Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 21
Barkakýlið reis og féll I sterklegum hálsinum. Hann rétti Angelique vínkrúsina. — Þú ert næst. Hún þáði, því hún fann að þetta eitt gat forðað henni frá því að ör- vænta innan veggja Chatelet: Hin dýrslega þægindatilfinning ölvun- arinnar og girndin — það tvennt, sem orsakar gleymsku. Hann örvaði hana: — Drekktu, kettlingur. Drekktu, falleg mín. Þetta er gott vín, það gerir þér gott. Þegar hún loksins lét fallast niður á koddana, snerist allt fyrir augum hennar. Sterkt, áfengt vínið varpaði þoku um hugsanir hennar. Nú skipti ekkert máli annað en lifa. Hann velti sér þunglamalega til hennar, en hún óttaðist hann ekki lengur. Hún fann jafnvel til ánægju, þegar hann strauk henni með öðr- um hramminum, ekkert sérstaklega blíðlega, en ákveðinn og á reyndan hátt. Þessi atlot voru líkari sterklegu nuddi en atlotum elskhuga, en hresstu hana við. Hann kyssti hana bóndakossa, með miklum, gráðugum og hávaðasömum smellum, sem komu Angelique á óvart og vöktu kátínu hennar. Svo tók hann hana í báða arma sína og lagði hana rólega niður í rúmið. Henni var ljóst, að í Þetta skipti ætlaði hann að nota sér að- stöðu sina til fulls, og lokaði augunum. Hún var ákveðin í því, hvernig sem allt veltist, að muna ekki þau andartök, sem nú færu í hönd. Samt var það ekki eins hræðilegt og hún hafði ímyndað sér. Mann- ætan var ekki vondur maður. Hann hagaði sér miklu fremur líkt manni, sem vissi ekki um þunga sinn og stærð, en Þrátt fyrir þungann, sem flatti hana næstum út, varð hún að viðurkenna, að ekki mátti miklu muna, að hún fyndi til nokkurrar ánægju með að vera fórnarlamb þessa risavaxna manns, sem var svo fullur af orku og krafti. Á eftir fannst henni hún vera létt eins og fjöður. Varðstjórinn var að klæða sig og raul- aði hergöngulag fyrir munni sér. — Drottinn minn, endurtók hann hvað eftir annað. — Þetta var al- veg ljómandi gaman! Og ég, sem var svo hræddur við Þig.... Læknirinn í Chatelet kom inn, vopnaður raksápu, skál og rakhníf. Angelique klæddi sig, meðan þessi einnar nætur elskhugi hennar lét lækninn, sem jafnframt var rakari, binda dúk um hálsinn á sér og sápa andlitið. Hann hélt áfram að láta ánægju sina í ljós: — Þú hafðir svo sannarlega rétt fyrir þér, rakari og læknir. Hún var fersk eins og golan! Angelique vissi ekki hvernig hún átti að kveðja. Allt í einu fleygði varðstjórinn þungri pyngju á borðið. —• Þetta er fyrir þig. — Ég hef þegar fengið mína borgun. — Taktu þetta öskraði varðstjórinn. — Og farðu svo. Þegar Angelique var komin út úr Chatelet, hafði hún ekki hugrekki ti að fara aftur í Le Coq Hardy, sem var of nærri þessu hræðilega húsi. Hún gekk niður að Signu. Á Quai des Morfondus höfðu konur ferjumann- anna sett upp „böð“ fyrir konur. ,,Böðin“, voru aðeins tréstólpar, sem reknir höfðu verið niður í árbotninn og klæddir að ofan með striga. Konurnar afklæddu sig annarsstaðar og fóru inn i þessa klefa aðeins I undirpilsi með skuplu. Ferjumannskonan, sem Angelique borgaði baðgjaldið sitt, gat ekki orða bundizt: — Ertu brjáluð, að ætla að fá þér bað á þessum tima sólarhrings? Það er ískalt, skal ég segja þér. — Skiptir ekki máli. Vatnið var svo sannarlega kalt, en eftir andartak fannst Angelique það notalegt. Þar sem hún var eini viðskiptavinurinn, svamlaði hún um milli básanna. Þegar hún hafði þurrkað sér og klætt sig, reikaði hún stundarkorn um bakkana og naut hlýju haustsólarinnar. — Þá er þvi lokið, sagði hún upphátt. — Ég vil ekki framar fátækt og vesöld, ekki framar hræðilega hluti eins og að drepa Stóra-Coesre, eða erfiða hluti eins og að sofa hjá varðstjóranum. Það er ekki líf fyrir mig. Ég vil hafa fín lín, falleg föt. Ég vil, að börn mín kynnist aldrei hungri eða kulda framar. Ég vil, að Þau gangi vel til fara, kunni sig og séu virt. Ég vil að þau öðlist nafn á ný. Ég vil fá nafn sjálf.... Ég vil verða mikil hefðarkona aftur.... 6. HLUTI KRÁIN RAUÐA GRIMAN 66. KAFLI Þegar Angelique laumaðist, eins hljóðlega og henni var mögulegt, inn í húsagarðinn við Le Coq Hardy, kom Maitre Bourjus þjótandi til móts við hana, vopnaður sinni stærstu ausu. Hún hafði hálft í hvoru átt von á einhverju þessháttar, og gat í tæka tíð forðað sér bak við litla brunninn. — Komdu þér burt, betlikerling, skækja, öskraði veitingamaður Le Coq Hardy. — Hvaða syndir hef ég drýgt, til að verðskulda þessa inn- rás flóttamanna frá aðalsjúkrahúsinu?! Ég veit hvað klipptur haus eins og á þér þýðir. Farðu aftur til Chatelet, þaðan sem þú kemur, eða ég læt senda þig þangað! Ég veit ekki, hvað kom í veg fyrir að ég klagaði strax i gærkveldi. Ég er of góðhjartaður. Ó! Hvað myndi konan mín sáluga segja, ef hún sæi hús mitt vanvirt á þennan hátt! Angelique brá sér undan hverju ausuhögginu á fætur öðru, og fannst nú tími til kominn að grípa í taumana. Hún æpti svo hátt, að það yfir- gnæfði hann — Og hvað myndi konan þin sáluga segja um svona hörmulegan eig- inmann — sem byrjar að drekka strax í dögun? Veitingamaðurinn snarstanzaði. Angelique notaði tækifærið. — Og hvað myndi hún segja, ef hún sæi veitingastofuna sína þakta af ryki og sex daga gamla kjúklingasteik í sýningarglugganum, skorpna eins og pergament; ef hún sæi galtóman vinkjallarann og óþvegin borðin og bekkina.... ? —• Hvað í andskotanum....! byrjaði hann. — Og hvað myndi hún segja yfir eiginmanni, sem bölvar og guðlastar Vesalings Madame Bourjus, sem þarf að horfa á slikt frá sinum sæla stað á himnum. Ég er viss um, að hún veit ekki, hvernig hún á að dylja skömm sina fyrir englum og heilögum i Paradís! Maitre Bourjus varð æ ruglaðri á svipinn. Að lokum lét hann fallast þunglamalega niður á brunnbarminn. — Æ, æ! stundi hann. — Hversvegna var hún að deyja? Hún var svo indæl kona, alltaf kát og ákveðin. Ég veit ekki, hvað kemur til að ég leita mér ekki gleymsku og fróunar á botni þessa brunns! — Ég skal segja Þér hvað kemur í veg fyrir það: Það er sú hugsun, að hún taki á móti þér þarna uppi og segi: — Ó! Svo það ert Þú, Maitre Pierre.... — Maitre Jacques, ef yður væri sama. — Svo það ert þú, Maitre Jacques. Ég get ekki sagt, að ég sé stolt af þér. Ég sagði Það alltaf, að þú gætir ekki komizt af án mín. Þú ert verri en barn! Þú hefur svo sannarlega sannað það. Þegar ég horfi á, hvað þú hefur gert við hreinu, fallegu matstofuna mína, sem hvergi sást á blettur né fis, meðan ég lifði, þegar ég sé íallega veitingastofuskiltið okkar, allt kolryðgað, sem hefur svo hátt, þegar vindurinn blæs, að Það heldur nágrönnunum vakandi, þegar ég sé pottana mína, kjötfötin og katlana, allt klórað og rispað, vegna þess að skíthællinn hann frændi þinn hreinsar þau með ösku i staðinn fyrir að nota sérstakt leskjað kalk.... Og þegar ég sé, að allir þessir bölvaðir þrjótar, þessir fugla- kaupmenn og vínkaupmenn, snuða þig allir og snúa á þig, og þegar ég sé, að þú selur gamla hana í staðinn fyrir kjúklinga, og hverja tunnuna á fætur annarri af hrávini, í staðinn fyrir fin og góð borðvín, hvernig geturðu þá búizt við, að ég, sem var trygg og heiðarleg kona, hvernig geturðu þá búizt við því, að ég taki glöð á móti þér á himnum? Angelique þagnaði til að draga andann. Maitre Bourjus var eins og I leiðslu. — Það er satt, stamaði hann. — Það er satt, hún talaði einmitt svona. Hún var svo.... svo.... svo.... Stóra barkakýlið á honum titraði. — Það þýðir ekkert að grenja, sagði Angelique hrottalega. — Það er ekki rétta leiðin til að koma sér undan kökukeflinu, sem bíður eftir þér þarna uppi. Eina leiðin er að hefjast handa, Maitre Bourjus. Barbe er góð stúlka, en hún er seinlát að eðlisfari, svo þú verður að skipa henni fyrir verkum. Mér sýnist, að þessi frændi þinn sé ekkert annað en hálf- viti. Og viðskiptavinirnir koma ekki inn í veitingastofu, þar sem urr- andi hundur tekur á móti þeim. — Hver urrar? spurði Maitre Bourjus og yggldi sig. — Þú. — Ég? — Já. Konan þín, sem var svo kát, hefði ekki þolað þig eitt einasta andartak með þennan fýlusvip á andlitinu, þar sem þú húkir yfir þínu vanalega víni. — Og heldurðu, að hún hefði þolað freka og ósvífna, skituga stelpu- meri af þínu tagi hér í húsagarðinum sínum? — Ég er ekki skitug, mótmælti Angelique og rétti úr sér. — Fötin mín eru hrein. Sjáðu bara. — Heldurðu að hún hefði þolað að þessi ræflalýður þinn gengi rupl- andi um eldhúsið? Ég kom að þeim, þar sem þeir voru að kýla sig út með beikoni í búrinu mínu, og ég er viss um, að þeir hafa líka stolið úrinu minu. — Hér er úrið þitt, sagði Angelique og reif það fyrirliflega upp úr vasa sinum. — Ég fann það undir stiganum. Þú hlýtur að hafa týnt því, þegar þú klöngraðist upp í rúm í gærkveldi, dauðadrukkinn. Hún rétti úrið í áttina til hans yfir brunninn og bætti við: —• Þú sérð, að ég er ekki þjófur heldur. Ég gæti hafa haldið því. — Láttu það ekki detta I brunninn! öskraði hann ákafur. — Ég myndi með glöðu geði afhenda þér það, ef ég væri ekki svona hrædd við ausuna þina. Maitre Bourjus bölvaði og fleygði ausunni á jörðina. Angelique kom nær honum. Henni fannst, að þessi nótt hennar með varðstjóranum, hefði kennt henni töluvert í umgengni við annað fólk. Hún hafði lært sjálfsörugga framkomu, sem gæti komið sér vel i framtíðinni. Hún flýtti sér ekki að skila úrinu, en virti hann vandlega fyrir sér. — Þetta er fallegt úr. Það ljómaði af andliti veitingamannsins. — Já, er það ekki? Ég keypti það af flækingi frá Júrafjöllum. Þess- ir hálendingar eru vanir að vera hér á veturna í París. Þeir eru með hreinustu fjársjóði í vösunum, en taktu eftir þvi, að þeir sýna þá ekki hverjum sem er — jafnvel ekki prinsunum. Þeir vilja fá að vita, hvern mann þeir eiga við. — Þeir kjósa heldur að verzla við raunverulega verzlunarmenn en auðtrúa fífl — sérstaklega þegar annarsvegar eru tæknilegir hlutir eins og þessi, sannkölluð listaverk. —■ Það eru einmitt sannkölluð listaverk, át veitingamaðurinn upp eftir henni, um leið og hann tók við silfurglitrandi vasaúrinu sínu. Hann stakk því aftur í vasann og festi Það við fjöldann allan af keðjum og taugum, sem lágu upp í vestishnappagatið, og leit enn einu sinni tor- tryggnislega á Angelique. — Mér þætti gaman að vita, hvernig þetta úr hefur getað dottið úr vasa mínum, eins og Þú segir. Mér þætti líka gaman að vita, hvar þú hefur lært að tala svona fallegt mál. Það er ekki svo langt siðan, að þú lézt bununa ganga yfir mig og frænda minn á þjófamáli, sem kom hárinu til að rísa á höfðum okkar. Ég hef Það á tilfinningunni, að þú sért að reyna að sleikja úr mér, og fá mig til að gera einhvern fjand- ann. — Það er ekki auðvelt að tala við mann á borð við Þig, Maitre Jac- ques, sagði hún með nokkurri ásökun. — Þú þekkir konur of vel. Veitingamaðurinn krosslagði stutta handleggina framan á ístrunni og varð herskár á svipinn. — Ég þekki þær, og þær geta ekki slegið ryki í augu mín. Hann þagnaði til að gefa orðum slnum meiri áherzlu og festi augun á konunni, sem drúpti höfði. — Jæja Þá? sagði hann spyrjandi. Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.