Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 6
F íízknpeysan í ár ER PRJÖNUÐ OR DALA-GARNI. HEILO -4- ÞRÁÐA. FASAN SPORTGARN -6- ÞRÁÐA. DALA-GARNIÐ ER GÆÐA VARA. MÖLVARIÐ - HLEYPUR EKKI - LITEKTA OG HNÖKRAR EKKI. MJÖG FJÖLBREYTT LITAÚRVAL. TUGIR MYNSTRA FÁANLEG. ÞESS VEGNA VELJIÐ ÞÉR AÐEINS DALA-GARNIÐ TIL AÐ PRJÖNA OR. DALA-GARNIÐ FÆST UM ALLT LAND. DALA-UMBOÐIÐ Norska Dala-garnið EINS OG SKOT! Kæri póstur minn! Ég er mikill aðdáandi „Hljóma frá Keflavík“, og mig langar gasalega í myndir af þeim. Þess vegna sný ég mér nú til ykkar og bið ykkur að birta nokkrar. Einnig bið ég ykkur um aldur þeirra og fæðingardag. Með fyrirfram þökk, Akureyringur. — — — Kæri Akureyringur minn, okkur er hreint ekkert kærara en að verða við óskum þínum þegar í stað. Gjörðu svo vel að fletta blaðinu, og sjá: Hljómar á blaðsíðu 10 og 11. Segðu svo að við gerum aldrei neitt fyrir þig. LANGAR Á SJÓINN. Kæri Póstur! Ég er bara 14 ára gömul og nú langar mig svo mikið til þess að komast á sjó. Heldurðu að ég geti fengið pláss sem kokkur á síldarskipi í sumar eða komist að sem hjálparkokkur á ein- hverju stóru skipi. Ein utan við sig. --------Ég veit ekki hversu gott það er, að kokkurinn sé utan við sig. En ef þú kannt eitthvað að kokka og ert ekki alltof mikið utan við þig, þá ættirðu að geta fengið pláss. Reyndu að tala við Eimskip eða Skipadeild SlS upp á pláss á stóru skipi. Ef það geng- ur ekki þá geturðu reynt að aug- lýsa í dagblaði eftir plássi á síld- arbát. BRÚÐARGJÖFIN. Kæra Vika! Áður en langt um líður gifti ég mig. Foreldrar stúlkunnar geta ekki talizt rík, en hafa komizt þokkalega af. Þau eiga tvær aðr- ar dætur, sem giftust fyrir nokkr- um árum og eftir því sem kær- astan mín hefur sagt mér, þá gáfu þau þeim allstóra peninga- upphæð í brúðargjöf. Ég hef ástæðu til að halda að þau muni nú fara eins að og gefa okkur peningaupphæð. Við það kann ég samt mjög illa. Bæði er, að ég er sæmilega fjáður og svo hitt ,að mér finnst ég lítillækka sjálfan mig með því að taka við peningagjöf frá þeim. Hins veg- ar vil ég alls ekki styggja þau. Get ég hafnað gjöfinni? Með von um svar fljótt. S.K.T. ---------Nei, það getur þú ekki. Slíkt væri ósvinna og til þess eins að særa þau. Sumir kaupa húsgögn til þess að gefa í brúðar- gjöf, aðrir matar eða kaffistell og aðrir listmuni. Tengdaforeldr- ar þinir tilvonandi vilja láta ykk- ur hafa frjálst val. Þau gefa þessa upphæð með sama hugar- fari og væri það einhver hlutur og þú getur vitaskuld tekið við því sem slíku. í því felst engin lítillækkun. RÉTTLÆTI HEIMSINS. Kæri „Póstur“! Ég er nítján ára stúlka og ætti ekki að hafa áhyggjur neitt sem heitir ennþá, en þegar úir og grúir af svikum og prettum í kringum mig get ég ekki orða bundizt. Fullorðna fólkið er að tönglast á þessu kunnuga vandamáli „unga fólkið", en hvernig væri að það liti í sinn eiginn barm. Tökum til dæmis peningagræðg- ina í fólki, sem leigir frá sér íbúð- ir. Eins og þú áreiðanlega veizt, þá leigir fólk eldgamlar íbúðir og það sýnir mikið óréttlæti. Hvernig væri að nefnd væri send um bæinn, til að athuga þessi svik? Því að hafa tollverði til að gæta að hvort einhver sjó- mannsgrey koma með einu „kart- oninu“ eða flöskunni meira eða minna, þegar Pétur og Páll geta leigt frá sér tvær smákomp- ur á minnst kr. 3.500,00 og ekki kemur annað til greina en a.m.k. árs fyrirframgreiðsla. Og svo eru það skattarnir, ekki held ég að ungt fólk líti björt- um augum á framtíðina ef skatt- ar og útsvör verða eins himinhá og nú. Nú er ástandið álíka og þegar verið er að moka sandi í botnlausan poka. Þá fer ég nú , að halda að betra sé að vera í „strætinu" og búa í appelsínu- kassa. Ég skrifa þetta ekki í reiði, heldur getur verið að það gangi fram af unga fólkinu engu síð- ur en „fyrirmyndunum“ okkar. Virðingarfyllst, Ein hissa á fyrirkomulaginu. ---------Það er sannarlega ekki gott, ef fyrirmyndimar geta ekki verið til fyrirmyndar. En þú hef- ur rétt fyrir þér; fullorðna fólkið er oft þannig, að það kærir sig g VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.