Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 17
: fÍIIIIIl . xlff:- . jjj gptttt • tt - t'ý. ■. ÍÁ f , y. : ••••■: fí' •: fflflx' - I. :• ••'•• ff': I '•• : ý :f f- : Núv.".. | } f r\ „Við förum út og rænum þeim," sagði Hoffi. „Fínt, vinurinn!" sagði Baddi. „Þegiðu!" sagði Rúna. „HVAÐ?" sagði Keli. „Við organíserum plottið eins og sannir listamenn. Tökum þó að óvör- um. Löbbum inn og pökkum drasl- inu saman. Hendum því út í bíl — og hverfum. Tveggja mínútna verk, ef vel gengur. Það kostar góðan undirbúning og peninga. Eg hef undirbúninginn. Keli peningana. Enginn vandi. Munði þið eftir lest- arróninu mikla í Englandi ó dögun- um? Barnaleikur!" „Þú ert alveg ó síðasta snúning, Hoffi," sagði Baddi. „Rólegur, rólegur," sagði Keli. „Hver veit! Við skulum athuga mól- ið að gamni okkar." „Ég vil ekki sjó handritin," sagði Baddi. „Baunarnir mega eiga þau fyrir mér. Ur því við móttum ekki hafa þau ,þegar við þurftum á þeim að halda í skósóla og tyggi- gúmmí, þá geta þeir átt skinnin, skinnin." Rúna hló. „Þú ert alveg met. Veiztu ekki að það er skrifað á öll þessi skinn, drengur?" „Skrifað stendur: Þú skalt ekki stela," sagði Baddi. „Nei, hlustið þið nú á," sagði Hoffi. „Blaðasnápurinn hefur les- ið boðorðin. Hann er móralskur. Honum er ekki alls varnað." Keli horfði fast á Hoffa. „Lof mér að heyra meira um þetta, Hoffi. Segðu mér hvernig þú ætlar að fara að þessu." Hoffi horfði vantrúaður á hann. „Ég er ekki að gera að gamni mínu, Keli." „Ég veit það. Ekki ég heldur. Lof mér að heyra." Hoffi leit til Badda og Rúnu. Rúna kinkaði kolli. Baddi sagði: „Skjóttu. Ég skal þegja." Hoffi tók uppdrátt upp úr vasa sínum og lagði hann á borðið. Keli og Baddi færðu sig til hans og hlustuðu á útskýringar hans. Rúna tók af sér skóna og lagðist upp í sófann með glas í höndunum. Jói kom inn með brauðristina, sem spil- aði Sjómanna veitinga hóm og sagði: „Hvað gengur að gæjunum?" „Þeir ætla að stela handritun- um," sagði Rúna. „Djöfull er það klárt, maður," sagði Jói. „Ég fínansera fyrirtækið," sagði Keli og barði í borðið. „Nóg af helvítis peningum. Við dembum okkur í þetta með látum. Upp á líf og dauða. Ég borga." „Fínt, vinurinn!" sagði Baddi. „Við drekkum út á það," sagði Jói. Rúna átti að byrja. Hún fór með uppdráttinn, sem Hoffi gerði, til að leiðrétta hann í smáatriðum. Hún fékk líka bréf til Thran Karasen lýsiskaupmanns, vinar Kela. í því stóð að Keli von- aðist til að hans bezti vinur mundi taka vel á móti dömunni. Hún mundi bera fram erindið. Hún hefði fullt umboð til að koma fram fyrir hans hönd. Það sem hún segði, mundi Keli standa við. Vonaðist til að Thran vinur sinn sæi málið í réttu Ijóis. Bless, Keli. Keli lofaði Rúnu fríum ferðum og alla reikninga borgaða, ef henni tækist vel. Hún vandaði sig því eins og hún gat. Kvenfólk vandar sig með því að fara á hárgreiðslustofu og í snyrt- ingu. Það fer líka í þrönga kjóla og setur á sig sparibrjóstahaldar- ann, með svamppúða. Skynsamt kvenfólk velur líka réttan tíma til að tala við karlmenn. Rúna var ekki sérlega skynsöm, en hún var klók. Og það gerir oft sama gagn. Hún kom á skrifstofuna til Thran rétt fyrir lokunartíma og krosslagði fæturna svo sást aðeins upp fyrir hné. Hún opnaði augun upp á gátt og setti aðdáunarblik i þau. Hún opnaði Ifka munninn og setti sex í brosið. Svo opnaði hún töskuna og tók upp bréfið. Hún kallaði Thran Þráinn og bað hann að fyrirgefa að hafa ekki komið fyrr, því hún væri alein í borginni og rataði ekk- ert. Thran sagði að það væri synd og las bréfið. Svo spurði hann hvað hann gæti gert til að þókn- ast henni og hans gamla, kæra vini. Hún sagði að hann gæti fyrst boðið henni upp á hressingu á ein- VIKAN 2. tbl. YJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.