Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 25
yggi! Ekki fleiri atómleyndarmál frá Könunum. Nash þagnaði og gaf Bond tíma til að hugsa um þetta. Með votti af stolti bætti hann við: — Ég skal segja þér það, gamli minn, að þarna verður mesta æsi- saga aldarinnarl — Já, hugsaði Bond. Já. Já. Hann hefur rétt fyrir sér í því. Frönsku blöðin myndu gefa þessu byr undir báða vængi. Ekkert gæti stöðvað það. Þau yrðu ekki feimin að birta myndirnar eða annað slíkt. Það var ekki til það blað { heiminum, sem ekki myndi taka þetta upp. Og Spektorinn! Myndu menn M eða Deuxiéme hafa vit til að láta sér detta í hug, að það gæti verið sprengja í honum? Hve margir af beztu dulmálssérfræðingum Vestur- landa myndu springa upp með hon- um? Hann varð einhvernveginn að koma sér úr þessari klípu. En hvernig? Kjalhúsið á Stríð og Frið Nash gapti á móti honum. Látum okkur nú sjá. Dynurinn myndi aukast að mun, þegar lestin færi inn í jarð- göngin. Svo kæmi einn lágur smell- ur og svo kúlan. Bond starði inn í fjólubláan geislann. Mældi í huga sér dýpt skuggans ( horninu hjá honum, und- ir efri kojunni, setti nákvæmlega á sig hvernig skjalataskan hans stóð á gólfinu og gat sér þess til, hvað Nash myndi gera, þegar hann hefði skotið. Bond sagði: — Þú tókst þó nokkra áhættu, þegar þú mættir mér í Dijon. Hvernig vissir þú einkunnar- orð mánaðarins? Nash sagði þolinmóður: — Þú virðist ekki alveg með á nótunum, gamli minn. SMERSH er góð stofn- un, raunverulega góð. Það er ekki önnur betri til. Við vitum um ein- kennis orð ykkar í hverjum mánuði. Ef nokkur f ykkar hópi tæki eftir þessum hlutum, tíðni þeirra, og hvernig þeir gerast, eins og minn hópur gerir, myndi ykkur verða Ijóst, að í hverjum janúarmánuði missið þið einhvern af ykkar minni- háttar mönnum, einhversstaðar, kannske í Tokyo, kannske í Tim- buktu. SMERSH tekur alltaf einn í hvert sinn. Og svo er pressaður út úr honum einkennisorðakvótinn fyr- ir eitt ár f einu. Og allt annað, sem hann veit, auðvitað En það eru einkennisorðin, sem við viljum ná í, og svo eru þau send ti! aðalstöðv- anna. Það getur ekki einfaldara verið, gamli minn. Bond þrýsti nöglunum inn í lófa sfna. — Og þegar ég hitti þig í Trieste, gamli minn — ég kom ekki í lestina þar, ég kom með henni eins og þú — bara að framan. Fór út þeg- ar við stönzuðum og gekk niður eftir pallinum. Sjáðu til, gamli minn. Við biðum eftir ykkur f Belg- rad. Við vissum, að þú myndir hringja í foringjann — eða sendi- ráðið eða einhvern. Við erum bún- ir að hlusta svo vikum skiptir á símann hjá þessum Júgóslava. Það var verst, að við skyldum ekki skilja dulmálið, sem hann talaði þegar hann talaði við istanbul. Það hefði getað komið f veg fyrir flugelda- sýninguna þar, eða að minnsta kosti bjargað mönnum okkar. En aðal- skotmarkið varst þú, gamli minn, og þar fór alveg eins og það átti að fara. Þú varst í dauðafæri frá þeirri stundu, sem þú fórst úr flug- vélinni í Tyrklandi. Það var aðeins spurning um það, hvenær ætti að hleypa af. Nash leit aftur í svip á úrið sitt. Hann leit upp. Það var fjólublár blær á glitrandi tönnum hans. — Nú fer að koma að þvl, gamli minn. Það eru aðeins fimmt- án mínútur eftir. Bond hugsaði: Við vissum, að SMERSH var góð stofnun, en við vissum ekki að hún væri svona góð. Upplýsingarnar, sem Nash hafið gefið honum, voru mjög nauð- synlegar. Einhvernveginn varð hann að koma þeim til skila. Hann VARÐ. Hugur Bonds þaut yfir smá- atriðin, í örvæntingarfullri, þunnri og ófullnægjandi áætlun hans. Hann sagði: — SMERSH virðist hafa hugsað þetta vandlega. Það hlýtur að hafa lagt heilmikið á sig. Það er aðeins eitt. . . Hann þagnaði til að gefa orðum sfnum áherzlu. — Hvað er það, gamli minn? Nash var vel á verði. Lestin tók að hægja á sér. Domo- dossola. ítölsku landamærin. Hvað um tollvörðinn? En svo mundi hann það. Það voru engin formsatriði fyrir þá klefa, sem voru ætlaðir farþegum alla leið, fyrr en þeir komu til Frakklands, við landamær- in hjá Vallorbes. Heldur ekki fyrir svefnvagnana. Hraðlestin fór beint í gegnum Sviss. Það voru aðeins þeir, sem ætluðu úr við Brigue eða Lausanne, sem urðu að fara f gegn- um tollinn á viðkomandi 'stöðum. — Já, láttu það koma, gamli minn. Nash virtist spenntur. — Ekki nema ég megi fá mér sígarettu. — Allt í lagi, fáðu þér sígarettu. En ef það er einhver hreyfing, sem mér ekki líkar, ertu dauður um leið. Bond renndi hægri hendinni i rass- vasann. Hann tók upp stóra, þykka stálsígarettuveskið sitt og opnaði það. Tók úr því sígarettu. Tók kveikj- arann upp úr buxnavasanum. Kveikti í sígarettunni og setti kveikj- arann aftur f vasann. Lét sígarettu- veskið liggja kyrrt í kjöltu sinnl við hliðina á bókinni. Hann lagði vinstri hendina kæruleysisilega yfir bókina og sígarettuveskið, eins og til að forðast að það rynni í gólf- ið. Hann tottaði sfgarettuna. Ef að- ein að þetta hefði verið einhver klækjasfgaretta — til dæmis með magnesímublossa eða einhverju, sem hann hefði getað fleygt fram- an f manninn! Ef aðeins að brezka leyniþjónustan samþykkti svoleiðis sprengjuleikföng! En hann hafði að minnsta kosti fengið að taka upp sígarettuna og hafði ekki verið skot- inn á meðan. Það var svolftið til að byrja með. — Sjáðu nú til. Bond sveiflaði sígarettunni sinni víðan hring, til þess að trufla athygli Nash. Vinstri höndin smeygði flötu sígarettuvesk- inu inn á milli blaðsfðnanna í bók- inni. — Sjáðu til, þetta lítur út fyrir að vera allt f lagi, en hvað um þig? Hvað gerir þú, þegar við kom- umst út úr Simplongöngunum? Lestarþjónninn veit, að þú ert með okkur. Þeir verða komnir á hælana á þér eins og skot. — Nú, það? Gömlu leiðindin voru aftur komin f rödd Nash. — Þú virðist ekki enn hafa skilið, að Rússar hugsa þessa hluti til enda. Ég fer úr í Dijon og tek bíl til Parfsar. Þar týnist ég. Smá orð- sveipur um þriðja manninn skemm- ir sfður en svo söguna. Og það kemur Ifka seinna f Ijós, þegar þeir draga seinni kúluna út úr þér og finna ekki seinni byssuna. En þeir ná mér ekki. Og í raun og veru á ég stefnumót um hádegið á morg- un — f herbergi nr. 204 á Ritzhóteli, þar sem ég á að gefa Rósu skýrslu mína. Hún vill fá nákvæma lýsingu á þessu starfi. Svo breytist ég í bfl- stjórann hennar við ökum til Berlín- ar. Og meðan ég man, gamli minn. Flata röddin varð örlftið tilbreyt- ingarríkari; það kom f hana eins- konar græðgi: — Ég gæti látið mér detta í hug, að Fún hefði Lenin- orðuna handa mér í töskunni sinni. Það er vfst fallegasta orða, eftir því sem þeir segja. Lestin tók að hreyfast. Taugarnar stirðnuðu ( Bond. Eftir fáeínar mfn- útur myndi það koma. En sá dauð- dagi, — ef hann myndi deyja. Fyr- ir sfna eigin heimsku — blinda, banvæna heimsku. Og banvæna fyr- ir Tatiönu líka. Drottinn almáttug- ur! Hvenær sem var, hefði hann getað gert eitthvað til að komast hjá þessu. Ekki hafði tækifærin skort. En ævintýraþrá og forvitni og fjórir ástardagar höfðu dregið hann með sér, niður Ijúfan straum- inn, alveg eins og skipulagt hafði verið. Það var það verzta við þetta allt saman. Sigurinn fyrir SMERSH, eina óvininn, sem hann hafði svar- ið að verjast alltaf, hvenær sem hann rækist á hann. Við gerúm þetta, og þá gerir hann þetta. — Félagar, það er auðvelt að snúa á flón á borð við Bond, horfið bara á, þegar hann gleypir beituna. Sjá- ið þið til. Við segjum ykkur, að hann sé fffl. Allir Bretar eru fffl. Og Tatiana, agnið, þetta sæta, góða agn. Bond hugsaði um fyrstu nótt- ina þeirra. Um svörtu sokkana og flauelsbandið. Og allan tfmann höfðu menn SMERSH verið á verði. Horft á allt, sem fram fór, eins og skipulagt hafði verið að það myndi fara fram, svo hægt væri að meykja þvf á hann, að meykja þvf á M, sem hafði sent hann til Istanbul, og meykja þvf á leyni- þjónustuna, sem lifði á goðsögn- um um sjálfa sig. Drottinn minn, en sú súpa! Ef aðeins ... Ef aðeins þessa litla, þunna áætlun hans gæti staðizt! Lengra, framar, varð hávaðinn f lestinni þyngri og dýpri, þegar hún fór inn f göngin. Nokkrar sekúndur f viðbót. Og nokkrir metrar. Kringlótt gatið milli kjalarins og hvftra blaðsíðnanna virtist vfkka og stækka. Eftir eina sekúndu myndu göngin loka tunglsljósið úti og blá dauðatungan skytist fram úr bókinni í áttina til hans. — Sofðu rótt, Bretahundur! Hávaðinn var dynjandi. Blossinn kom fram úr kjalopi bók- arinnar. Kúlan stefndi beint á hjarta Bonds og fór sfna tvo metra á broti úr sekúndu. Bond hentist fram á við út á gólfið og lá með alla anga út- breidda undir fjólubláu náttljósinu. 27. KAFLI. FIMM LÍTRAR AF BLÓÐI. Það hafði allt verið komið undir nákvæmni mannsins. Nash hafði sagt, að Bond myndi fá eina kúlu í gegnum hjartað. Bond hafði sett allt undir, að Nash væri eins góð skytta og hann sagðist vera, og það hafði staðizt. Bond lá eins og dauður. Áður en kúlan kom, hafði hann farið yfir það í huga sér, hvernig líkin, sem hann hafði séð, höfðu legið — hvernig líkamir þeirra höfðu litið út f dauðanum. Nú lá hann, gersam- lega líflaus eins og brotin brúða, með alla anga frá sér teygða. Með sjálfum sér rannsakaði hann, hvað gerzt hafði. Þar sem kúlan þaut í gegnum bókina, var( eins og hann hefið brennt rifbeinin. Kúl- an hlaut að hafa farið f gegnum sígarettuveskið og síðan f gegnum Framhald á bls. 47. ▼OKAH I. tfcl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.