Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.07.1965, Side 20

Vikan - 15.07.1965, Side 20
Afimmtu hæð á Fimmtugustu og annarri götu eldar hún morg- unverðinn sinn á hverjum morgni klukkan sjö. Greta Garbo hefur í meira en tíu ár búið á Fimmtugustu og annarri götu fjögur hundruð og fimmtíu, í risastórri íbúð á fimmtu hæð, beint á móti Austurá. Þar býr hún ein og lyftudrengirnir hafa ströng fyrirmæli um að hleypa engum upp til hennar, nema konunni sem tekur til hjá henni. Sú er þýzk-svissnesk og kemur til Gretu fimm sinnum í viku og dvelur þá hjá henni til klukkan níu á morgnana til fjögur síðdegis, tekur til og matbýr hádegisverð. íbúðin er í stórglæsilegu leiguhúsi, en aðaldyrnar eru undra þröng- ar og lyftan ekki nema ein, og hennar er vandlega gætt. Þetta vekur Gretu Garbo öryggiskennd; hún veit að enginn getur komið henni á óvart. Sex herbergi eru í íbúðinni, en fjögur þeirra eru annaðhvort tóm eða yfirfull af húsgögnum, sem þar eru geymd í bráðina.... Það er aðeins búið í svefnherberginu og dagstofunni. Dagstofan er mjög rúmgóð og veggirnir þaktir málverkum, sem hafa kostað skildinginn og húsmóðirin hefur valið vegna skærra litanna... Renoir, Soutine, Delaunay blasa þar hvarvetna við augum. Á einum veggnum eru kyrralífsmyndir, og á þeim eru rósavendir ríkjandi. Þar eru líka pastelmyndir eftir Fantin-Latour og nútímamálverk. Lampaskerm- arnir eru rósalitaðir og blómavasarnir alltaf fullir af rósum. Á hverjum morgni klukkan sjö fer Greta Garbo á fætur, snyrtir sig og býr til morgunverð. Hún borðar hann í eldhúsinu áður en vinnukonan kemur, því hún vill alveg ákveðið vera í friði. Þegar vinnukonan kemur klukkan níu, fer hún út. Þá taka við göngur, endalaust labb um götur New York. Frá hálf- tíu til hálfeitt reikar Greta um þann tröllaukna frumskóg, sem New York er orðin að, og það hvernig sem viðrar. í þessum gönguferðum ber hún svarta húfu, stór svört gleraugu, svartar síðbuxur og peysu og pels ef kalt er. Oft gengur hún um fremur fáfarnar götur, Fyrsta og Annað stræti, þar sem hún heldur að enginn taki eftir henni. Þegar vegfarendur bera kennsl á hana, nema staðar og horfa á hana, lætur hún sem hún sjái þá ekki. Ef einhver ávarpar hana, leggur hún á flótta. Kona ein, sem hún hitti eitt sinn í vöruhússlyftu, horfði nærgætn- islega á hana um hríð og spurði svo: „Eruð þér virkilega sú sem ég held að þér séuð“? „Nei“, svaraði Greta og fór úr lyftunni á næstu hæð, þótt hún hefði ekkert þangað að sækja, aðeins til þess að losna úr lyftunni. Oft gengur hún líka í áttina til Madisonstrætis og Central park, sérstaklega að loknum hádegisverði, sem hún snæðir alltaf heima hjá sér klukkan eitt. Síðan fer hún aftur út á göngu. í Madisonstræti gengur hún um sýningarsalina, þar sem listaverkin hanga frammi. Lítist henni vel á eitthvert málverkið, lætur hún senda sér það heim, eða ber það með sér undir handleggnum, sé það lítið. Hún vill ganga úr skugga um hvort hægt sé að búa í samfélagi við málverkið. Að viku liðinni festir hún kaup á því, ef henni líkar verulega vel við það. Listaverkasalarnir þekkja hana, þeim þykir vænt um hana og þeir virða ósk hennar um að lifa í einsemd. Enginn reynir að hafa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.