Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 11
<i í byrjun nóvember voru haldnir bítla-hljómleikar í Háskólabió, og þaS þarf ekki að taka það fram aS þar var hvert sæti skipaS — og vel skipaS. — Aheyrendur virtust ánægSir með Hljóma, eins og raunar má sjá á myndinni. Hljómar í stemningu: Engilbert, Erlingur, Rúnar og Gunnar. Gítararnir eru sagðir þeir fullkomnustu sinnar tegundar hér á landi. O TEXTI: GUÐMUNDUR KARLSSON. MYNDIR: JÓHANN VILBERG. séu bara að gera þetta að gamni sínu . . . „Þið skuluð fá það vel borg- að, strákar, ef þið reynið. Hafið þið bara nógu hátt. Þá er allt ( lagi." Og þeir láta til leiðast. Þá var liðinn um hálfur ann- ar mánuður frá því þeir byrjuðu að æfa saman. Og annað eins ball hefur varla verið haldið þar í sveit, að því er elztu menn segja. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar strákarnir voru búnir með fyrstu syrpuna, og kvenfólkið fékk aldeilis æði. Það var ekki við annað komandi en að fram- lengja músikkina í klukkutíma og jafnvel þá neituðu flestir að fara heim. Síðan hefur þetta gengið svona, að þeir hafa aldrei stund- legan frið fyrir músikunnendum og bítilelskandi æsku, hvort sem það er í Keflavík, Reykjavík eða austur á Bakkafirði (ef Bakka- fjörður er fyrir austan, sem ég er að vona). Og nú er friður aftur í kames- inu í Keflavík, þvi strákarnir mega ekkert vera að því að lóna þar við gamnimúsik. Nú er þeim hvergi vært nema taka upp rafmagnsgítarana og leika alvörumúsik fyrir troðfullum hús- um aðdáenda, hvort sem er á hljómleikum eða í danshúsum. Þeir hafa orðið svo mikið að gera, að þeir hafa ekki lengi haft nokkurn tíma til að fara til rakarans. Ekki svo að skilja að þeir þurfi að láta raka sig, — en rakarar eru líka klipparar, — og þeir fara ekki til rakar- ans af því þeir mega ekki vera að því að láta klippa sig. Ein- falt mál. Það er líka mjög þægilegt, segja þeir, að hafa sítt hár eins og skaparinn ætlaðist til, sér- staklega í páskahretum, þegar ungir kvistar kulna og allir hafa gleymt að kaupa sér lambhús- hettu. Þegar þeir litu inn til okkar á VIKUNNI núna fyrir skömmu, voru þeir nýkomnir frá hár- greiðslustofu, þar sem þeir höfðu fengið sér lagningu ,,a la femme" og lakk á liðina. En það var alveg af sérstökum ástæðum,sögðu þeir. ( rauninni verða þeir sjálfir að hafa fyrir því að þvo á sér hárið og greiða, því enginn tími er yfir- Framhald á bls. 31. VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.