Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 33
fax hafði spáð, um mannínn, sem átti að hringja dyrabjöllnnni klukkan hálf átta. Stóð heima, það var ungur maður sem stóð á tröppunum, og það passaði líka, að hann kannnaðist við hann, hafði oft séð hann á jámbraut- arstöðinni. — Býr herra pmith hér? Læknirinn varð allt í einu grip- inn hræðilegri máttleysiskennd. — Nei, stundi hann hásum rómi, — hann býr ekki hér. •*— Þá bið ég yður að afsaka. Mér var sagt að hann byggi í stóra húsinu til hægri, og ég hélt... Þá áttaði læknirinn sig, og mannaði sig upp. — Ef þér viljið koma aðeins inn, þá getum við gáð í símaskrána. Það reyndist rétt, að Smith- fjölskyldan bjó vinstra megin í götunni, en ekki hægra megin. Valentin læknir var nú ekki á því að láta gabba sig. — Það hlýtur að hafa verið Gloria, sem hefir komið þessu öllu af stað, en bíðið bara, þetta skal hún fá borgað, og það með rentum. Ungi maðurinn starði kjána- lega á hann, en hann hélt áfram og hló við. — Þér hafið auðvitað ekki hugmynd um hvað ég er að fara, þér eruð ágætur leikari, það verð ég að segja. Ungi maðruinn féll alls ekki út úr hlutverkinu, og læknirinn brosti með sjálfum sér, þegar hann lokaði hurðinhi á eftir hon- um. Hann hugleiddi hvar Gloria hefði nú náð í þennan pilt, því að það hlaut hún að hafa gert, þetta hlaut að vera gabb. En hann ákvað að komast að þvi rétta í málinu, í eitt skipti fyrir öll, og flýtti sér út á götuna. Hann læddist upp að limgirð- ingunni, fyrir framan húsið, um leið og ungi maðurinn gekk upp tröppurnar og hringdi dyrabjöll- unni. Úr felustað sínum sá hann dyrnar opnast, og heyrði unga manninn segja: — Herra Smith? — Já, •—• Ég heiti Stanley Gordon, ég bið yður að afsaka hvað ég kem seint, en ég fór í vitlaust hús ... Valentin læknir sneri aftur að ísskápnum og samlokunni sinni, — en einhvernveginn hafði hann enga matarlyst. Þegar skellur- inn kom frá dagstofunni, hoppaði hann upp af stólnum, þrátt fyrir það, að hann hafði setið og beðið eftir honum. Þessir spádómar hennar frú Fairfax höfðu greini- lega mjög slæm áhrif á taugar hans. Það var málverkið af afa hans, sem hafði dottið af veggnum, — án þess að skemmast. Og svo leit hann á klukkuna. — Jú, stóð heima, upp á mínútu. Á leiðinni heim varð hann ró- legri. Golan frá opnum bílglugg- anum kældi enni hans, og Gloria masaði fram og aftur, um fötin, sem hún hafði keypt, hvað Muriel hafði sagt. — Alít var þetta svo heimilislegt og eðlilegt, og róaði spenntar taugar hans. Þegar þau komu heim fór hún fram í eldhús, og setti yfir vatn í teið. En hún kom æðandi inn aftur, næstum því strax. — Það er einhver niðri í kjallaranum, sagði hún, og stóð á öndinni. — Ég heyrði þrusk þaðan ... — Vitleysa, sagði læknirinn og horfði reiðilega á konu sína, en um leið bergmáluðu orð frú Fair- fax í höfði hans: „Seinna um kvöldið finnið þér lík í kjallar- anum ...“ Gloria starði undrandi á hann, og á þessu augnabliki fannst honum næstum að hann hataði hana, en ennþá meira hat- aði hann sína eígín hræðslu. Hann reyndi af alefli að yfir- vinna hana, reyndi að fullvissa sjálfan sig um það, að það væri hlægilegt að vera' hræddur, þótt einhver vitlaus kerling þættist hafa sjötta skilningarvitið. Allt sem skeð hafði, hlaut að vera hrein tilviljun. Hann læddist hægt niður kjall- arastigann, stappaði stálinu í sjálfan sig, um að taka því nú hetjulega, þótt þessi ógeðslega sjón biði hans þarna niðri. -—■ Nei, hvað var hann annars að hugsa, það gat ekki verið neitt. En líkið lá þarna, í blóðpolli á gólfinu. — Það var rotta, og kött- ur nábúans skauzt út um opinn kjallaragluggann ... Valentin íæknir stóð við bofð- stokkinn og horfði á þegar „Elisia" skreið hægt frá bryggj- unni. Eftir stundarkorn yrði hann kominn langt út á sjó. Hin langþráða skemmtiferð var fram- undan, hressandi sjávarloft, og viðkoma í framandi löndum. — Ofþreyta, hafði Schiller læknir, starfsbróðir hans sagt. — Smá taugaáfall. Og vissulega var það líka þreytandi til lengdar, að vera stöðugt að fást við allskon- ar sálarflækjur. En nú var það versta búið, og hann átti frí frá störfum í hálft ár, að fríinu loknu yrði hann nýr og betri maður. Gloria ætlaði að búa hjá mömmu sinni á meðan, því að Schillér læknir hafði ráðlagt honum að UPPÞVOTTAVÉL Á SÉRHVER GÓÐ HÚSMOÐIR SKILIÐ AÐ EIGA. SÖLUUMBOÐ: DRÁTTARVÉLAR H.F. OG KAUPFÉLÖGIN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.