Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 45
„Bíddu aðeins, pabbi,“ sagði Jimmy. Hann starði út um glugg- ann. „Við ættum að hugleiða dálítið annað — dálitið, sem ég hef verið að hugsa svo mikið um, að ég hélt að ég mundi missa vitið. Hún ók á mig. Við getum sannað það núna. En hvernig? Og hvers vegna? Hinkr- aðu við og hugleiddu það. Það er aðeins ein skýring — hún gerði það af ásettu ráði.“ „Það getur verið, að fótur hennar hafi runnið af brems- unni....“ „Og á bensínið? Og hafi liald- ið því niðri allan tímann? „1 guðs bænum!“ sagði pabbi hans. „Hún átti ekkert sökótt við þig. Hún gat ekkert grætt á því að aka á þig. Það eina, sem hún gat haft upp úr því var slys, og það fékk hún sannarlega! Jimmy, drengur minn, reyndu að átta þig, þetta er fráleitt!“ „Það er ekki' víst.“ Jimmy sneri sér hægt við til að lita á föður sinn. „Þú mannst eftir karlinum, sem angaði af vín- lykt og ég lenti i árekstri við? Hann var með beygluð bretti — hann fékk ný út úr árekstrin- um. Það getur verið, að Mrs. Murphy hafi viljað aka svolítið utan í bílin minn, til þess að leyna beygluðu bretti eða því liku. En áreksturinn varð harð- ari en hún hafði hugsað sér og hún missti stjórn á bílnum.“ „Murphyhjónin liafa efni á að láta gera við brettin sín.“ „Þú verður að aka á eitthvað til þess að beygla bretti,“ sagði Jimmy. „Er víst að þau hafi efni á að laga það, sem Mrs. Mur- phy ók á áður en hún lenti á mér?“ Hann leit aftur á föður sinn. „Það er ekki víst, að ég hafi rétt fyrir mér, en nú verð ég að tala við lögregluna. Núna strax. Viltu aka með mig niður í bæinn?“ „Þegar þú hefur sagt mér, um hvað þú ert að hugsa,“ sagði pabbi hans. Þeir gengu saman inn á lög- reglustöðina, alvarlegir og á- hyggjufullir. Enn var efi í huga þeirra, en þeir gerðu sér ljósa ábyrgðina, sem á þeim hvíldi, og ábyrgð getur stundum verið ofurþung byrði. Jimmy talaði við umferðarvarðstjórann. „Ég ók framhjá slysinu á Lake Boulevard rétt eftir að það skeði,“ sagði hann. „Ég varð mjög sleginn af því. Ég hef verið að hugsa mikið um það undan- farið og lesið blaðafregnir. Ég hef ekki frétt að þið hafið fund- ið ökumanninn.“ „Við höfum ekki liaft upp á honum.“ Lögregluþjónninn var magur og ólundarlegur, með þunnt stórt nef. Ljósið speglað- ist í umgjörðarlausum gleraugum hans. „En ég vildi gefa hægri handlegg minn fyrir að finna hann. Gamla konan, sem hann Hrein frísk heilbrigö húö Það skiptir ekki móli, hvernig húð þér hafiðj ÞaS er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-miik gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzf. Hún getur sjólf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.