Vikan

Tölublað

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 14.01.1965, Blaðsíða 29
ANGELIQUE Framhald af bls. 21. Angelique sem var nokkru hærri en hann, hugsaf5i um þafS hve hann var skoplegur, sívalur eins og tunna, með húfuna skakka á höfðinu og þetta ýsuaugnaráð. Samt sem áður sagði hún auðmjúk. — Ég skal gera hvað sem þér segið mér, Maitre Bourjus. Ef þér rekið mig út með börnin mín, skal ég fara, en ég veit ekki hvert ég á að fara, né heldur hvar ég á að finna skjól fyrir kulda og regni fyrir börnin mín. Heldur þú, að konan þín hefði rekið okkur út? Ég er í herbergi Barbe, ég veld yður engum óþægindum. Ég fæ minn eldivið og mat annars- staðar frá. Drengirnir og stúlkan, sem með mér eru, geta hjálpað yður í mörgu smálegu: sótt vatn, þvegið gólf. Litlu drengirnir verða kyrrir uppi á lofti.... ■— Og af hverju verða þeir kyrrir uppi á lofti? þrumaði veitingamað- urinn. — Það á ekki að fela börn í dúfnahúsum, heldur i eldhúsinu við eldinn, þar sem þau geta hlýjað sér og hlaupið um. Þessar betlikerlingar eru allar eins! Þið eruð hjartalausari en villidýr! Þú kemur með þessa kjúklinga niður í eldhús, ef þú vilt ekki að ég verði reiður. Þar að auki er ekkert líklegra, en að þú kveikir í öllu þarna uppi, þar sem allt er meira og minna úr timbri....! Létt eins og álfamær trítlaði Angelique upp stigana s]ö, sem lágu upp í risherbergið til Barbe. Á leiðinni rakst hún á frænda veitinga- mannsins. Eldhúsdrengurinn þrýsti sér upp að veggnum og leit flótta- lega á hana. Hún brosti við honum, ákveðinn í að afla sér vina í þessu húsi, sem hún ætlaði að nota sem stökkpall til virðingaverðs lífs á ný. — Góðan daginn, litli vinur. — Litli! sagði hann og tók viðbragð. — Ég mætti kannske benda yður á, að ég gæti borðað af höfði yðar án þess að beygja mig. Ég var sextán ára á síðustu Mikjálsmessu. — Ó, fyrirgefið mér, Monsieur. Hvílík mistök af minni hálfu. Gætuð þér verið svo riddaralegur að reyna að fyrirgefa mér? Unglingurinn var greinilega óvanur slíku málfari, hörfaði undan og stamaði. — Kannske. — Þér eruð allt of góðhjartaður. Ég er djúpt snortinn. Og þar sem þér eruð svo vel upp alinn, mætti ég kannske biðja yður um að tala ekki svona kunnuglega framar við hefðarkonur? Vesalings aðstoðarmatsveinninn virtist algjörlega kominn úr jafn- vægi. Sjálfsálit hans var gersamlega búið að vera. Um leið og Angelique gekk fram hjá honum og hélt áfram upp stigana, sá hún, að hann hafði falleg svört augu í þessu langleita, hvíta andliti. Allt í einu nam hún stað- ar. — Með þessum málhreimi hljótið þér að vera frá Suður-Frakklandi. Er það rétt? — Ja, já.... Madame.... Ég er frá Toulouse. — Toulouse! hrópaði hún. — Ó, kæri landsmaður! Hún stökk upp um háls honum og kyssti hann. — Toulouse! endurtók hún. Eldhúsdrengurinn varð rauður eins og tómat. Angelique sagði nokk- ur orð við hann á langue d’oc og Davið varð svo æstur, að hann missti alla stjórn á sér. — Eruð þér lika þaðan? — Hér um bil. Hún varð ólýsanlega hamingjusöm yfir þessu litla atviki. Svona voru andstæðurnar. Áður fyrr var hún ein mesta hefðarkonan i Toulouse, en nú var svo komið fyrir henni, að hún faðmaði og kyssti eldhúsdreng, vegna þess að hann hafði málhreim sólarinnar á sinni tungu, andblæ grænna grasa og bjartra blóma! Uppi í risherberginu fann hún Rosine, sem sat og klóraði sér I höfðinu, meðan hún sat og starði stórum augum á Florimond og Cantor, þar sem þeir léku sér á gólfinu. Barbe var niðri. Drengirnir höfðu farið í „göngu- ferð“. Á máli undirheimanna þýddi það að þeir hefðu farið í betliferð. — Ég vil ekki, að þeir haldi áfram að betla, sagði Angelique hörku- lega. Þú vilt ekki að þeir steli, og þú vilt ekki að þeir betli. Hvað viltu þá að þeir geri? — Ég vil, að þeir vinni. — En það er vinna, mótmælti stúlkan. —. Nei. Rístu á fætur! Hjálpaðu mér með strákana niður í eldhúsið. Þú getur litið eftir þeim og hjálpað Barbe. Hún gladdist yfir því að skilja börnin eftir í þessu stóra, heita og ilm- andi eldhúsi. — Aldrei framar skal þeim verða kalt, eða þeir verða hungraðir! sagði Angelique við sjálfa sig einu sinni enn. Ég hefði ekki getað komið þeim fyrir á betri stað en í veitingahúsi. Florimond virtist kunna illa við sig í grábrúnu knipplingaskikkjunni, með gulan ullarsmekk og svuntu I sama lit. Á höfðinu hafði hann græna ullarhúfu. Þessir litir gerðu veikbyggt andlit hans jafnvel enn veiklu- legra. Angelique þreifaði á enni hans og strauk lófum hans um varir sér, til að gá hvort hann hefði hita. Svo virtist ekki vera, þótt hann væri amasamur og viðbrigðinn. Cantor hafði ekki, síðan um morguninn linnt látum, að rifa af sér reifarnar, sem Rosine hafði vafið um hann. Og nú stóð hann uppi í litlu körfunni, sem hann var hafður í, nakinn eins og lítill engill og teygði sig í áttina að logunum. — Þessi vesalings drengur hefur ekki verið nógu vel upp alinn, sagði Barbe áhyggjufull. — Hann hefur ekki einu sinni verið reifaður á hand- leggjum og fótum eins og vera ber. Hann getur áreiðanlega aldrei rétt úr sér til fulls og kannske að hann verði krypplingur. — Sem stendur sýnist mér hann bara státinn af ekki ársgömlu barni, sagði Angelique og horfði með stolti á nakinn líkama yngri sonar sins. En Barbe var ekki viss. Hún hafði áhyggjur af frjálsum hreyfingum Cantors. — Strax og ég á lausa stund, skal ég búa dálitið af reifum til að binda hann fastan. Það er ekki hægt I morgunmálið. Maitre Bourjus virðist ennþá vera á hálfgerðu æði. Hugsið yður, Madame, hann hefur skipað mér að hvítþvo gólfin, bóna borðin og jafnvel skreppa á markað- inn til að kaupa mjúkt kalk til þess að fægja með pottana. Ég held að heimsendir hljóti að vera í nánd.... — Láttu Rosine hjálpa þér. Þegar Angelique hafði komið fjölskyldu sinni fyrir, lagði hún af stað til Pont-Neuf. Blómasölukonan þekkti hana ekki aftur. Angelique varð að minna hana á daginn, þegar hún hjálpaði henni að binda vendina, og hún hrós- aði henni fyrir. —- Ja, hérna! Hvernig átti ég að þekkja þig! hrópaði konan. — Þá hafðirðu hár á höfðinu og enga skó á fótunum. Nú ertu í skóm, en hef- ur ekkert hár! En ég held, að fingur þínir hafi ekkert breytzt. Komdu og setztu hérna hjá okkur. Það er nóg að gera, með allra heilagra messu framundan. Það þarf á blómum að halda fyrir kirkjugarðana og kirkj- urnar, og myndir þeirra, sem horfið hafa. Angelique settist niður undir rauðri sólhlíf og tók til við vinnu sina af mikiili ákefð. En það var mjög rólegt á Pont-Neuf þennan dag. Hún heyrði ekki einu sinni háa rödd Stóra-Mathieus, þvi hann hafði flutt pallinn sinn og hljömsveitina á markaðstorgið við Saint-Germain. Það var ládeyða í Pont-Neuf. Þar voru færri að verzla, færri skottulæknar og færri betlarar. Angelique var þakklát fyrir það. Blómasölukonurnar höfðu uppi margorðar harmatölur um orrustuna í Saint Germain. Af tali þeirra mátti ráða, að enn var verið að telja líkin úr þessari blóðugu orrustu. Enn að þessu sinni hafði lögreglan reynzt vanda sínum vaxin. Síðan þetta fræga kvöld, sáust fátækrafulltrúarnir leiða hópa af fátæklingum og betlurum til Aðalsjúkrahússins og hermennirnir fluttu hlekkjaða. hópa galeiðuþræla niiður að ánni. Og hvað aftökurnar snerti, reis aldrei svo sól, að hún sæi ekki tvo eða þrjá menn hengda á Place de Gréve. Einnig fóru fram ákafar samræður um það, hvernig konurnar í Pont- Neuf, blóma- og ávaxtasölukonurnar, ættu að vera klæddar, þegar þær færu að flytja ungu drottningunni og krónprinsinum gjafir sínar og heillaóskir. — Það er annað, sagði vinnuveitandi Angelique, -— sem ég hef á- hyggjur af. Hvert förum við til að halda upp á messu heilags Valbonne? Veitingamaðurinn I Bons Enfants rændi okkur svo hræðilega á síðasta ári. Ég borga aldrei svo mikið sem einn sott í hans vasa framar. Nú tók Angelique þátt í samræðunum ,sem hún hingað til hafði hlustað á þögul. —■ Ég veit um fyrsta flokks matsölu í rue de Ia Vallée-de-Misére. Verðið er sanngjarnt og maturinn meira en fyrsta flokks. Hún flýtti sér að telja upp beztu réttina, sem hún þekkti frá Höll hinna glöðu vísinda: —- Vatnakrabbabúðingur, kryddaðir kalkúnar, steiktar lambavambir, svo ekki sé minnst á möndluhlaup með hnetum, ristuðum kjöt- og fiskbitum og grillaðar vöfflur. Og þar að auki fáið þið á þessum veit- ingastað, sem jafnvel hans hátign Lúðvík XIV hefur aldrei séð á sínum borðum: Litlar ofnsteiktar fjaðurléttar brioches með örlitlum bitum af gæsalifur innan i. Alveg stórkostlegur matur. —- Þegiðu stúlka, sérðu ekki að munnvatnið lekur út úr okkur, hróp- uðu blómasölukonurnar, en ákefðin sindraði úr augum þeirra. — Og hvar er þessi staður? — Le Coq Hardy, síðasta veitingastofan í rue de la Vallée-de-Misére. Þegar þið gangið I áttina að Quai des Tanneurs. —• Nú, ég hélt að maturinn væri ekkert góður þar. Maðurinn minn, sem vinnur í stóra sláturhúsinu, fer stundum þangað og fær sér bita þarna. Hann segir að þetta sé dapurlegur og óhrjálegur staður. — Þú hefur fengið rangar upplýsingar, góða mín. Maitre Bourjus, veitingamaðurinn hefur nýlega fengið fyrsta flokks matsvein frá Tou- louse, frænda sinn, sem þekkir alla hina beztu suðrænu rétti. 1 Le Coq Hardy er líka api, sem kemur öllum I gott skap. Og lírukassaleikari, sem leikur og syngur alla nýjustu söngvana í Pont-Neuf. 1 stuttu máli sagt, þarna er allt, sem hugurinn girnist, ef maður fer út að skemmta sér. — Jæja, stúlka mín. Ég sé ekki betur, en að þú hafir jafnvel ennþá meiri auglýsingahæfileika en blómaskreytingahæfileika. Ég skal fara með þér á þessa matstofu. — Ó, nei! Ekki í dag. Matsveinninn frá Toulouse fór út í sveit til þess að geta sjálfur valið kálið með svínasteikinni, sem er hans sér- grein. En ánnað kvöld eigum við von á ykkur, þér og tveim öðrum kon- um úr þessum hópi, til að ganga frá matseðlinum, eins og þið viljið hafa hann. -— Og hvað gerir þú í þessari matsölu? — Maitre Bourjus er frændi minn, svaraði Angelique. — Eiginmaður minn var matsveinslærlingur. Hann hafði ekki lokið prófi þegar hann dó, síðastliðinn vetur. Hann skildi mig eftir sárafátæka, því við höfðum komizt í miklar skuldir við að.reyna að lækna hann. —• Ætli við þekkjum ekki allar reikningana frá apótekinu, andvörp- uðu konurnar i meðaumkvun og litu til himins. —- Maitre Bourjus sá aumur á mér, og ég hjálpa honum. En þar sem viðskiptin eru treg, verð ég að reyna að verða mér úti um aukapening. — Hvað heitirðu, góða? — Angelique. Svo reis hún á fætur og sagðist þurfa að fara til að gera veitinga- manninum viðvart um væntaníega heimsókn kvennanna. Þegar hún flýtti sér í áttina að rue de la Vallée-de-Misére velti hún því fyrir sér, hversu oft hún hefði logið þennan eina morgun. Hún reyndi ekki að skilja hvernig hún hefði fengið þá hugmynd að safna viðskipta- vinum fyrir Maitre Bourjus. Hafði hana langað til að sýna þakklæti sitt í verki fyrir það að hann skyldi ekki reka hana út? Vonaðist hún til að hafa einhvern ágóða af því? Hún spurði sig engra spurninga. Hún var knúin af hvötinni, sem rak hana til að gera nú einn hlut, síðan annan hlut. Það var hvöt móðurinnar, sem þarf að verja börnin sín. Frá einni lyginni til annarrar, frá einni hugmyndinni til annarrar, þung högg hvert á eftir öðru — þannig myndi henni heppnast að bjarga sjálfri sér — bjarga börnum sínum. Öll réttinði áskilin. Opera Mundi. Paris. Framhald í næsta blaSi. *. mm. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.