötin úr neðri kojunni og hófst
Ihanda.
Að lokum var það allt um göt-
ur gengið — veggirnir stroknir og
hreinir og gólfið að líkinu, þar
sem það lá, og töskurnar tilbúnar
til að stinga af við Dijon.
Bond drakk heila flösku af vatni.
Svo klöngraðist hann upp og tók
varlega ( pelsinn.
Það vra ekkert svar. Hafði mað-
urinn logið? Hafði hann drepið
hana með eitri?
Bnod tók um háls hennar. Hann
var hlýr. Hann náði í annan eyrna-
snepilinn og kleip. Stúlkan titraði
lítið eitt og andvarpaði. Aftur kleip
Bond í eyrað og aftur. Að lokum
sagði hún loðmælt: — Vertu ekki
að þessu.
Framhald í næsta blaði.
APPELSÍN
SÍTRON
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
VIKAN 2. tbl.