Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 49
Hitabeltisnótt Framhald af bls. 45. þar sem hann hafði svifið um síðustu andartökin. Hann rétti úr sér og hlustaði. Jú, eitthvað hreyfðist inni í svefnherbergi hans. — Hafðu mig afsakaðan, sagði hann við Jeff. Hann varð að ræskja sig og endurtaka vegna þess að háls hans og varir voru þurrar eftir geðshræringuna. — Hafðu mig aðeins afsakaðan. Hann skildi lampann eftir á borðinu, tók vasaljós úr vasan- um og fór í gegn um dyrnar, sem hann skildi eftir opnar. Svefn- herbergið hans, sem hann hafði ekki séð í sex mánuði, angaði af ilmvatni. Hann beindi vasaljós- inu að rúminu og greip andann á lofti; Moskítónetið var snyrti- lega breitt fyrir rekkjuna og eitt- hvað iðaði fyrir innan það — eitt- hvað hvítt •— handleggur — mik- ið, ljóst hár, grannur háls. Hann beit af öllu afli um munnstykk- ið á pípunni sinni. — Vertu ekki hræddur, það er bara ég, sagði Pat... Reiði og undrunarhljóðin í Anders kölluðu á Jeff framan úr stofunni upp að hlið hans. Hún hlaut að hafa álitið hann í hættu, því hún geislaði af hugrekki og viljaþreki, þegar hún tók sér stöðu við hlið hans. Andartaki seinna uppgötvaði hún hvað olli upphrópunum hans og stóð eins og lömuð. Hinn ljúfsári heimur hrapaði allt í kringum hana. Hún starði á veruna írúmi AnderstÚf- ið, lýst hárið, syfjuleg augun, kjól- inn, sem hafði nuddazt í kodda hrukkum að líkama Pat, varalit- inn, sem hafði nuddast í kodda Anders. Pat varð hinsvegar ekki síður undrandi að rekast á Hana á þessum stað, í svefnherbergi Andersóns á þessum tíma. löngu eftir miðnætti. Þannig liðu nokkrar sekúndur að ungu kon- urnar horfðu hvor á aðra eins og dáleiddar, hvor um sig ófær um að gefa frá sér nokkur hljóð. Svo snerist Jeff á hæl með hálf- kæfðu hljóði, ekka eða blótsyrði og fór út úr herberginu. Anders gaf sér rétt aðeins tíma til að hvæsa að Pat áður en hann fór á eftir Jeff: —- Hver andskot- ann ertu að gera hér? Ertu snar- brjáluð? Hypjaðu þig út, undir eins! Svo þaut hann á eftir Jeff sem var að taka upp hvítu hanzk- ana sína og töskuna, þar sem hún hafði sleppt hvorutveggja á gólfið. Kerosenlampinn var far- inn að ósa. — Væri þér sama þótt þú kall- aðir á Turut með bílinn? Ég vil komast niður í skip, sagði Jeff ogð reyndi að hafa stjórn á sér. Hnefar hennar voru krepptir. Hún nötraði af fyrirlitningu og reiði. Anders tók um handlegg hennar og hún hristi hann af sér, viti sínu fjær, blind af reiði og sársauka. •—- En, Jeff, þú verður að trúa mér, þetta er misskilningur hlægileg, bjánaleg mistök, sagði Anders vandræðalega. •— Greinileg m.istök. Mistök af minni hálfu að trufla þig. Mistök af minni hálfu að fara hingað úteftir með þér. Hlægileg, fárán- leg mistök af mér að vera svona skilningssljó, Mér þykir það leitt. Ef þú hefðir gefið mér minnstu vísbendingu um vinsamleg sam- skipti ykkar ungfrú Houston, hefði ég getað komið í veg fyrir þessi óþægindi, sagði Jeff, Hún var aðeins nítján ára. Hún var reynzlulaus en reyndi af fremsta megni að haga sér eins og reynd kona myndi koma fram undir sömu kringumstæðum. En þján- ingin braust fram hið innra með henni eins og gröftur úr sári og móti vilja sínum bunaði hún út úr sér: — Þú hefðir ekki þurft að ljúga að mér. Þú hefðir ekki þurft að látast eins og þú gerð- ir. Þú hefðir ekki þurft að gera mig að fífli. Hversvegna gerð- irðu það? Hversvegna? Ég veit hversvegna — vegna þess að ég er dóttir föður míns, er það ekki rétt? Þú ert framagjarn, þú sagð- ir mér það sjálfur. Ég er hrædd um, að þú sért einum of frama- gjarn. Þú ætlaðir að nota mig til að flýta fyrir frama þínum. Þú valdir ekki beztu leiðina og ekki þá heiðarlegustu heldur. Farðu, ég hata þig — drottinn minn hvað ég hata þig! Anders var náfölur. Hann rykkti henni aftur á bak, þegar hún gekk til dyra, og þótt merki- legt mætti virðast var henni næstum léttir að sársaukanum, sem þaut í gegnum hana við þetta hrottalega átak. — Hlustaðu á mig, sagði hann rámur. — Jeff, hlustaðu á mig: Trúirðu mér ef ég legg við dreng- skap minn, að ég hafði ekki minnstu hugmynd um — um — um nærveru ungfrú Houston hér? Ég legg við drengskap minn, að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig í ósköpunum hún hefur komizt hingað. Ég hef ekki gefið þér minnstu ástæðu til að vantreysta orðum mínum enn sem komið er. Þú verður að minnsta kosti að gefa mér tæki- færi til að gera hreint fyrir mín- um dyrum — það er allt, sem ég krefst af þér nú. Hugur Jeff var eins og hring- iða tilfinninga og hugsana. Þetta var Anders og hún elskaði hann, og hann leit ekki út fyrir að vera lygari, og hún vildi getað trúað honum. En hann var sonur föður síns og eftirmynd hans. Og fað- ir hans hafði svikið og logið og hún hafði verið vöruð við því að treysta Andy. Hann virtist vand- ræðalegur og óöruggur, þegar hún bað hann að bjóða henni inn 1 húsið hans. Hann hafði gert lítið úr ástarævintýri þeirra og neitað að giftast henni. Hann hafði dansað við ungfrú Houston og jafnvel fyrir augunum á Jeff látið það viðgangast, að þessi ungfrú Houston faðmaði hann og kyssti. Þessi ungfrú Houston, sem nú lá í rúminu hans. Og samt stóð hann þarna fyrir fram- an hana, hávaxinn og grannur, og eins heiðarlegur, alvarleg- ur og saklaus og kristall, Hún sleit sig lausa og sneri til dyra. ■— Ég vil ekki heyra méira. Ég vil ekki tala við þig meira, sagði hún veiklulega. Leyfðu mér að fara! Kallaðu á Turut. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.