Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 50
Rjótgerður matur Gerstöng. 150 gr hveiti, 100 gr smiör eða smiörlíki, 25 gr pressuger, 1 egg. Fylling úr: 35—40 gr smjör, 3 matsk. sykur, svolítill vanillusykur eða rifinn börkur af einni sítrónu. Smjörið er haft kalt og skorið saman við hveitið þar til það er smákornótt, sykur, eggi og geri blandað í og deigið hnoðað. Enga vökvun á að setja í deigið. Það er svo flatt út í breiða ræmu og fyllingin sett í, mest í miðjuna, en hún er gerð þannig, að smjöri, sykri og rifna sítrónuberkinum (eða vanillusyrkinum) er hrært saman og eftir að búið er að smyrja því á deigið, er svolitlu þannig, að smjöri, sykri og rifna sítrónuberkinum hveiti stráð yfir, svo að það bleyti ekki upp deigið. Lokað í alla enda og sett á smurða plötu og geymt í ca. 10—12 klukkutíma á svöl- um stað (ekki í ísskáp). Aður en það er bakað er stöngin pensluð með eggi eða smjöri eða mjólk og hökkuðum möndlum og grófum sykri stráð yfir. Bakað í 15 mín. við 225 stiga hita. Skorið í sneið- ar. Þetta deig er ágætt að hnoða kvöldið áður en það á að bakast og hafa stöngina t.d. með morg- unkaffinu á sunnudagsmorgni. Kvöldbrauð. 4 sneiðar franskbrauð, smjör, 2—3 reyktar síld- ar, 2 harðsoðin egg, 3 tómatar, 2 stórar matsk. majones, 1 stífþeytt eggjahvfta. Brauðsneiðarnar smurðar, síldin söxuð smátt og blandað saman við söxuð, harðsoðnu eggin og þetta latg á tómatsneiðar, sem eru lagðar á brauð- ið og dill stráð yfir. Eggjahvítan stífþeytt og bland- að varlega saman við amjonessósuna og brauð- sneiðarnar þaktar með þessu. Bakaðar í 225 stiga heitum ofni í 10 mín. Rabarbarapæ 150 gr smjör eða smjörlíki, IV2 bolli hveiti, 2 matsk. sykur, 2—3 matsk. ískalt vatn, 300 gr smá- gerður rabarbari, V2 bolli sykur, 1 egg. Smjörið, hveitið, 2 matsk. sykur og vatnið hnoð- að saman, deigið látið standa um stund og síðan flatt út fremur þunnt, og smurt, kringlótt mót þak- ið með því. Bakað f ca. 20 mín. Rabarbarinn skor- inn í smáa bita, sem blandað er í sykurinn og síðan lagt í bakað pæformið. Helmingi af deig- inu, sem eftir er, snúið saman f lengjur, sem lagð- ar eru kringum efri kantinn á botninum, en það sem þá verður eftir af deiginu er skorið í ræmur, sem lagðra eru í fallegt mynztur ofan á pæbotn- inn með rabarbaranum í. Penslað með eggi, sem hefur verið þeytt lauslega og bakað áfram í aðrar 20—25 mín. Þeyttur rjómi borinn með. Hrísgrjónasalat 1 bolli hrsígrjón, epli, rifið sellerí, grænn pipar, tómatar, 150 gr. majones, 2—3 matsk. þeyttur rjómi, edik, salt, paprika. Hrísgrjónin laussoðin í nægu vatni, sem svo er látið renna vel af gegnum sigti. Grjónin kæld og smásöxuðu epli, grófrifnu selleríi og grænum pipar- hulstrum, sem skorin hafa verið í litla bita, bland- að -f> Majones hrært með rjómanum og kryddað með svolitlu ediki, salti og papriku og hrært í hrfsgrjónin. Tómatsneiðar lagðar ofan á stuttu áður en salatið er borið fram. Fín fiskflök Smágerð fiskflök, helzt rauðsprettuflök, eru roð- flett. Krydduð með salti, pipar og vætt með sftrónu- safa. Rækjur, smáskornir sveppir og dill blandað í svolitla majonessósu og chilísósu og smurt á fiskflökin, sem síðan er rúllað saman og haldið saman með tréstöngli. Rúllunum síðan raðað í eld- fast mót, pensluð með þeyttu eggi og rifnum osti stráð yfir. Ósætu hvítvíni hellt rétt yfir botninn og bakað í 250 stiga heitum ofni í 20 mín. Kart- öflustappa borin með. Hvítkál meS skinkusósu. Stórt hvítkálshöfuð, 1 búnt persilja og annað af graslauk eða, V2 púrra, nokkur hundruð grömm af skinku. Harðsoðin egg eða tómatsneiðar til að skreyta með. Bechamelsósa, majones, rjómabland. Kálið skorið í stóra bita, sem soðnir eru í sjóð- andi saltvatni þar til þeir eru orðnir mjúkir, en það má með engu móti sjóða kálið of lengi, þannig að það verði vatnssósa. Bechamelsósan gerð á meðan: Bræðið I súputening með hænsna- kjötsbragði í einum bolla af vatni. V4 bolli af hveiti bakað upp og hrært út með soðinu og V2 bolla af mjólk. Kryddað með salti, pipar, thyme, múskat og annaðhvort laukmjöli eða 1 tsk. af rifnum lauk, sem þá hefur verið soðinn með frá byrjun. Þynnt út með rjóma eða rjómablandi og nokkrar skeiðar af majones gera sósuna glansandi og mjúka. Sé skinkan mjög sölt, er rétt að sleppa saltinu í sósuna, en skinkan er skorin f smábita og hituð í smjöri á pönnu, áður en henni er bland- að í sósuna. Græna kryddinu blandað f og sós- unni hellt yfir heitt kálið, sem lagt hefur verið á fct. Skreytt eftir vild með harðsoðnum eggjum eða tómatsneiðum. Fylltar pylsur 8—10 ólitaðar pylsur, 8—10 fingurstórar sneið- ar af feitum osti, sinnep og baconsneiðar. Skorið langsum eftir pylsunum og sinnepi smurt í sárið, oststykki lagt í hvert op og baconsneið lögð yfir. Pylsurnar settar f eldfast mót og bak- aðar í ofni við 250 stiga hita í 10 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður og baconið stökkt. Fyllt Parísarbrauð 1 lítið franskbrauð, kryddsmjör gert úr smjöri, sinnepi, persilju og hvítlauk eða hvítlauksdufti, 12 sneiðar skinka, 12—14 sneiðar 45% ostur, 2—3 tómatar. Brauðið skorið í sneiðar, en látið vera heilt neðst. Inn á milli sneiðanna er smurt vel með krydsmjdörinu. Skinku — og ostasneiðarnar lagð- ar inn í til skiptis og tómatar, sem skornir hafa Framhald á bls. 51. Keli tekur málið í sínar hendur Framhald af bls. 19. hjá skósmiðunum. Hann kallaði félagsskapinn „Skósmiðina". Þeir ætluðu að ræna skinnunum. Göml- um skósólum. Rúna fór inn f safn- ið. Hún átti að athuga aðstæður. Helzt að ná afsteypu af lyklinum inn í sjálft herbergið, þar sem hand- ritin voru geymd. Til þess hafði hún vaxköku í veskinu. Big-Joe ætlaði svo að smfða lykil á verk- stæðinu. Rúna var inni f hálftíma. Svo kom hún út og flýtti sér. Það átti að fara að loka búðum. Hún var ánægð með árangurinn, af því að henni hafði tekizt að ná afsteypu af lyklinum, þegar enginn sá til. En hún vissi ekki, að hún hafði misst uppdráttinn á gólfið, þegar hún tók vaxkökuna upp úr veskinu. Baddi beið þangað til allir voru farnir. Hann sá Jón Helgason fara fyrst á hjóli. Svo kom ungfrú Loth hlaupandi og náði í sporvagn á síðustu stundu. Stefán kom hálftfma seinna og labbaði áleiðis heim. Baddi beið til klukkan sjö. Þá fékk hann sér far með sporvagni á Ráðhústorgið, gekk niður Vester- brogade til Lido Grill, og fékk sér að borða. Fyrst fékk hann sér gull-Carls- berg. Síðan humar í forrétt. Svo gull-Carlsberg. Svo uxahalasúpu. Svo gull-Carlsberg. Svo steikta önd með brúnni sósu, frönskum kartöfl- um, belgbaunum, steinselju, pikles og sultu. Svo gull-Carlsberg. Tvo. Hann gekk hægt heim aftur. Klukkan var nfu þegar hann hringdi til Rúnu. Hún sagðist vera í baði. Hann sagði henni að hitta sig á Ráðhústorginu eftir kortér. Hún sagðist vera háttuð. Hann sagði henni að hitta sig á Ráðhústorginu eftir kortér. Hálftíma, sagði hún. „Það er lítil bjórstofa hægra meg- in á Strauinu, þegar þú gengur frá Ráðhústorginu. Um hundrað metra frá horninu. Kallað Bodega, þótt það sé það ekki. Hittu mig þá þar eftir hálftíma. Ég verð með gull- Carlsberg f fanginu," sagði hann og lagði á. Hún kom eftir þrjá bjóra, og bað um Gin og grape. Þegar hann spurði hana um uppdráttinn, sagð- ist hún hafa eyðilagt hann. Hún hefði orðið svo hrædd um að toll- ararnir mundu finna hann. Hún hafði rifið hann f tætlur og hent honum í klósettið f flugvélinni. Það var öruggast og gerði ekkert til. Hún hafði farið á safnið í fyrra- dag og skoðað það. Teiknað það svo allt upp á nýtt. Hún var með nýja uppdráttinn f töskunni. „( dag," sagði Baddi. „Hvað í dag?" spurði hún. „Á safnið. Þú fórst í dag. Ekki f fyrradag. Tímaskynjunin er í ólagi hjá þér." „Ég sver . . . af hverju heldurðu það?" „Ég sá þig." 5Q VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.