Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 30
íslenzktherveldi Framhald af bls. 27. og landhlauparar mestan part, en „Herfylkingin í Vestmannaeyjum", eina herfylkingin, sem um getur hér á landi, var skipuð hinum dug- mesfu og nýtustu mönnum. Er satt að segia furðulegt, að hennar skuli sáralítið vera getið í samtíðar- heimildum og að svo hljótt skuli hafa verið um hana yfirleitt, sem raun ber vitni. HERFYLKING VESTMANNAEYJA. Vorið 1853 fékk Andreas August von Kohl veitingu fyrir sýslumanns- embætti í Vestmannaeyjum og kom út þangað það sama sumar. Hann var fæddur í Rönne á Borgundar- hólmi, lögfræðingur að mennt; hafði gengið í „Kongens Livkorps" á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn og varð þar undirliðsforingi. Lagði síðan fyrir sig hermennsku um hríð, enda af hermannaættum kominn, hækkaði brátt í höfuðs- mannstign og sá um þjálfun ný- liða í Slésvíkurstríðinu. Von Kohl gerðist fljótt röggsam- legt yfirvald í Eyjum. Og ekki hafði hann þar lengi verið, þegar hann hugði á stofnun hersveitar í Eyjum, sem hann gæti þjálfað; hafði hann og til þess nægar tómstundir frá embættinu, sem ekki var þá um- svifamikið, en mestu mun það þó hafa um ráðið hve hermennskan var honum hugleikin. Komsf hann brátt að raun um, að Eyjaskeggjar voru því síður en svo andsnúnir að „taka um hermennskuna aftur", því að enn eimdi þar mjög eftir af hræðslunni við Tyrki og auk þess gerðust erlendir duggarar þeim oft ágengir; hefur það og alltaf verið ofarlega í Vestmannaeyingum að vilja verja hendur sínar. En von Kohl gekk annað til í og með, en að koma upp þjálfuðu landvarnar- liði — hann leit á herþjálfunina frá uppeldislegu sjónarmiði og áleit að með henni mætti vinna gegn drykkjuskap, óstundvísi og ýmsum öðrum ódyggðum, og gæti hún komið Eyjaskeggjum að gagni við hversdagsleg störf þeirra á sjó og landi. Ekki vildi hann skylda menn til herþjónustu, heldur átti herfylk- ingin að vera skipuð sjálfboðaliðum eingöngu. Þegar von Kohl ræddi þetta við helztu menn í Eyjum, hlaut hann svo góðar undirtektir, að hann hófst þegar handa um stofnun hersveit- arinnar, og byrjaði heræfingar. Árið 1855 skrifaði hann dómsmála- stjórninni dönsku; sendi henni beiðni Eyjaskeggja um að mega stofna herfylki, sem þeir þó eigi geti nema stjórnin bregðist ve! við og sendi þangað „nauðsynleg stríðsáhöld", og lét sýslumaður meðmæli sfn að sjálfsögðu fylgja leyfisbeiðninni. Hófst nú skrifstofuþóf nokkurt í ráðuneytunum í Kaupmannahöfn, endalok málsins urðu þó þau, að hermálaráðuneytið danska sendi Vestmannaeyingum þrjátíu soldáta- 3Q VIKAN 2. tbl. byssur með skotfærum úr vopna- búri Kaupmannahafnar. Þótti von Kohl það betra en ekki, en ekki nóg, skrifaði hann enn og kvaðst þurfa sjötíu byssur handa hersveit sinni; kvað heræfingum hafa verið haldið uppi í Eyjum, farið vel fram og séu Eyjaskeggjar beztu hermenn — einnig hafi reglusemi og stund- vísi aukizt mjög meðal manna við herþjálfunina, svo og gott félags- lyndi. Korða vildi hann einnig fá og trumbu og margt fleira, er hann taldi herfylkinguna ekki geta án verið. Allt var þetta smám saman í té látið — sextíu fótgönguliðsbyssur, rifflar með byssustingjum, nokkrir korðar, skotfæri og leðurtöskur og mörg önnur áhöld, og voru Eyja- skeggjum nú ætlaðir 200 ríkisdalir til herfylkingar sinnar með konungs- úrskurði, og kom þessi vopnasend- ing til Eyja í septembermánuði, 1858. Þá gaf Niels Byrde, kaup- maður í Eyjum, herfylkingunni silki- fána. Þó að þessi síðari vopnasend- ing kæmi ekki fyrr, var herfylking- in formlega stofnuð og henni samd- ar reglur árið áður. Hélt von Kohl marga fundi með Eyjaskeggjum og kvaðst ekki ánægður fyrr en allir vopnfærir menn þar á aldrinum 18—40 ára gengu í herfylkinguna; var síðasti fundurinn haldinn 19. sept. 1858 — en þá mun siðari vopnasendingin hafa verið þangað komin — og varð von Kohl þá að ósk sinni varðandi þátttökuna, enda brýndi hann menn ákaft til hennar. SKIPULAG HERFYLKINGARINNAR, REGLUR OG ÞJÁLFUN. Svo merkilegt fyrirbæri verður stofnun og starfsemi þessarar her- fylkingar að teljast, að ekki verður hjá því komizt að rekja nánar skipu- lag hennar, reglur og þjálfun. Dreg ég þar enn sem fyrr Vestmanna- eyjasögu Sigfúsar M. Johnsen út úr hillunni, en þar segir orðrétt: „Herfylking Vestmannaeyja var stofnuð sem fiokkur létt vopnaðra fótgönguliðsmanna undir stjórn fylkingarstjóra, serp æðsta yfir- manns hersins. Þá voru skipaðir tveir liðsforingjar og einn yfir- flokksforingi (Commandör Sergeant). Fjórri deildarforingjar (Sergeantar). Ennfremur fánaberi og trumbuslag- ari. Liðinu var skipt í fjórar deild- ir. Einnig voru tvær drengjadeildir eða flokkar, á aldrinum frá 8—16 ára, og hafði hvor drengjaflokkur sinn eigin flokk^stjóra. í flokkun- um, sem skipaðir voru fleiri en tólf mönnum, skyldi og vera sérstakur undirforingi (Underkorporal). Liðs- sveitarmennirnir sjálfir áttu að kjósa sér foringja hverjir fyrir sína deild, undir samþykki herfylkingar- stjórans, flokksforingjar kusu liðs- foringjana, og hvorir tveggja skyldu í sameiningu kjósa yfirfylkingar- stjórann eða höfuðsmanninn, en hann réði sjálfur vali yfirflokks- foringjans, fánaberans og trumbu- slagarans. Yfirflokksforingjann bar að kjósa úr flokki foringjanna. Þessi störf öll í þágu Herfylkingar- innar voru auðvitað ólaunuð. Rétt höfðu menn til að halda stöðum sínum, svo framarlega sem þeir brutu eigi af sér. En margs bar að gæta og margt til ávirðinga talið, svo sem ef menn reyndust tómlátir eða eigi nógu duglegir í starfinu, mættu óreglulega og þessleiðis. Her- ráðið skyldi dæma hér um . . ." Eins o gáður er getið, voru engir skyldir til að ganga í herfylking- una, en gengju menn í hana, voru þeir skuldbundnir til að vera í henni árið minnst, miðað við 1. október, en þeir, sem úr gengu, urðu að tilkynna það yfirfylkingarstjóra fyrir lok septembermánaðar, og loks að skila vopnum sínum og verjum í góðu ásigkomulagi. Fylk- ingarmönnum var skylt að lúta her- aga skilyrðislaust, hlýða kalli hve- nær sem var og sýna yfirmönnum sínum fyllstu virðingu og hlýðni. Hlýddi einhver eigi kalli og fjar- vist hans dæmdist eigi lögmæt, var hann sóttur heim, en ítrekað brot varðaði brottrekstri. Það var og í reglum herfylkingarinnar, að liðs- menn skyldu haga sér vel og sóma- samlega í einu og öllu, forðast drykkjuskap og alla óreglu,- varð- aði fyrsta brot áminningu og ann- að brottrekstri. Yfirfylkingarstjórinn gaf út allar fyrirskipanir og voru þær færðar inn í dagbók, „parol- journal", eins og um her væri að ræða. Von Kohl hafði sjálfur á hendi yfirstjórn fylkingarinnar eins og að líkum lætur, svo og þjálfun foringja og liðsmanna og lagði í það mikla vinnu. En hann lét ekki þar við sitja; með frábærum dugnaði kom hann upp veglegu þinghúsi í Eyjum og varð þar aðsetur fylkingarinnar og setti hann liðsmönnum strangar reglur um umgengni alla. Hann út- vegaði og talsvert af bókum, bæði fræðandi bókum og skáldritum, sem lágu þar frammi til lestrar, og var það fyrsti vísir að almenningsbóka- safni í Eyjum. Þá lét hann og pappír og ritföng liggja þar frammi og hvatti liðsmenn — en fylkinguna skipuðu nær allir karlmenn í Eyjum á áður nefndum aldri — til að eyða tómstundum þar við lestur og nám í skrift og reikningi í stað þess að hanga við búðarborðin, samtímis því, sem hann herti mjög sóknina gegn drykkjuskapnum. Hergöngur hóufst frá þinghúsinu, og voru her- æfingar yfirleitt tvisvar í viku, nema um mesta annatímann, en auk vopnaburðar, skotfimi og meðferð annarra vopna, var mikil áherzla lögð á allskonar líkamsþjálfun. Á sunnudögum voru svo haldnar her- göngur til skemmtunar og tóku Eyjaskeggjar almennan þátt f þeim, og á sumrin gekkst herfylkingin fyr- ir skemmtunum inni í Herjólfsdal, og mun það upphafið að þjóðhátíð- arhaldi þar. Þá höfðu og liðsmenn með sér margskonar félagsskap. Ef liðsmenn létust, mætti öll fylkingin við jarðarförina í einkennisbúning- um og undir fánum, en sorgarfáni borinn fyrir og-mikij viðhöfn sýnd. Og við brúðkaup fylkingarmanna var hin mesta viðhöfn, meðal ann- ars skotið af fallbyssum, og við ýmis tækifæri setti herfylkingin há- tíðlegan svip á það, sem fram fór, með hornablæstri, trumbuslætti og annarri hermennskulegri athöfn. Mest var þó vert um hin menn- ingarlegu áhrif af starfsemi her- fylkingarinnar, bæði Kkamleg og siðgæðileg. Enda mun það hafa ver- ið aðalmarkmið von Kohls strax í upphafi. Þó að hann notfærði sér þar landlægan ótta Eyjaskeggja við Tyrkjann og aðra ránsmenn, vissi hann áreiðanlega betur. Mun það einsdæmi — kannski í veraldarsög- unni — að stofnuð sé herfylking og þjálfuð ( vopnaburði og öðrum íþróttum, vitandi það, að aldrei mundi verða til hennar gripið [ hernaðarlegum tilgangi og hefur von Kohl verið meiri uppeldisfröm- uður en menn gerðu sér grein fyrir þá, og enn hefur það starf hans ekki hlotið þá viðurkenningu, sem það á skilið. Að honum gekk ann- að og meira til en að sinna her- þjálfuninni sjálfum sér til dægra- styttingar, má sjá af því meðal ann- ars hve mikla áherzlu hann lagði á það, að liðsmennirnir menntuðu sig með sjálfsnámi í reikningi og öðrum bóklegum greinum, ástund- uðu bindindi, góða hegðun og glæsimennsku í allri framkomu, svo og, að hann lagði fram drjúgan skilding úr eigin vasa til að standa straum af „herkostnaðinum", þeg- ar þraut framlög annarstaðar frá. Freistandi væri að lýsa „orrust- um" fylkingarmanna, einkennisbún- ingi og ýmsu öðru í því sambandi, en ekki er rúm til þess hér. Skal mönnum á það bent, að um allt það er hinar gleggstu heimildir að finna í áðurnefndri Vestmannaeyja- sögu Sigfúsar M. Johnsen, og á hann miklar þakkir skildar fyrir að hafa bjargað þeim einstæða fróð- leik frá glötun áður en það var um seinan. Geta má þess, að enn er til eitt af vopnum herfylkingar- manna, — korði Árna Einarssonar frá Vilborgarstöðum, en önnur munu glötuð ásamt öðrum „stríðsá- höldum fylkingarinnar." Til dæmis um það, hve þátttaka í herþjónust- unni var almenn, má geta þess, að árið 1858 skipuðu hana 104 menn af 110, sem þá voru á þeim aldri í Eyjum. Von Kohl var kvæntur maður, en aldrei kom eiginkona hans til Eyja, og mun það hafa ýtt undir hann að sækja um embætti í Dan- mörku, sem honum var veitt árið 1859, og setti hann þá mann, er hann treysti bezt ti! að taka við yfirstjórn herfylkingarinnar. Ekki kom þó til þess, að hann tæki þetta embætti sitt f Danmörku — hann andaðist úr, slagi í Eyjum, þann 22. janúar, 1860. Var hann jarðsettur þar, og fylgdi herfylkingin honum til grafar með allri þeirri hernaðar- legu viðhöfn, sem hann hafði þjálf- að hana f. Herfylkingin var hans óskabarn, og einn — og sennilega veigamesti — þátturinn í þeirri starf- semi hans að verða Eyjaskeggjum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.