Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 7
ekki einu sinni um það sjálft, að unglingarnir líkist þeim. Þú minnist á húsaleiguokrið. Kannski er það ekki eins mikið okur og þú heldur. Og „tvær smákomp- ur“, eru það tvö herbergi eða tveggja herbergja íbúð? Sé svo, er ársleigan 42 þúsund og sam- kvæmt því ætti verðmæti íbúð- arinnar að vera 420 þúsund. Það er ekki merkileg tveggja her- bergja íbúð, sem seld yrði fyrir það verð. Svona er þetta stund- um, þegar betur er að gáð. EINTÓM ÞVÆIA. Póstur góður! Hefurðu heyrt og lesið auglýs- ingarnar nú að undanförnu (skrifað um jólin)? Mikil hrylli- leg ósköp eigum við af vitlaus- um orðum. Til dæmis jólatrés- fagnaður. Hverju eru jólatrén að hamast við að fagna? Eða bara sum búðanöfn. Tökum til dæmis blómabúð. Það skilja allir, það er búð, sem selur blóm. En DÖmubúðin? Hvað getur hún selt samkvæmt nafninu, án þess að við lög varði? Eða síldarmjöl. Mjöl búið til úr síld — eða hvað? Og sé svo, er það ekki glæpsam- legt og ógeð á hæsta stigi að selja, svo ekki sé talað um að framleiða barnamjöl? Og stálhús- gögn, þau hljóta að vera sterk. En snjókeðjur, ætli það sé nokk- uð upp á þær púkkandi? Ertu samþykkur svona orðskrípum, Póstur góður? Og hvar eru allir málspekingarnir okkar og vits- munaverurnar? Eru þær allar meira og minna að ærast út af einhverjum kerlingum, sem skrifa þvælu í staðinn fyrir að buna henni úr sér í símann? Ósteinn. ---------Þú ruglar mig alveg í ríminu, Ósteinn minn. Ég hef vafalaust vanizt þessum ósköp- um, og ef ég reyndi að afvenja mig því, mundi ég líklega hætta að skilja íslenzku. Eða veiztu kannske að Stál- tunnugerðin framleiðir olíutunn- ur, að Pappírspokagerðin fram- leiðir hveitipoka, að naglaverk- smiðjan framleiðir stálnagla, sem eru trénaglar, að vasahnífar geta verið brauðhnífar, að eldspýtur eru í rauninni tréspýtur, að tág- arkrafa getur verið bréfakarfa, að stálborð getur hæglega verið skrifborð, vetrarfrakki er venju- lega herrafrakki, að brennivíns- flaska er ávallt glerfIaska ... Já, þá man ég það! Bless á mcðan. TEMPLARAHATUR. Kæri Póstur! Ég er ekki vanur að setjast niður og skrifa bréf, enda ekki nema 14 ára gamall, en nú get ég ekki á mér setið. Ég varð fyrir hálfundarlegri reynslu áðan, og nú ætla ég að segja ykkur sögu mína: Ég er nýgenginn í stúku og tel mig hafa bæði gagn og gaman af því. Og núna áðan fór ég út að selja happdrættismiða Stórstúku fs- lands og varð þá fyrir þeirri furðulegu staðreynd, að flest fólkið sem ég bauð miðana fyrir- lítur templara og jafnvel gengur það hatri næst! ■— Þegar ég bauð miðana var eins og maður væri með glæpastarfsemi. Einn sagði með fyrirlitningu í rómnum: Templarar!!! ég styð ekki templ- ara. Annar sagði: Menn sem þurfa að ganga í stúku til að halda sig frá víninu!!! Auðséð var að hann misskildi alveg mál- stað templara. Þriðji sagði, um leið og hann skellti hurðinni á mig: Heldurðu að ég styðji svo- leiðis óþverralýð!!! Ég veit að þetta fólk á börn og vill ekki að þau færu að drekka. f skólunum og í heimahúsum er prédikað yfir manni að við eig- um ekki að drekka eða reykja, við fáum bæklinga, sem eru um skaðsemi tóbaks og áfengra drykkja, við reynum að taka tillit til þessa, en hver er árangurinn? Við göngum í stúku, og þá lít- ur almenningur á mann sem stór- glæpamann af því maður er templari!!! Og svo er þetta fólk að hneykslast á hvað æskan sé spillt. Við hverju býst það eigin- lega!!! Ég skil þetta ekki og veit ekki hvað ég á að gera. Ég skrifa þetta nýkominn inn bæði leiður og sár, en ég veit að Vikan er útbreitt blað og þeir sem lesa Vikuna lesa líka Póst- inn og ég vona að þið birtið þetta fljótt, svo að viðkomandi fólk lesi þetta, hugleiði þetta og skammist sín. Einn sem veit ekki hvernig hann á að snúa sér. ---------Það er bezt að templ- arar svari þessu sjálfir. Þeir hljóta að kunna á því skýringu, ef þeir eru svona óvinsælir. SIÐIR OG STUTTIR KJÓLAR, FJÖLBREYTT Póstséndum. þingholtsstræti 3 simi 11987 ÁVALLT UNG /AN^Asrat rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að basta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi óburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður m|úk, fersk og notaleg. ÚTSÖLUSTAÐIS. - REYKJAVÍK: Tibrá, Gjaía- og snyrtivörubúStn, Orton, Holts-Apótek, Tfarnar- hárgretSsluatofan. — AKUKEYRI: Verzlunin Brifa. PATREKSFIRÐI: Venfl. Ó. JÖhanneasonar. VIKAN 2. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.